22. nóvember 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Frumvarp til laga um sjóði og stofnanir er varða málefni aldraðra201811172
Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og lögum um málefni aldraðra (búseturéttur aldraðra, öryggisíbúðir.
Bókun M-lista
Mál tengd hjúkrunarheimilinu EIR hafa ekki verið öll afgreidd með sóma af hálfu hins opinbera og viðkomandi aðila og eigenda EIRAR. Mikilvægt er að leitað verði leiða til að íbúar og eftir atvikum aðstandendur og erfingjar, sem hafa orðið beint eða óbeint fyrir fjárhagslegu tjóni vegna starfshátta EIRAR, fái tjón sitt bætt með einum eða öðrum hætti. Ber Mosfellsbæ að ganga undan með góðu fordæmi og óska eftir rannsókn málsins af hálfu ríkisins. Frumvarp þetta er runnið undan rifjum fulltrúa Miðflokksins á Alþingi varðandi að þingið tryggi betur hagsmuni eldri borgara og aðstandenda þeirra þegar fram líða stundir.Bókun v- og D-lista
Opinber rannsókn hefur þegar farið fram á því máli sem nefnt er í bókun M-lista.Lagt fram.
2. Frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins201811188
Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Lagt fram.
3. Um viðauka við fjárhagsáætlun frá reikningsskila- og upplýsinganefnd201811158
Leiðbeinandi verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun og tilmæli um að erindið verði lagt fyrir sveitastjórn.
Lagt fram.
4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021201705191
Viðauki við fjárhagsáætlun 2018.
Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2018 samþykktur með þremur atkvæðum. Samantekin áhrif viðaukans eru þau að kostnaður málaflokks 21 lækkar um kr. 115.109.238, kostnaður fræðslumála á málaflokk 04 hækkar um kr. 100.000.000 og kostnaður æskulýðs- og íþróttamála á málaflokk 06 hækkar um kr. 15.109.238. Fjárfestingar aðalsjóðs í byggðasamlögum hækka um kr. 16.564.486 sem fjármagnað er með lækkun handbærs fjár um kr. 16.564.486.
5. Samstarfssamningar við íþrótta og tómstundafélög 2018-2021201804394
Tillaga um viðauka við samstarfsamning Mosfellbæjar og Skátafélagsins Mosverja.
Viðauki við samning Mosfellsbæjar og Skátafélagsins Mosverja samþykktur með þremur atkvæðum.