Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. september 2024 kl. 16:40,
4. hæð Mosfell


Fundinn sátu

  • Sævar Birgisson (SB) formaður
  • Jóna Guðrún Kristinsdóttir (JGK) varaformaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
  • Rúnar Már Jónatansson (RMJ) aðalmaður
  • Guðfinna Birta Valgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Davíð Örn Guðnason (DÖG) aðalmaður
  • Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir (ÓDÁ) skrifstofa umbóta og þróunar

Fundargerð ritaði

Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir Skrifstofustjóri umbóta og þróunar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Inn­leið­ing at­vinnu­stefnu202311200

    Yfirferð yfir stöðu aðgerðaáætlunar atvinnustefnu Mosfellsbæjar 2023-2030.

    Nefnd­in þakk­ar starfs­manni fyr­ir yf­ir­ferð yfir stöðu að­gerða á að­gerða­áætlun at­vinnu­stefnu. Nefnd­in fagn­ar að tveim­ur að­gerð­um sé þeg­ar lok­ið og að tólf að­gerð­ir séu þeg­ar komn­ar í vinnslu.

    DÖG mætti kl. 16:56

  • 2. Áfanga­stað­ur­inn Ála­fosskvos - þró­un­ar­verk­efni í sam­vinnu við Mark­aðs­stofu höf­uð­borga­svæð­is­ins 2024202402041

    Inga Hlín Pálsdóttir og María Hjálmarsdóttur frá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins kynna niðurstöður verkefnisins.

    At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd þakk­ar Mark­aðs­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fyr­ir ít­ar­lega og metn­að­ar­fulla grein­ingu á áfanga­staðn­um Ála­fosskvos. Nið­ur­stað­an sýn­ir að Ála­fosskvos­in hef­ur mikla mögu­leika á að verða spenn­andi áfanga­stað­ur fyr­ir ferða­fólk. Þessi grein­ing mun nýt­ast Mos­fells­bæ og hag­að­il­um til að vinna áfram að því að efla og styrkja Ála­fosskvos­ina. At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd sam­þykk­ir að fela stjórn­sýsl­unni að boða til op­ins fund­ar með hag­að­il­um og íbú­um þar sem þess­ar nið­ur­stöð­ur verða kynnt­ar.

    Gestir
    • María Hjálmarsdóttir
    • Inga Hlín Pálsdóttir
    • 3. Mark­aðs­áætlun fyr­ir Mos­fells­bæ 2024-2025202408432

      Lagt er til að atvinnu- og nýsköpunarnefnd ráðstafi fjárheimildum nefndarinnar sem eyrnamerkt er til innleiðingar atvinnustefnu til að vinna að aðgerðinni markaðsáætlun fyrir sveitarfélagið til að laða að fyrirtæki til samstarfs og uppbyggingar. Lagt er til að nýta allt að 2,5 m.kr. á árinu 2024 til að fara í þessa vinnu.

      At­vinnu-og ný­sköp­un­ar­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að nýta fjár­muni nefnd­ar­inn­ar til að fara í gerð mark­aðs­áætl­un­ar fyr­ir Mos­fells­bæ með það að mark­miði að laða fyr­ir­tæki til sam­starfs og upp­bygg­ing­ar. Að­gerð­in er mik­il­væg til inn­leið­ing­ar at­vinnu­stefnu Mos­fells­bæj­ar og styð­ur sömu­leið­is við að­r­ar að­gerð­ir stefn­unn­ar. Stjórn­sýsl­unni er fal­ið að vinna að verk­efn­inu og halda nefnd­inni upp­lýstri um fram­vindu verk­efn­is­ins.

    • 4. Um­sókn um styrk úr Fram­kvæmda­sjóði ferða­mannastaða 2024202310341

      Lagt er til að atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykki að sækja um verkefnið Orkugarður í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2025.

      At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um um­sókn í Fram­kvæmda­sjóð ferða­mannastaða fyr­ir árið 2025 og vís­ar til­lög­unni til form­legr­ar af­greiðslu bæj­ar­ráðs.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15