Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. nóvember 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Frum­varp til laga um sjóði og stofn­an­ir er varða mál­efni aldr­aðra201811172

    Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og lögum um málefni aldraðra (búseturéttur aldraðra, öryggisíbúðir.

    Bók­un M-lista
    Mál tengd hjúkr­un­ar­heim­il­inu EIR hafa ekki ver­ið öll af­greidd með sóma af hálfu hins op­in­bera og við­kom­andi að­ila og eig­enda EIR­AR. Mik­il­vægt er að leitað verði leiða til að íbú­ar og eft­ir at­vik­um að­stand­end­ur og erf­ingj­ar, sem hafa orð­ið beint eða óbeint fyr­ir fjár­hags­legu tjóni vegna starfs­hátta EIR­AR, fái tjón sitt bætt með ein­um eða öðr­um hætti. Ber Mos­fells­bæ að ganga und­an með góðu for­dæmi og óska eft­ir rann­sókn máls­ins af hálfu rík­is­ins. Frum­varp þetta er runn­ið und­an rifj­um full­trúa Mið­flokks­ins á Al­þingi varð­andi að þing­ið tryggi bet­ur hags­muni eldri borg­ara og að­stand­enda þeirra þeg­ar fram líða stund­ir.

    Bók­un v- og D-lista
    Op­in­ber rann­sókn hef­ur þeg­ar far­ið fram á því máli sem nefnt er í bók­un M-lista.

    Lagt fram.

  • 2. Frum­varp til laga um rétt­indi og skyld­ur starfs­manna rík­is­ins201811188

    Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

    Lagt fram.

  • 3. Um við­auka við fjár­hags­áætlun frá reikn­ings­skila- og upp­lýs­inga­nefnd201811158

    Leiðbeinandi verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun og tilmæli um að erindið verði lagt fyrir sveitastjórn.

    Lagt fram.

  • 4. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018-2021201705191

    Viðauki við fjárhagsáætlun 2018.

    Við­auki 2 við fjár­hags­áætlun 2018 sam­þykkt­ur með þrem­ur at­kvæð­um. Sam­an­tekin áhrif við­auk­ans eru þau að kostn­að­ur mála­flokks 21 lækk­ar um kr. 115.109.238, kostn­að­ur fræðslu­mála á mála­flokk 04 hækk­ar um kr. 100.000.000 og kostn­að­ur æsku­lýðs- og íþrótta­mála á mála­flokk 06 hækk­ar um kr. 15.109.238. Fjár­fest­ing­ar að­alsjóðs í byggða­sam­lög­um hækka um kr. 16.564.486 sem fjár­magn­að er með lækk­un hand­bærs fjár um kr. 16.564.486.

    • 5. Sam­starfs­samn­ing­ar við íþrótta og tóm­stunda­fé­lög 2018-2021201804394

      Tillaga um viðauka við samstarfsamning Mosfellbæjar og Skátafélagsins Mosverja.

      Við­auki við samn­ing Mos­fells­bæj­ar og Skáta­fé­lags­ins Mosverja sam­þykkt­ur með þrem­ur at­kvæð­um.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:10