6. febrúar 2024 kl. 16:30,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Sævar Birgisson (SB) formaður
- Jóna Guðrún Kristinsdóttir (JGK) varaformaður
- Davíð Örn Guðnason (DÖG) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
- Kristín Nanna Vilhelmsdóttir (KNV) áheyrnarfulltrúi
- Rúnar Már Jónatansson (RMJ) áheyrnarfulltrúi
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir (ÓDÁ) skrifstofa umbóta og þróunar
Fundargerð ritaði
Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir Skrifstofustjóri umbóta og þróunar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Áfangastaðurinn Álafosskvos - þróunarverkefni í samvinnu við Markaðsstofu höfuðborgasvæðisins 2024202402041
Inga Hlín Pálsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuborgarsvæðisins kynna þróunarverkefni um áfangastaðinn Álafosskvos. Tillaga ásamt greinargerð lögð fram um þátttöku Mosfellsbæjar í þróunarverkefni um áfangastaðinn Álafosskvos í samvinnu við Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir með 5 atkvæðum tillögu um þróunarverkefni fyrir Álafosskvos. Nefndin þakkar Ingu Hlín Pálsdóttur framkvæmdastjóra Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins fyrir kynninguna. Nefndin lýsir yfir ánægju með frumkvæði Markaðsstofunnar að fara í þróunarverkefni á Álfosskvos sem áfangastað fyrir ferðamenn. Verkefnið fellur vel að atvinnu- og nýsköpunarstefnu Mosfellsbæjar auk áherslna Mosfellsbæjar í Áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins. Nefndin telur mikil tækifæri liggja í eflingu Álafosskvosar sem áfangastað fyrir ferðmenn auk þess sem öll uppbygging mun nýtast íbúum.
Gestir
- Inga Hlín Pálsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins
2. Innleiðing atvinnustefnu202311200
Starfsmaður nefndarinnar fer yfir stöðuna á aðgerðaáætlun atvinnustefnu.
Nefndin þakkar starfsmanni fyrir yfirferð yfir ábyrgðaraðila, tímaáætlun og stöðu aðgerða í aðgerðaáætlun atvinnustefnunnar. Nefndin leggur áherslu á að staða aðgerðaáætlunar sé lögð fyrir nefndina með reglubundnum hætti.