Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. nóvember 2023 kl. 16:30,
4. hæð Mosfell


Fundinn sátu

  • Sævar Birgisson (SB) formaður
  • Jóna Guðrún Kristinsdóttir (JGK) varaformaður
  • Davíð Örn Guðnason (DÖG) aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
  • Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
  • Rúnar Már Jónatansson (RMJ) áheyrnarfulltrúi
  • Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
  • Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir (ÓDÁ) skrifstofa umbóta og þróunar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2024 til 2027202303627

    Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 kynnt fyrir atvinnu- og nýsköpunanefnd

    Lagt fram.

  • 2. Um­sókn um styrk úr Fram­kvæmda­sjóði ferða­mannastaða 2024202310341

    Kynning á styrkumsóknum Mosfellsbæjar í framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

    Nefnd­in fagn­ar því að Mos­fells­bær hafi sótt um í Fram­kvæmda­sjóð ferða­mannastaða í fyrsta sinn. Þar sem það tel­ur til stiga að verk­efni sé hluti af áfanga­staða­áætlun vill nefnd­in hvetja til þess að hug­að verði að end­ur­skoð­un á þeim verk­efn­um sem til­greind eru í Áfanga­staða­áætlun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2023-2026 þeg­ar tæki­færi til þess gefst í árs­byrj­un 2024. Við þá end­ur­skoð­un verði hug­að að þeim segl­um sem eru í Mos­fells­bæ og að styrk­umsókn­ir miði sér­stak­lega að því að styrkja upp­bygg­ingu á þeim svæð­um og þann­ig efla Mos­fells­bæ sem áfangastað ferða­manna.

    • 3. Inn­leið­ing at­vinnu­stefnu202311200

      Kynning á mögulegu útliti atvinnustefnu og vinna við fyrstu skref innleiðingar.

      Nefnd­in sam­þykkti að út­lit at­vinnu­stefnu Mos­fells­bæj­ar taki mið af fram­setn­ingu í glær­um núm­er fjög­ur og sjö sem kynnt­ar voru á fund­in­um. Starfs­manni nefnd­ar­inn­ar fal­ið að und­ir­búa hnit­mið­aða fram­setn­ingu á stefn­unni sem unnt verði að miðla á vef sveit­ar­fé­lags­ins og á sam­fé­lags­miðl­um. Jafn­framt var starfs­manni nefnd­ar­inn­ar fal­ið að vinna til­lögu að tíma­setn­ingu á fram­kvæmd að­gerða, skil­grein­ingu ábyrgð­ar­að­ila að­gerða og vinna úr fram komn­um til­lög­um að mæli­kvörð­um.

      • 4. Funda­áætlun at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar 2023-2024202311201

        Umræða um drög að fundaáætlun atvinnu- og nýsköpunarnefndar.

        Sam­þykkt.

        • 5. Þró­un­ar- og ný­sköp­un­ar­við­ur­kenn­ing Mos­fells­bæj­ar202311202

          Umræður um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar.

          Starfs­manni fal­ið að koma með til­lögu að end­ur­skoð­un regln­anna með það að mark­miði að ein­falda og tengja við markmið nýrr­ar at­vinnu­stefnu. Stefnt að fyr­ir­lagn­ingu nýrra reglna fljót­lega á nýju ári og að veit­ingu verð­launa með vor­inu.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:48