Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. janúar 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
  • Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
  • Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
  • Ólöf Kristín Sívertsen varamaður
  • Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
  • Hildur Pétursdóttir (HP) áheyrnarfulltrúi
  • Steinunn Bára Ægisdóttir (SBÆ) áheyrnarfulltrúi
  • Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
  • Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
  • Helga Jóhanna Magnúsdóttir Verkefnastjóri grunnskólamála

Fundargerð ritaði

Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. End­ur­nýj­un skóla­lóða202211340

    Í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir tímabilið 2023-2026 eru áætlaðar 50 milljónir króna í endurnýjun eldri skólalóða á yfirstandandi fjárhagsári. Jóhanna B. Hansen framkvæmdarstjóri Umhverfissviðs kemur á fundinn og kynnir stöðu verkefnisins.

    Fræðslu­nefnd legg­ur til að heiti verk­efn­is­ins verði “Skóla­lóð­irn­ar okk­ar". Nafn­ið er til­vís­un í íbúa­lýð­ræð­is­verk­efn­ið “Okk­ar Mosó". Þann­ig verði vísað í þá for­sendu að sam­ráð verði haft við hags­muna­að­ila í und­ir­bún­ingi verk­efn­is­ins. Er þá átt við skóla­stjórn­end­ur og starfs­fólk skól­anna, nem­end­ur og for­eldra auk ann­arra að­ila úr nærsam­fé­lag­inu sem eiga hags­muna að gæta í slíku verk­efni.
    Fræðslu­nefnd legg­ur áherslu á að út­tekt á nú­ver­andi ástandi og hönn­un á end­ur­bót­um skóla­lóða fari fram á næstu vik­um og mán­uð­um og að lóð­ir við eldri grunn­skóla bæj­ar­ins, þ.e. Lága­fells­skóla, Varmár­skóla og Kvísl­ar­skóla verði í for­gangi. Í kjöl­far hönn­un­ar verði fram­kvæmd­um for­gangsr­að­að með til­liti til að­stæðna í og við skól­ana.
    Fræðslu­nefnd ósk­ar eft­ir að verða upp­lýst með reglu­leg­um hætti um fram­gang verk­efn­is­ins og að end­an­leg­ar til­lög­ur verði einn­ig lagð­ar fyr­ir íþrótta- og tóm­stunda­nefnd til um­fjöll­un­ar.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    Gestir
    • Jóhanna B. Hansen framkvæmdarstjóri Umhverfissviðs
    • 2. End­ur­skoð­un á skóla- og frí­stunda­akstri202301334

      Endurskoðun á skóla- og frístundaakstri fyrir skólaárið 2023-24

      Fram­kvæmd­ar­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs verði fal­ið að gera út­tekt á nú­gild­andi fyr­ir­komu­lagi á skóla- og frí­stunda­akstri í sam­ráði við hag­að­ila. Út­tekt­in taki mið af því hvern­ig sam­bæri­leg þjón­usta er í þeim sveit­ar­fé­lög­um sem Mos­fells­bær get­ur bor­ið sig sam­an við auk þess að safna upp­lýs­ing­um um notk­un þjón­ust­unn­ar. Út­tekt­in feli einn­ig í sér til­lög­ur að breyt­ing­um, bendi nið­ur­stöð­urn­ar til þess að breyt­inga sé þörf. Út­tekt­in tek­ur ekki til akst­urs á skóla­tíma inn­an stund­art­öflu né skóla­akst­urs fatl­aðra barna.
      Mark­mið­ið með vinn­unni er að nú­tíma­væða þá akst­urs­þjón­ustu sem Mos­fells­bær veit­ir börn­um og ung­menn­um með hag­kvæmni, lýð­heilsu og um­hverf­is­sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi.
      Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

      Gestir
      • Magnea S. Ingimundardóttir verkefnastjóri
    • 3. Skóla­daga­töl 2023-2024202301097

      Kynning á vinnuferlum við gerð skóladagatala

      Verk- og vinnu­ferl­ar við gerð skóla­da­ga­tala kynnt­ir fyr­ir nefnd­inni auk upp­lýs­inga um mögu­leg­ar breyt­ing­ar sem þarf að gera á 200 daga skól­an­um í Krika­skóla og Helga­fells­skóla vegna inn­leið­ing­ar á 30 daga or­lofi starfs­fólks.

      Gestir
      • Þrúður Hjelm, skólastjóri Krikaskóla
    • 4. Klöru­sjóð­ur 2023202301225

      Skilgreindir áhersluþættir 2023

      Klöru­sjóð­ur hef­ur það að mark­miði að stuðla að ný­sköp­un og fram­þró­un í skóla- og frí­stund­astarfi Mos­fells­bæj­ar. Út­hlutað er úr Klöru­sjóði einu sinni ári og aug­lýst verð­ur eft­ir um­sókn­um nú á vor­mán­uð­um. Á næsta fundi fræðslu­nefnd­ar verða skil­greind­ir áherslu­þætt­ir sjóðs­ins þetta árið.

    • 5. Funda­dagskrá 2023202211082

      Lagt fram yfirlit yfir fyrirhugaða fundi nefndarinnar 2023

      Funda­da­gatal lagt fram. Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:03