14. nóvember 2023 kl. 16:30,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Sævar Birgisson (SB) formaður
- Jóna Guðrún Kristinsdóttir (JGK) varaformaður
- Davíð Örn Guðnason (DÖG) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
- Rúnar Már Jónatansson (RMJ) áheyrnarfulltrúi
- Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir (ÓDÁ) skrifstofa umbóta og þróunar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027202303627
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 kynnt fyrir atvinnu- og nýsköpunanefnd
Lagt fram.
2. Umsókn um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2024202310341
Kynning á styrkumsóknum Mosfellsbæjar í framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
Nefndin fagnar því að Mosfellsbær hafi sótt um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í fyrsta sinn. Þar sem það telur til stiga að verkefni sé hluti af áfangastaðaáætlun vill nefndin hvetja til þess að hugað verði að endurskoðun á þeim verkefnum sem tilgreind eru í Áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins 2023-2026 þegar tækifæri til þess gefst í ársbyrjun 2024. Við þá endurskoðun verði hugað að þeim seglum sem eru í Mosfellsbæ og að styrkumsóknir miði sérstaklega að því að styrkja uppbyggingu á þeim svæðum og þannig efla Mosfellsbæ sem áfangastað ferðamanna.
3. Innleiðing atvinnustefnu202311200
Kynning á mögulegu útliti atvinnustefnu og vinna við fyrstu skref innleiðingar.
Nefndin samþykkti að útlit atvinnustefnu Mosfellsbæjar taki mið af framsetningu í glærum númer fjögur og sjö sem kynntar voru á fundinum. Starfsmanni nefndarinnar falið að undirbúa hnitmiðaða framsetningu á stefnunni sem unnt verði að miðla á vef sveitarfélagsins og á samfélagsmiðlum. Jafnframt var starfsmanni nefndarinnar falið að vinna tillögu að tímasetningu á framkvæmd aðgerða, skilgreiningu ábyrgðaraðila aðgerða og vinna úr fram komnum tillögum að mælikvörðum.
4. Fundaáætlun atvinnu- og nýsköpunarnefndar 2023-2024202311201
Umræða um drög að fundaáætlun atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Samþykkt.
5. Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar202311202
Umræður um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar.
Starfsmanni falið að koma með tillögu að endurskoðun reglnanna með það að markmiði að einfalda og tengja við markmið nýrrar atvinnustefnu. Stefnt að fyrirlagningu nýrra reglna fljótlega á nýju ári og að veitingu verðlauna með vorinu.