21. febrúar 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) formaður
- Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir varaformaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir embættismaður
- Kristbjörg Hjaltadóttir embættismaður
Fundargerð ritaði
Kristbjörg Hjaltadóttir Stjórnandi félagsþjónustu
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þjónusta sveitarfélaga 2022 - Gallup202302063
Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2022 lögð fram til kynningar.
Lagt fram og kynnt.
2. Rýnihópar Gallup vegna þjónustu við aldraða, fatlaða og á sviði skipulagsmála202201442
Niðurstöður ítarkönnunar vegna málefna fatlaðs fólks ræddar að nýju í tengslum við niðurstöður þjónustukönnunar Gallup og minnisblað framkvæmdastjóra um aðgerðir í málaflokkinum lagt fram samhliða.
Velferðarnefnd þakkar fyrir yfirferð á þeim aðgerðum sem farið hefur verið í í kjölfar könnunar sem lögð var fyrir notendur þjónustu í málaflokki fatlaðs fólks og ánægjulegt er að sjá að brugðist hefur verið við athugasemdum sem þar komu fram. Mikilvægt er þó að haldið verði áfram með þau verkefni sem fyrir liggja í málaflokknum.
Barnaverndarmál/Trúnaðarmál
3. NPA samningar201810124
Staða samþykkts NPA samnings lögð fyrir til umræðu samkvæmt beiðni frá fulltrúa D-lista. Trúnaðarmál.
Lagt fram og rætt.
Fundargerð
4. Trúnaðarmálafundur 2022-2026 - 1610202302029F