Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. júní 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
 • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
 • Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
 • Valdimar Birgisson (VBi) vara áheyrnarfulltrúi
 • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
 • Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
 • Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
 • Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
 • Hildur Pétursdóttir (HP) áheyrnarfulltrúi
 • Steinunn Bára Ægisdóttir (SBÆ) áheyrnarfulltrúi
 • Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
 • Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
 • Helga Jóhanna Magnúsdóttir Verkefnastjóri grunnskólamála

Fundargerð ritaði

Gunnhildur Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs

Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um að taka mál­ið "Verk­falls starfs­manna­fé­lags Mos­fells­bæj­ar" á dagskrá með af­brigð­um.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. End­ur­skoð­un á skóla- og frí­stunda­akstri202301334

  Lagt fram til samþykktar

  Magnea Ingi­mund­ar­dótt­ir verk­efna­stjóri á skóla­skrif­stofu kynnti til­lög­ur að breyt­ing­um á fyr­ir­komu­lagi skóla­akst­urs í Mos­fells­bæ sbr. ákvörð­un á 419. fundi nefnd­ar­inn­ar. Fræðslu­nefnd þakk­ar fyr­ir góða vinnu bæði í grein­ingu og við vinnu á til­lög­um til úr­bóta. Fræðslu­nefnd sam­þykk­ir þær til­lög­ur sem svið­ið legg­ur til að taki gildi fyr­ir haust­ið 2023. Nefnd­in legg­ur áherslu á góða kynn­ingu til þeirra er breyt­ing­in varð­ar.
  Enn­frem­ur er fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs fal­ið að vinna áfram að mál­inu í sam­vinnu við hag­að­ila og þá einna helst með það að mark­miði að gera úr­bæt­ur á frí­stunda­akstri og bæta al­menn­ings­sam­göng­ur í þágu skóla­sam­fé­lags­ins í Mos­fells­bæ.
  Fræðslu­nefnd legg­ur áfram áherslu á markmið verk­efn­is­ins um lýð­heilsu, um­hverf­is­mál og hag­kvæmni.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  Gestir
  • Magnea S. Ingimundardóttir, verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði
 • 2. Fjár­hags- og fjár­fest­inga­áætlun 2024 - kynn­ing í fræðslu­nefnd202306050

  Undirbúningur vinnu við fjárhags- og fjárfestingaráætlun ársins 2024, lagt fyrir fræðslunefnd.

  Lagt fram

  Full­trúi for­eldra grunn­skóla­barna vék af fundi eft­ir þenn­an lið.
 • 3. Mál­efni leik­skóla - nóv­em­ber 2022202211420

  Betri vinnutími og bættar starfsaðstæður í leikskóla

  Mos­fells­bær stend­ur frammi fyr­ir því verk­efni að út­færa betri vinnu­tíma hjá starfs­fólki leik­skóla í sam­ræmi við markmið kjara­samn­inga og leit­ast við að tryggja um leið full­nægj­andi mönn­un í leik­skól­um bæj­ar­ins. Nauð­syn­legt er að grípa til að­gerða til að bæta starfs­um­hverfi leik­skól­anna og gera þá að eft­ir­sókn­ar­verð­um vinnu­stöð­um til að unnt verði að halda uppi þeirri metn­að­ar­fullu og mik­il­vægu þjón­ustu sem þar er veitt. Í ljósi þessa sam­þykk­ir fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar heim­ild fyr­ir leik­skóla bæj­ar­ins að hefja inn­leið­ingu skrán­ing­ar­daga frá og með næsta hausti og vís­ar mál­inu til bæj­ar­ráðs til sam­þykkt­ar. Skrán­ing­ar­dag­ar þýða að þá þarf að skrá börn sér­stak­lega ef óskað er eft­ir vist­un í við­kom­andi leik­skóla á skrán­ing­ar­degi. Sá tími sem um ræð­ir get­ur að há­marki orð­ið 10 dag­ar yfir árið í jóla- páska- og vetr­ar­frí­um grunn­skól­anna auk skrán­ing­ar frá kl. 14:00 alla föstu­daga. Leik­skóla­gjöld falli nið­ur sam­svar­andi færri nýtt­um tím­um og dög­um. Fræðslu­nefnd ít­rek­ar að leik­skól­um verð­ur ekki lokað á skrán­ing­ar­tím­um og dög­um komi til skrán­inga barna.

  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  Bók­un D lista.
  Við í D lista erum efn­is­lega sam­mála til­lög­unni og kjós­um með henni. Við vilj­um þó koma því á fram­færi að máls­með­ferð­in hefði mátt vera með öðr­um hætti. Þetta er það stórt mál að það hefði þarfn­ast meiri um­ræðu og til­lög­unni snið­inn betri rammi og skýr­ari fram­tíð­ar­sýn.

  Bók­un B, S og C lista.
  Full­trú­ar B, S og C lista lýsa yfir ánægju sinni með sam­stöðu í nefnd­inni. Mál­ið hef­ur ver­ið unn­ið ít­ar­lega á vett­vangi fræðslu- og frí­stunda­sviðs en þó þyk­ir okk­ur mik­il­vægt að skilja eft­ir svigrúm til út­færslu og inn­leið­ing­ar hjá stjórn­end­um leik­skól­anna.

  • 4. Fag­há­skóla­nám í leik­skóla­fræði202304018

   Kynning á Fagháskólanámi í leikskólafræði

   Fræðslu­nefnd tek­ur já­kvætt í að Mos­fells­bær taki þátt í verk­efn­inu Fag­há­skóla­nám í leik­skóla­fræð­um sem Há­skóli Ís­lands og Há­skól­inn á Ak­ur­eyri standa fyr­ir. Fag­há­skóla­nám­inu er ætlað að efla fag­mennt­un í leik­skól­um með því að fjölga kenn­ur­um og að efla innra starf í leik­skól­um með því að tvinna sam­an nám og starf. Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 5. Verk­fall starfs­manna­fé­lags Mos­fells­bæj­ar 2023202305236

   Áhrif verkfalla BSRB á leik- og grunnskólastarf í Mosfellsbæ

   Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar harm­ar þá stöðu sem kjara­samn­ings­við­ræð­ur milli Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sem fer með samn­ings­um­boð sveit­ar­fé­lag­anna og BSRB eru komn­ar í. Nefnd­in lýs­ir yfir mikl­um áhyggj­um af áhrif­um alls­herj­ar­verk­falls á fjöl­skyld­ur ungra barna sér­stak­lega og biðl­ar til samn­ings­að­ila að ganga frá samn­ing­um sem allra fyrst svo starf­sem­in kom­ist í eðli­legt horf.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:34