Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. apríl 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Erla Edvardsdóttir (EE) formaður
  • Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varaformaður
  • Atlas Hendrik Ósk Dagbjartsson (AHÓD) aðalmaður
  • Katarzyna Krystyna Krolikowska (KKr) áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Gróa Björnsdóttir (MGB) áheyrnarfulltrúi
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) varamaður
  • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
  • Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið

Fundargerð ritaði

Edda Davíðsdóttir Tómstunda- og forvarnarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Styrk­ir til efni­legra ung­menna sum­ar­ið 2023202304104

    Á fund nefndarinnar mæta styrkþegar sumarsins og fjölskyldur þeirra. nefndin tekur á móti þeim í Listasal.

    Á fund nefnd­ar­inn­ar mættu styrk­þeg­ar sum­ars­ins með fjöl­skyld­um sín­um til að veita styrkn­um mót­töku. Íþrótta og tóm­stunda­nefnd ósk­ar styrk­þeg­um inni­lega til ham­ingju og ósk­ar þeim velfarn­að­ar í störf­um sín­um í sum­ar.

    • 2. End­ur­skoð­un á skóla- og frí­stunda­akstri202301334

      Kynning á fyrirkomulagi skóla- og frístundaaksturs

      Magnea Ingi­mund­ar­dótt­ir verk­efna­stjóri á skóla­skrif­stofu kynnti út­tekt á fyr­ir­komu­lagi skóla- og frí­stunda­akst­urs í Mos­fells­bæ.

      • 3. Vinnu­skóli sum­ar 2023202304076

        Íþrótta- og tómstundanefnd fól tómstunda- og forvarnarfulltrúa að óska eftir upplýsingum um möguleg verkefni hjá þeim félögum og stofnunum sem notið hafa starfskrafta vinnuskólans á liðnum árum.

        Tóm­stunda og for­varn­ar­full­trúi kynnti ósk­ir frá fé­lög­um og stofn­un­um sem hafa óskað eft­ir áfram­hald­andi starfs­kröft­um frá Vinnu­skóla Mos­fells­bæj­ar í sum­ar auk upp­lýs­inga um fjölda starfs­krafta svo og kostn­að.

        Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd er sam­þykk er­ind­inu enda rúm­ast kostn­að­ur vegna verk­efn­is­ins inn­an fjár­hags­áætl­un­ar Vinnu­skól­ans.

        • 4. Sam­ráðsvett­vang­ur íþrótta- og tóm­stunda­fé­laga í Mos­fells­bæ.202304101

          Eitt af verkefnum kjörtímabilsins, í starfsáætlun Íþrótta- og tómstundanefndar er að stuðlað verði að samsráðsvettvangi íþrótta- og tómstundafélaga í Mosfellsbæ.

          Eitt af verk­efn­um kjör­tíma­bils­ins, í starfs­áætlun Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar er að stuðlað verði að sam­s­ráðsvett­vangi íþrótta- og tóm­stunda­fé­laga í Mos­fells­bæ. Stafs­mönn­um fræðslu og frí­stunda­sviðs fal­ið að kanna mögu­leika slíku sam­starfi.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00