Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. janúar 2025 kl. 16:30,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Sævar Birgisson (SB) formaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
  • Rúnar Már Jónatansson (RMJ) aðalmaður
  • Guðfinna Birta Valgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir (ÓDÁ) skrifstofa umbóta og þróunar
  • Sif Sturludóttir skrifstofa umbóta og þróunar

Fundargerð ritaði

Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir Skrifstofustjóri umbóta og þróunar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Mark­aðs­áætlun fyr­ir Mos­fells­bæ 2024-2025202408432

    Sveinn Líndal Jóhannesson frá Ennemm auglýsingastofu fer yfir stöðuna á verkefninu Markaðsáætlun fyrir Mosfellsbæ sem er hluti af aðgerðaáætlun atvinnustefnu.

    Nefnd­in þakk­ar Sveini Lín­dal Jó­hann­es­syni frá aug­lýs­ing­stof­unni Ennemm fyr­ir góða yf­ir­ferð yfir til­lög­ur að mark­aðs­efni fyr­ir Mos­fells­bæ. Mark­mið­ið með vinn­unni er að mark­aðs­efni sé til­tækt til að laða að fyr­ir­tæki og upp­bygg­ingu til Mos­fells­bæj­ar en það er mik­il­væg­ur lið­ur í inn­leið­ingu at­vinnu­stefn­unn­ar. Jafn­framt að mark­aðs­efn­ið geti nýst sem al­mennt kynn­ing­ar­efni fyr­ir Mos­fells­bæ. Efn­ið sem kynnt var gef­ur góð fyr­ir­heit um að það markmið ná­ist með mark­vissri birt­ingu og nýt­ingu mark­aðs­efn­is­ins.

    Gestir
    • Sveinn Líndal Jóhannesson
    • 2. Inn­leið­ing at­vinnu­stefnu202311200

      Starfsmaður nefndarinnar fer yfir stöðu aðgerðaáætlunar með atvinnustefnu Mosfellsbæjar 2023-2026.

      Nefnd­in þakk­ar starfs­manni fyr­ir yf­ir­ferð yfir stöðu að­gerða á að­gerða­áætlun at­vinnu­stefnu. Nefnd­in fagn­ar því það gangi vel að vinna að aðgerðum atvinnustefnunnar, að sex að­gerð­um sé þeg­ar lok­ið og að ellefu aðrar að­gerð­ir séu í vinnslu.

    • 3. Funda­da­gatal 2025202411328

      Tillaga um fundaáætlun atvinnu- og nýsköpunarnefndar fyrir árið 2025 lögð fram til samþykktar.

      Til­laga að funda­dagskrá 2025 sam­þykkt.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30