Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. janúar 2020 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Vinnu­stofa í Ála­fosskvos - stöðu­leyfi fyr­ir vinnu­stofu201912240

    Borist hefur erindi frá Birtu Fróðadóttur dags. 17. desember 2019 varðandi stöðuleyfi fyrir vinnustofugám í Álafosskvos.

    Skipu­lags­nefnd synj­ar er­ind­inu og vís­ar í ákvæði gr. 2.6.1 í bygg­ing­ar­reglu­gerð.

  • 2. Skugga­bakki 10 - um­sókn um skíta­þró202001044

    Borist hefur erindi frá Herdísi Sigurðardóttur dags. 27. desember 2019 varðandi staðsetningu skítaþró að Skuggabakka 10.

    Full­trúi M lista vík­ur af fundi und­ir þess­um lið. Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að funda með máls­að­ila.

  • 3. Fossa­tunga 8-12 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201909399

    Á 502. fundi skipulagsnefndar 22. nóvember 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Samþykkt með þremur atkvæðum D og V lista, fulltrúar M og L lista sitja hjá." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

    Skipu­lags­nefnd vís­ar mál­inu til bæj­ar­ráðs vegna við­bót­ar gatna­gerð­ar­gjalda og ann­ars kostn­að­ar sem af breyt­ing­unni hlýst. Full­trú­ar L og M lista sitja hjá.

  • 4. Um­ferða­sköp­un í Helga­fells­hverfi202001057

    Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu varðandi umferðarsköpun í Helgafellshverfi.

    Fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs kynnti nið­ur­stöðu rýni um­ferð­ar­ráð­gjafa á um­ferð­ar­sköp­un í Helga­fells­hverfi. Um­ræð­ur um mál­ið.

  • 5. Helga­fells­hverfi - hringtorg við inn­komu í hverf­ið201910252

    Á 500. fundi skipulagsnefndar 25. október 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til yfirstandandi skoðunar umferðarráðgjafa á umferðaröryggismálum í Helgafellshverfi." Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu.

    Fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs kynnti nið­ur­stöðu rýni um­ferð­ar­ráð­gjafa á um­ferð­ar­sköp­un í Helga­fells­hverfi. Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að svara inn­komn­um er­ind­um fyr­ir hönd skipu­lags­nefnd­ar. Enn­frem­ur fel­ur skipu­lags­nefnd um­hverf­is­sviði að hefja vinnu við hönn­un nán­ari út­færslu að­gerða í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lög­ur um­ferð­ar­ráð­gjafa, og leggja fulln­að­ar­hönn­un fyr­ir skipu­lags­nefnd.

  • 6. Uglugata 2-4 - ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi við Varmár­veg201905212

    Á 491. fundi skipulagsnefndar 16. ágúst 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að skoða heilstætt fjölgun bílastæða í 3. áfanga Helgafellshverfis með aðstoð skipulags- og umferðarráðgjafa sbr. tillögu framkvæmdastjóra umhverfissviðs í meðfylgjandi minnisblaði." Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinnu í sam­ræmi við nið­ur­stöð­ur skýrslu um­ferð­ar­ráð­gjafa.

  • 7. Um­ferð­armagn og um­ferð­ar­hraði á Skar­hóla­braut202001058

    Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu varðandi umferðarmagn og umferðarhraða á Skarhólabraut.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur um­hverf­is­sviði áfram­hald­andi vinnu í sam­ræmi við nið­ur­stöð­ur skýrslu um­ferð­ar­ráð­gjafa.

  • 8. Hraða­hindr­an­ir á Ála­foss­vegi201911301

    Á 503. fundi skipulagsnefndar 6. desember 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til yfirstandandi skoðunar umferðarráðgjafa á umferðaröryggismálum á svæðinu." Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu.

    Fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs kynnti nið­ur­stöðu rýni um­ferð­ar­ráð­gjafa á um­ferð­ar­sköp­un í Helga­fells­hverfi. Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að svara inn­komn­um er­ind­um fyr­ir hönd skipu­lags­nefnd­ar. Enn­frem­ur fel­ur skipu­lags­nefnd um­hverf­is­sviði að hefja vinnu við hönn­un nán­ari út­færslu að­gerða í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lög­ur um­ferð­ar­ráð­gjafa, og leggja fulln­að­ar­hönn­un fyr­ir skipu­lags­nefnd.

  • 9. Að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar - end­ur­skoð­un201809280

    Á 504. fundi skipulagsnefndar 20. desember 2019 voru lögð fram og rædd drög að verklýsingu fyrir örútboð á endurskoðun aðalskipulags. Lögð fram yfirfarin drög eftir yfirlestur fulltrúa D og V lista í skipulagsnefnd.

    Skipu­lags­nefnd boð­ar til vinnufund­ar þar sem vinnu við verk­lýs­ingu verð­ur lok­ið.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00