21. ágúst 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) varaformaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
- Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Tinna Rún Eiríksdóttir áheyrnarfulltrúi
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) varamaður
- Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Jóna Benediktsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Þrúður Hjelm fræðslu- og frístundasvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir sviðstjóri fræðslu- og frístundasviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Klörusjóður 2023202301225
Kynning á tveimur verkefnum sem hlutu styrk úr Klörusjóði 2023
Fræðslunefnd þakkar fyrir mjög áhugaverðar og upplýsandi kynningar á verkefnum sem hlutu styrk úr Klörusjóði vorið 2023. Kynnt voru verkefni frá Helgafellsskóla og Reykjakoti. Verkefnin voru unnin á síðasta skólaári í skólunum en hafa nú verið innleidd í skólastarfið. Markmið Klörusjóðs er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ.
Gestir
- Margrét Lára Eðvarðsdóttir kennari í Helgafelsskóla og Kristlaug Þ. Svavarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Reykjakots
2. Skóla- og ráðgjafaþjónusta 2023-2024202408166
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar yfirlit frá fræðslu- og frístundasviði um skóla- og ráðgjafaþjónustu Mosfellsbæjar, skólaárið 2023-24.
Gestir
- Ragnheiður Axelsdóttir verkefnastjóri í Skóla- og ráðgjafaþjónustu Mosfellsbæjar
3. Leikskólinn Hlaðhamrar - Endurbætur202403189
Kynning á innra starfi og skipulagi Hlaðhamra, haustið 2024
Fræðslunefnd þakkar góða kynningu og leggur til að málið komi aftur á dagskrá síðar í vetur.
5. Starfsáætlun fræðslunefndar 2022 - 2026202208560
Lögð fram drög að starfsáæltun fræðslunefndar 2024-2025
Drög að starfsáætlun fræðslunefndar fyrir veturinn 2024-2025, lögð fram og rædd.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
4. Endurskoðun á skóla- og frístundaakstri202301334
Reglur um skólaakstur kynntar
Fræðslunefnd samþykkir með fimm atkvæðum breytingu á reglum um skólaakstur sem taka gildi 1. ágúst 2024.