Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. maí 2018 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
  • Jón Eiríksson (JE) varaformaður
  • Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
  • Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) 1. varamaður
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið

Fundargerð ritaði

Edda R. Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Leið­rétt­ing í 220. fund­ar­gerð íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar málsn. 20183115.201804389

    Leiðrétta þarf fundagerð 220. fundar íþrótta- og tómstundanefndar í samræmi við umræður á fundinum og fylgiskjal.

    Sam­þykkt að fund­ar­gerð 220. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar verði lög­uð og prent­uð út aft­ur

  • 2. Er­indi frá knatt­spyrnu­fé­lag­inu Ála­foss201804392

    Knattspyrnufélagið Álafoss óskar eftir styrk.

    Starfs­mönn­um fal­ið að boða for­svars­menn knatt­spyrnu­fé­lags­ins Ála­foss á næsta fund nen­fd­ar­inn­ar.

  • 3. Er­indi frá FMOS og Ung­menna­fé­lag­inu Aft­ur­eld­ingu201804393

    Erindi v/Handboltaakademíu Fmos og Aftureldingar

    Svið­stjóra fræðslu- og frí­stund­ar­sviðs fal­ið að vinna mál­ið áfram.

  • 4. Sam­starfs­samn­ing­ar við íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög 2018-2021201804394

    Samningar við íþrótta- og tómstundafélög vegna barna og unglingastarfs kynntir.

    Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd er já­kvæð fyr­ir þeim loka­drög­um að sam­starfs­samn­ing­um við íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög 2018-2021 sem að kynnt voru fyr­ir nefnd­inni. Nefnd­in fel­ur starfs­mönn­um fræðslu- og frí­stund­ar­sviðs að ljúka við gerð samn­inga til af­greiðslu í bæj­ar­ráði, með þeim texta­breyt­ing­um sem að lagð­ar voru til á fund­in­um og að upp­hæð­ir í samn­ing­um verði upp­færð­ar sam­kvæmt for­send­um samn­inga.

    Bók­un full­trúa S-lista

    Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd fagn­ar því að nú, næst­um 5 mán­uð­um eft­ir að sam­starfs­samn­ing­ar við íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög í Mos­fells­bæ runnu út, liggja loks fyr­ir drög að nýj­um samn­ing­um. Það er hins veg­ar slæmt að ekki er ljóst við hvað er mið­að þeg­ar að kem­ur að því að ákvarða þá fjár­hæð sem verja á til barna- og ung­lingastarfs hjá hinum ýmsu fé­lög­um. Ný­leg­ar töl­ur um fjölda ið­k­enda liggja ekki fyr­ir íþrótta- og tóm­stunda­nefnd frá þeim fé­lög­um sem gera á samn­inga við og því ekki gott að sjá hver grunn­fjár­hæð­in á hvern iðk­anda er.

    Bók­un frá full­trú­um V- og D- lista

    Nýju samn­ing­arn­ir eru byggð­ir á grunni þeirra eldri og upp­færð­ir í sam­ráði við fé­lög­in.
    Í upp­hafi voru samn­ing­ar unn­ir í ná­inni sam­vinnu við íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög bæj­ar­ins og voru upp­hæð­ir mið­að­ar við fjár­þörf hvers fé­lags.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 21:00