24. júní 2021 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varamaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Unnar Karl Jónsson aðalmaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið202106232
Kynning á minnisblaði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um sameiginlega loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið. Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins mætir á fundinn.
Málinu frestað til næsta fundar vegna forfalla.
2. Loftgæðamælanet fyrir höfuðborgarsvæðið202104236
Lögð fram tillaga að loftgæðamælaneti fyrir Mosfellsbæ
Umhverfisnefnd leggur til að tillögu um uppsetningu loftgæðamælanets verði komið í framkvæmd. Nefndin undirstrikar mikilvægi þess að hefja loftgæðamælingar enda er það í samræmi við umhverfisstefnu Mosfellsbæjar.
3. Friðlýsing Blikastaðakróar og Leiruvogs202105156
Lögð fram umsögn umhverfissviðs Mosfellsbæjar um erindi Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar um mögulega friðlýsingu Blikastaðakróar og Leiruvogar innan sveitafélagamarka Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar, ásamt fundargerð samráðshóps.
Umhverfisnefnd leggur til við Umhverfisstofnun að auglýsa áform um friðlýsingu Leiruvogs samkvæmt tillögu 3 í samstarfi við Reykjavíkurborg.
4. Kall til sveitarfélaga um að taka Bonn-áskoruninni202105122
Erindi Skógræktarinnar og Landgræðslunnar um Bonn-áskorunina um útbreiðslu og endurheimt skóga.
Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir erindinu og vísar málinu áfram til skipulagsnefndar til frekari útfærslu.
5. Spilda neðan við Sölkugötu 13-17 - heimild til landmótunar202106085
Erindi frá Aðalsteini Jónssyni og Júlíönu G. Þórðardóttur, dags. 25.05.2021, með ósk um heimild til minniháttar landmótunar á eignarlandi norðan Varmár við Sölkugötu. Spilan er innan hverfisverndar Varmár skv. deiliskipulagi.
Umhverfisnefnd fellst á erindið en fer fram á að frágangur verði í samráði við garðyrkjudeild Mosfellsbæjar.
6. Vindhóll opið skýli Umsókn um byggingarleyfi202105157
Erindi frá Sigurdóri Sigurðssyni fyrir byggingarleyfi á opnu skýli við Vindhól. Byggingin fellur að landi en er innan hverfisverndar Suðurár.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið en minnir á reglur um framkvæmdir á hverfisverndarsvæðum í Mosfellsbæ.
7. Skammadalslækur - endurnýjun á safnæð DN-300202106254
Erindi frá Veitum ohf. um endurnýjun á hitaveitulögnum við Skammadalslæk, sem er innan hverfisverndar.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd innan hverfisverndar en áréttar að fylgt verði reglum um framkvæmdir innan hverfisverndarsvæða í Mosfellsbæ.