Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. mars 2022 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjartur Steingrímsson formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Michele Rebora (MR) aðalmaður
  • Örn Jónasson (ÖJ) aðalmaður
  • Þorlákur Ásgeir Pétursson áheyrnarfulltrúi
  • Hugrún Elvarsdóttir aðalmaður
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Frið­lýs­ing Blikastaðakró­ar og Leiru­vogs202105156

    Lögð fram drög að friðlýsingarskilmálum og afmörkun friðlýsts svæðis við Blikastaðakró og Leiruvog ásamt fundargerð samstarfshóps um tillögu að friðlýsingu svæðisins dags. 1. mars 2022. Óskað er staðfestingar sveitarfélagsins á tillögu að friðlýsingu áður en Umhverfisstofnun auglýsir tillöguna, sbr. 39.gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.

    Drög að frið­lýs­ing­ar­skil­mál­um og af­mörk­un frið­lýsts svæð­is við Blikastaðakró og Leiru­vog lögð fram til stað­fest­ing­ar.
    Um­hverf­is­nefnd stað­fest­ir frið­lýs­ingaráformin.

Almenn erindi - umsagnir og vísanir

  • 2. Lofts­lags­stefna fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið202106232

    Stefna og aðgerðaráætlun höfuðborgarsvæðisins í loftslagsmálum lögð fram til umsagnar umhverfisnefndar í samræmi við ákvörðun bæjarráðs á 1520. fundi þann 27.01.2022. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna umfangs loftslagsstefnunnar til að gefa nefndarfólki tök á að kynna sér efnið betur og jafnframt var umhverfisstjóra falið að leggja fram tillögu að umsögn í samræmi við umræður á fundinum og innsendar ábendingar nefndarfólks.

    Drög að sam­eig­in­legri stefnu og að­gerðaráætlun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í lofts­lags­mál­um lögð fram til um­sagn­ar.
    Um­sögn um­hverf­is­nefnd­ar fylg­ir er­ind­inu.

    • 3. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2021202201510

      Þjónustukönnun sveitarfélaga 2021 lögð fram til kynningar og umræðu. Máli vísað til fastanefnda til kynningar á 1524.fundi bæjarráðs.

      Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2021 lögð fram til kynn­ing­ar.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30