12. júní 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) varamaður
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) varaformaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Elín Árnadóttir (EÁ) áheyrnarfulltrúi
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Tinna Rún Eiríksdóttir áheyrnarfulltrúi
- Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Viktoría Unnur Viktorsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Þrúður Hjelm fræðslu- og frístundasvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir sviðstjóri fræðslu- og frístundasviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skólahúsnæði 2024-2025202406121
Kynning á stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla, Varmárskóla og Hlaðhamra
Lagt fram til upplýsinga.
Gestir
- Illugi Þór Gunnarsson verkefnastjóri Eignarsjóðs
2. Skólapúlsinn 2024202406123
Lagt fram til upplýsinga
Kynning á foreldrakönnunum í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar sem framkvæmd var í mars s.l.. Fræðslunefnd leggur áherslu á að niðurstöðurnar séu kynntar hagaðilum hvers skóla og jafnframt að það sem betur má fara og sett fram ítaleg umbótaáætlun í starfsáætlun skólanna fyrir næsta skólaár.
Bókun D lista: Við fögnum því að strax hafi verið farið í að vinna með niðurstöður úr Skólapúlsinum og hver og einn skóli vinni í því sem hann getur bætt. Aðgerðaáætlun er skýr og skilmerkileg.
3. Heildarendurskoðun á gjaldskrá í leikskólum Mosfellsbæjar202311239
Tillögur um breytingar á starfsumhverfi leikskóla Mosfellsbæjar.
Fræðslunefnd tekur jákvætt í framlagðar tillögur. Starfsemi leikskóla er á tímamótum og þarfnast endurskoðunar með tilliti til hagsmuna barna og starfsfólks. Þessar tillögur ásamt öðrum ráðstöfunum sem gerðar hafa verið nýlega eru að mati nefndarinnar í takti við þá stefnu sem Mosfellsbær hefur haft um öflugt leikskólastarf og góða þjónustu þar sem komið er til móts við fjölbreyttar þarfir fjölskyldna.
4. Innritun og dvöl barna í leikskólum Mosfellsbæjar.202405103
Samþykkt með fjórum atkvæðum.
5. Endurskoðun á skóla- og frístundaakstri202301334
Fræðslunefnd samþykkir með fjórum atkvæðum framlagðar tillögur skv. minnisblaði. Skólaakstur verður óbreyttur næsta skólaár utan breytingu á viðmiðum um fjarlægð frá hverfisskóla sem verður 2 km í stað 1,5 km fyrir nemendur í 7.-10. bekk. Þá mun Afturelding taka að sér umsjón frístundabíls. Breytingar þessar eru í samræmi áherslur Mosfellsbæjar um að bæta almenningssamgöngur í þágu skólasamfélagsins í Mosfellsbæ og leggja áfram áherslu á lýðheilsu, umhverfismál og hagkvæmni.
Gestir
- Magnea S. Ingimundardóttir, verkefnastjóri á fræðslu- og frístundarsviði
6. Skóladagatal leik- og grunnskóla 2024-2025202311545
Samþykkt að taka málið á dagskrá með afbrigðum.Ósk um breytingu á skóladagatali Lágafellsskóla og Helgafellsskóla næsta skólaár
Samþykkt með fjórum atkvæðum.