13. apríl 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Erla Edvardsdóttir (EE) formaður
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varaformaður
- Atlas Hendrik Ósk Dagbjartsson (AHÓD) aðalmaður
- Katarzyna Krystyna Krolikowska (KKr) áheyrnarfulltrúi
- Margrét Gróa Björnsdóttir (MGB) áheyrnarfulltrúi
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) varamaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstunda- og forvarnarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Styrkir til efnilegra ungmenna sumarið 2023202304104
Á fund nefndarinnar mæta styrkþegar sumarsins og fjölskyldur þeirra. nefndin tekur á móti þeim í Listasal.
Á fund nefndarinnar mættu styrkþegar sumarsins með fjölskyldum sínum til að veita styrknum móttöku. Íþrótta og tómstundanefnd óskar styrkþegum innilega til hamingju og óskar þeim velfarnaðar í störfum sínum í sumar.
2. Endurskoðun á skóla- og frístundaakstri202301334
Kynning á fyrirkomulagi skóla- og frístundaaksturs
Magnea Ingimundardóttir verkefnastjóri á skólaskrifstofu kynnti úttekt á fyrirkomulagi skóla- og frístundaaksturs í Mosfellsbæ.
3. Vinnuskóli sumar 2023202304076
Íþrótta- og tómstundanefnd fól tómstunda- og forvarnarfulltrúa að óska eftir upplýsingum um möguleg verkefni hjá þeim félögum og stofnunum sem notið hafa starfskrafta vinnuskólans á liðnum árum.
Tómstunda og forvarnarfulltrúi kynnti óskir frá félögum og stofnunum sem hafa óskað eftir áframhaldandi starfskröftum frá Vinnuskóla Mosfellsbæjar í sumar auk upplýsinga um fjölda starfskrafta svo og kostnað.
Íþrótta- og tómstundanefnd er samþykk erindinu enda rúmast kostnaður vegna verkefnisins innan fjárhagsáætlunar Vinnuskólans.
4. Samráðsvettvangur íþrótta- og tómstundafélaga í Mosfellsbæ.202304101
Eitt af verkefnum kjörtímabilsins, í starfsáætlun Íþrótta- og tómstundanefndar er að stuðlað verði að samsráðsvettvangi íþrótta- og tómstundafélaga í Mosfellsbæ.
Eitt af verkefnum kjörtímabilsins, í starfsáætlun Íþrótta- og tómstundanefndar er að stuðlað verði að samsráðsvettvangi íþrótta- og tómstundafélaga í Mosfellsbæ. Stafsmönnum fræðslu og frístundasviðs falið að kanna möguleika slíku samstarfi.