6. júní 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Valdimar Birgisson (VBi) vara áheyrnarfulltrúi
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
- Hildur Pétursdóttir (HP) áheyrnarfulltrúi
- Steinunn Bára Ægisdóttir (SBÆ) áheyrnarfulltrúi
- Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir Verkefnastjóri grunnskólamála
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
Samþykkt með fimm atkvæðum að taka málið "Verkfalls starfsmannafélags Mosfellsbæjar" á dagskrá með afbrigðum.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurskoðun á skóla- og frístundaakstri202301334
Lagt fram til samþykktar
Magnea Ingimundardóttir verkefnastjóri á skólaskrifstofu kynnti tillögur að breytingum á fyrirkomulagi skólaaksturs í Mosfellsbæ sbr. ákvörðun á 419. fundi nefndarinnar. Fræðslunefnd þakkar fyrir góða vinnu bæði í greiningu og við vinnu á tillögum til úrbóta. Fræðslunefnd samþykkir þær tillögur sem sviðið leggur til að taki gildi fyrir haustið 2023. Nefndin leggur áherslu á góða kynningu til þeirra er breytingin varðar.
Ennfremur er framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs falið að vinna áfram að málinu í samvinnu við hagaðila og þá einna helst með það að markmiði að gera úrbætur á frístundaakstri og bæta almenningssamgöngur í þágu skólasamfélagsins í Mosfellsbæ.
Fræðslunefnd leggur áfram áherslu á markmið verkefnisins um lýðheilsu, umhverfismál og hagkvæmni.
Samþykkt með fimm atkvæðum.Gestir
- Magnea S. Ingimundardóttir, verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði
2. Fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024 - kynning í fræðslunefnd202306050
Undirbúningur vinnu við fjárhags- og fjárfestingaráætlun ársins 2024, lagt fyrir fræðslunefnd.
Fulltrúi foreldra grunnskólabarna vék af fundi eftir þennan lið.Lagt fram
3. Málefni leikskóla - nóvember 2022202211420
Betri vinnutími og bættar starfsaðstæður í leikskóla
Mosfellsbær stendur frammi fyrir því verkefni að útfæra betri vinnutíma hjá starfsfólki leikskóla í samræmi við markmið kjarasamninga og leitast við að tryggja um leið fullnægjandi mönnun í leikskólum bæjarins. Nauðsynlegt er að grípa til aðgerða til að bæta starfsumhverfi leikskólanna og gera þá að eftirsóknarverðum vinnustöðum til að unnt verði að halda uppi þeirri metnaðarfullu og mikilvægu þjónustu sem þar er veitt. Í ljósi þessa samþykkir fræðslunefnd Mosfellsbæjar heimild fyrir leikskóla bæjarins að hefja innleiðingu skráningardaga frá og með næsta hausti og vísar málinu til bæjarráðs til samþykktar. Skráningardagar þýða að þá þarf að skrá börn sérstaklega ef óskað er eftir vistun í viðkomandi leikskóla á skráningardegi. Sá tími sem um ræðir getur að hámarki orðið 10 dagar yfir árið í jóla- páska- og vetrarfríum grunnskólanna auk skráningar frá kl. 14:00 alla föstudaga. Leikskólagjöld falli niður samsvarandi færri nýttum tímum og dögum. Fræðslunefnd ítrekar að leikskólum verður ekki lokað á skráningartímum og dögum komi til skráninga barna.
Samþykkt með fimm atkvæðum.Bókun D lista.
Við í D lista erum efnislega sammála tillögunni og kjósum með henni. Við viljum þó koma því á framfæri að málsmeðferðin hefði mátt vera með öðrum hætti. Þetta er það stórt mál að það hefði þarfnast meiri umræðu og tillögunni sniðinn betri rammi og skýrari framtíðarsýn.Bókun B, S og C lista.
Fulltrúar B, S og C lista lýsa yfir ánægju sinni með samstöðu í nefndinni. Málið hefur verið unnið ítarlega á vettvangi fræðslu- og frístundasviðs en þó þykir okkur mikilvægt að skilja eftir svigrúm til útfærslu og innleiðingar hjá stjórnendum leikskólanna.4. Fagháskólanám í leikskólafræði202304018
Kynning á Fagháskólanámi í leikskólafræði
Fræðslunefnd tekur jákvætt í að Mosfellsbær taki þátt í verkefninu Fagháskólanám í leikskólafræðum sem Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri standa fyrir. Fagháskólanáminu er ætlað að efla fagmenntun í leikskólum með því að fjölga kennurum og að efla innra starf í leikskólum með því að tvinna saman nám og starf. Samþykkt með fimm atkvæðum.
5. Verkfall starfsmannafélags Mosfellsbæjar 2023202305236
Áhrif verkfalla BSRB á leik- og grunnskólastarf í Mosfellsbæ
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar harmar þá stöðu sem kjarasamningsviðræður milli Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fer með samningsumboð sveitarfélaganna og BSRB eru komnar í. Nefndin lýsir yfir miklum áhyggjum af áhrifum allsherjarverkfalls á fjölskyldur ungra barna sérstaklega og biðlar til samningsaðila að ganga frá samningum sem allra fyrst svo starfsemin komist í eðlilegt horf.