14. janúar 2025 kl. 16:30,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Sævar Birgisson (SB) formaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
- Rúnar Már Jónatansson (RMJ) aðalmaður
- Guðfinna Birta Valgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir (ÓDÁ) skrifstofa umbóta og þróunar
- Sif Sturludóttir skrifstofa umbóta og þróunar
Fundargerð ritaði
Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir Skrifstofustjóri umbóta og þróunar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Markaðsáætlun fyrir Mosfellsbæ 2024-2025202408432
Sveinn Líndal Jóhannesson frá Ennemm auglýsingastofu fer yfir stöðuna á verkefninu Markaðsáætlun fyrir Mosfellsbæ sem er hluti af aðgerðaáætlun atvinnustefnu.
Nefndin þakkar Sveini Líndal Jóhannessyni frá auglýsingstofunni Ennemm fyrir góða yfirferð yfir tillögur að markaðsefni fyrir Mosfellsbæ. Markmiðið með vinnunni er að markaðsefni sé tiltækt til að laða að fyrirtæki og uppbyggingu til Mosfellsbæjar en það er mikilvægur liður í innleiðingu atvinnustefnunnar. Jafnframt að markaðsefnið geti nýst sem almennt kynningarefni fyrir Mosfellsbæ. Efnið sem kynnt var gefur góð fyrirheit um að það markmið náist með markvissri birtingu og nýtingu markaðsefnisins.
Gestir
- Sveinn Líndal Jóhannesson
2. Innleiðing atvinnustefnu202311200
Starfsmaður nefndarinnar fer yfir stöðu aðgerðaáætlunar með atvinnustefnu Mosfellsbæjar 2023-2026.
Nefndin þakkar starfsmanni fyrir yfirferð yfir stöðu aðgerða á aðgerðaáætlun atvinnustefnu. Nefndin fagnar því það gangi vel að vinna að aðgerðum atvinnustefnunnar, að sex aðgerðum sé þegar lokið og að ellefu aðrar aðgerðir séu í vinnslu.
3. Fundadagatal 2025202411328
Tillaga um fundaáætlun atvinnu- og nýsköpunarnefndar fyrir árið 2025 lögð fram til samþykktar.
Tillaga að fundadagskrá 2025 samþykkt.