Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. febrúar 2024 kl. 16:30,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Sævar Birgisson (SB) formaður
  • Jóna Guðrún Kristinsdóttir (JGK) varaformaður
  • Davíð Örn Guðnason (DÖG) aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
  • Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
  • Kristín Nanna Vilhelmsdóttir (KNV) áheyrnarfulltrúi
  • Rúnar Már Jónatansson (RMJ) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir (ÓDÁ) skrifstofa umbóta og þróunar

Fundargerð ritaði

Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir Skrifstofustjóri umbóta og þróunar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Áfanga­stað­ur­inn Ála­fosskvos - þró­un­ar­verk­efni í sam­vinnu við Mark­aðs­stofu höf­uð­borga­svæð­is­ins 2024202402041

    Inga Hlín Pálsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuborgarsvæðisins kynna þróunarverkefni um áfangastaðinn Álafosskvos. Tillaga ásamt greinargerð lögð fram um þátttöku Mosfellsbæjar í þróunarverkefni um áfangastaðinn Álafosskvos í samvinnu við Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.

    At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um til­lögu um þró­un­ar­verk­efni fyr­ir Ála­fosskvos. Nefnd­in þakk­ar Ingu Hlín Páls­dótt­ur fram­kvæmda­stjóra Mark­aðs­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fyr­ir kynn­ing­una. Nefnd­in lýs­ir yfir ánægju með frum­kvæði Mark­aðs­stof­unn­ar að fara í þró­un­ar­verk­efni á Ál­fosskvos sem áfangastað fyr­ir ferða­menn. Verk­efn­ið fell­ur vel að at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar auk áherslna Mos­fells­bæj­ar í Áfanga­staða­áætlun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Nefnd­in tel­ur mik­il tæki­færi liggja í efl­ingu Ála­fosskvos­ar sem áfangastað fyr­ir ferð­menn auk þess sem öll upp­bygg­ing mun nýt­ast íbú­um.

    Gestir
    • Inga Hlín Pálsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins
  • 2. Inn­leið­ing at­vinnu­stefnu202311200

    Starfsmaður nefndarinnar fer yfir stöðuna á aðgerðaáætlun atvinnustefnu.

    Nefnd­in þakk­ar starfs­manni fyr­ir yf­ir­ferð yfir ábyrgð­ar­að­ila, tíma­áætlun og stöðu að­gerða í að­gerða­áætlun at­vinnu­stefn­unn­ar. Nefnd­in legg­ur áherslu á að staða að­gerða­áætl­un­ar sé lögð fyr­ir nefnd­ina með reglu­bundn­um hætti.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:38