25. janúar 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
- Ólöf Kristín Sívertsen varamaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
- Hildur Pétursdóttir (HP) áheyrnarfulltrúi
- Steinunn Bára Ægisdóttir (SBÆ) áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir Verkefnastjóri grunnskólamála
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurnýjun skólalóða202211340
Í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir tímabilið 2023-2026 eru áætlaðar 50 milljónir króna í endurnýjun eldri skólalóða á yfirstandandi fjárhagsári. Jóhanna B. Hansen framkvæmdarstjóri Umhverfissviðs kemur á fundinn og kynnir stöðu verkefnisins.
Fræðslunefnd leggur til að heiti verkefnisins verði “Skólalóðirnar okkar". Nafnið er tilvísun í íbúalýðræðisverkefnið “Okkar Mosó". Þannig verði vísað í þá forsendu að samráð verði haft við hagsmunaaðila í undirbúningi verkefnisins. Er þá átt við skólastjórnendur og starfsfólk skólanna, nemendur og foreldra auk annarra aðila úr nærsamfélaginu sem eiga hagsmuna að gæta í slíku verkefni.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að úttekt á núverandi ástandi og hönnun á endurbótum skólalóða fari fram á næstu vikum og mánuðum og að lóðir við eldri grunnskóla bæjarins, þ.e. Lágafellsskóla, Varmárskóla og Kvíslarskóla verði í forgangi. Í kjölfar hönnunar verði framkvæmdum forgangsraðað með tilliti til aðstæðna í og við skólana.
Fræðslunefnd óskar eftir að verða upplýst með reglulegum hætti um framgang verkefnisins og að endanlegar tillögur verði einnig lagðar fyrir íþrótta- og tómstundanefnd til umfjöllunar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.Gestir
- Jóhanna B. Hansen framkvæmdarstjóri Umhverfissviðs
2. Endurskoðun á skóla- og frístundaakstri202301334
Endurskoðun á skóla- og frístundaakstri fyrir skólaárið 2023-24
Framkvæmdarstjóra fræðslu- og frístundasviðs verði falið að gera úttekt á núgildandi fyrirkomulagi á skóla- og frístundaakstri í samráði við hagaðila. Úttektin taki mið af því hvernig sambærileg þjónusta er í þeim sveitarfélögum sem Mosfellsbær getur borið sig saman við auk þess að safna upplýsingum um notkun þjónustunnar. Úttektin feli einnig í sér tillögur að breytingum, bendi niðurstöðurnar til þess að breytinga sé þörf. Úttektin tekur ekki til aksturs á skólatíma innan stundartöflu né skólaaksturs fatlaðra barna.
Markmiðið með vinnunni er að nútímavæða þá akstursþjónustu sem Mosfellsbær veitir börnum og ungmennum með hagkvæmni, lýðheilsu og umhverfissjónarmið að leiðarljósi.
Samþykkt með fimm atkvæðum.Gestir
- Magnea S. Ingimundardóttir verkefnastjóri
3. Skóladagatöl 2023-2024202301097
Kynning á vinnuferlum við gerð skóladagatala
Verk- og vinnuferlar við gerð skóladagatala kynntir fyrir nefndinni auk upplýsinga um mögulegar breytingar sem þarf að gera á 200 daga skólanum í Krikaskóla og Helgafellsskóla vegna innleiðingar á 30 daga orlofi starfsfólks.
Gestir
- Þrúður Hjelm, skólastjóri Krikaskóla
4. Klörusjóður 2023202301225
Skilgreindir áhersluþættir 2023
Klörusjóður hefur það að markmiði að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi Mosfellsbæjar. Úthlutað er úr Klörusjóði einu sinni ári og auglýst verður eftir umsóknum nú á vormánuðum. Á næsta fundi fræðslunefndar verða skilgreindir áhersluþættir sjóðsins þetta árið.
5. Fundadagskrá 2023202211082
Lagt fram yfirlit yfir fyrirhugaða fundi nefndarinnar 2023
Fundadagatal lagt fram. Samþykkt með fimm atkvæðum.