3. september 2024 kl. 16:40,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Sævar Birgisson (SB) formaður
- Jóna Guðrún Kristinsdóttir (JGK) varaformaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
- Rúnar Már Jónatansson (RMJ) aðalmaður
- Guðfinna Birta Valgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Davíð Örn Guðnason (DÖG) aðalmaður
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir (ÓDÁ) skrifstofa umbóta og þróunar
Fundargerð ritaði
Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir Skrifstofustjóri umbóta og þróunar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Innleiðing atvinnustefnu202311200
Yfirferð yfir stöðu aðgerðaáætlunar atvinnustefnu Mosfellsbæjar 2023-2030.
Nefndin þakkar starfsmanni fyrir yfirferð yfir stöðu aðgerða á aðgerðaáætlun atvinnustefnu. Nefndin fagnar að tveimur aðgerðum sé þegar lokið og að tólf aðgerðir séu þegar komnar í vinnslu.
DÖG mætti kl. 16:56
2. Áfangastaðurinn Álafosskvos - þróunarverkefni í samvinnu við Markaðsstofu höfuðborgasvæðisins 2024202402041
Inga Hlín Pálsdóttir og María Hjálmarsdóttur frá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins kynna niðurstöður verkefnisins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins fyrir ítarlega og metnaðarfulla greiningu á áfangastaðnum Álafosskvos. Niðurstaðan sýnir að Álafosskvosin hefur mikla möguleika á að verða spennandi áfangastaður fyrir ferðafólk. Þessi greining mun nýtast Mosfellsbæ og hagaðilum til að vinna áfram að því að efla og styrkja Álafosskvosina. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir að fela stjórnsýslunni að boða til opins fundar með hagaðilum og íbúum þar sem þessar niðurstöður verða kynntar.
Gestir
- María Hjálmarsdóttir
- Inga Hlín Pálsdóttir
3. Markaðsáætlun fyrir Mosfellsbæ 2024-2025202408432
Lagt er til að atvinnu- og nýsköpunarnefnd ráðstafi fjárheimildum nefndarinnar sem eyrnamerkt er til innleiðingar atvinnustefnu til að vinna að aðgerðinni markaðsáætlun fyrir sveitarfélagið til að laða að fyrirtæki til samstarfs og uppbyggingar. Lagt er til að nýta allt að 2,5 m.kr. á árinu 2024 til að fara í þessa vinnu.
Atvinnu-og nýsköpunarnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að nýta fjármuni nefndarinnar til að fara í gerð markaðsáætlunar fyrir Mosfellsbæ með það að markmiði að laða fyrirtæki til samstarfs og uppbyggingar. Aðgerðin er mikilvæg til innleiðingar atvinnustefnu Mosfellsbæjar og styður sömuleiðis við aðrar aðgerðir stefnunnar. Stjórnsýslunni er falið að vinna að verkefninu og halda nefndinni upplýstri um framvindu verkefnisins.
4. Umsókn um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2024202310341
Lagt er til að atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykki að sækja um verkefnið Orkugarður í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2025.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir með 5 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2025 og vísar tillögunni til formlegrar afgreiðslu bæjarráðs.