Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. mars 2022 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bjartur Steingrímsson formaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
 • Michele Rebora (MR) aðalmaður
 • Örn Jónasson (ÖJ) aðalmaður
 • Þorlákur Ásgeir Pétursson áheyrnarfulltrúi
 • Hugrún Elvarsdóttir aðalmaður

Fundargerð ritaði

Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Frið­lýs­ing Blikastaðakró­ar og Leiru­vogs
  202105156

  Lögð fram drög að friðlýsingarskilmálum og afmörkun friðlýsts svæðis við Blikastaðakró og Leiruvog ásamt fundargerð samstarfshóps um tillögu að friðlýsingu svæðisins dags. 1. mars 2022. Óskað er staðfestingar sveitarfélagsins á tillögu að friðlýsingu áður en Umhverfisstofnun auglýsir tillöguna, sbr. 39.gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.

  Drög að frið­lýs­ing­ar­skil­mál­um og af­mörk­un frið­lýsts svæð­is við Blikastaðakró og Leiru­vog lögð fram til stað­fest­ing­ar.
  Um­hverf­is­nefnd stað­fest­ir frið­lýs­ingaráformin.

Almenn erindi - umsagnir og vísanir

 • 2. Lofts­lags­stefna fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið
  202106232

  Stefna og aðgerðaráætlun höfuðborgarsvæðisins í loftslagsmálum lögð fram til umsagnar umhverfisnefndar í samræmi við ákvörðun bæjarráðs á 1520. fundi þann 27.01.2022. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna umfangs loftslagsstefnunnar til að gefa nefndarfólki tök á að kynna sér efnið betur og jafnframt var umhverfisstjóra falið að leggja fram tillögu að umsögn í samræmi við umræður á fundinum og innsendar ábendingar nefndarfólks.

  Drög að sam­eig­in­legri stefnu og að­gerðaráætl­un höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í lofts­lags­mál­um lögð fram til um­sagn­ar.
  Um­sögn um­hverf­is­nefnd­ar fylg­ir er­ind­inu.

  • 3. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2021
   202201510

   Þjónustukönnun sveitarfélaga 2021 lögð fram til kynningar og umræðu. Máli vísað til fastanefnda til kynningar á 1524.fundi bæjarráðs.

   Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2021 lögð fram til kynn­ing­ar.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30