3. maí 2018 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Jón Eiríksson (JE) varaformaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) 1. varamaður
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda R. Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Leiðrétting í 220. fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar málsn. 20183115.201804389
Leiðrétta þarf fundagerð 220. fundar íþrótta- og tómstundanefndar í samræmi við umræður á fundinum og fylgiskjal.
Samþykkt að fundargerð 220. fundar íþrótta- og tómstundanefndar verði löguð og prentuð út aftur
2. Erindi frá knattspyrnufélaginu Álafoss201804392
Knattspyrnufélagið Álafoss óskar eftir styrk.
Starfsmönnum falið að boða forsvarsmenn knattspyrnufélagsins Álafoss á næsta fund nenfdarinnar.
3. Erindi frá FMOS og Ungmennafélaginu Aftureldingu201804393
Erindi v/Handboltaakademíu Fmos og Aftureldingar
Sviðstjóra fræðslu- og frístundarsviðs falið að vinna málið áfram.
4. Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélög 2018-2021201804394
Samningar við íþrótta- og tómstundafélög vegna barna og unglingastarfs kynntir.
Íþrótta- og tómstundanefnd er jákvæð fyrir þeim lokadrögum að samstarfssamningum við íþrótta- og tómstundafélög 2018-2021 sem að kynnt voru fyrir nefndinni. Nefndin felur starfsmönnum fræðslu- og frístundarsviðs að ljúka við gerð samninga til afgreiðslu í bæjarráði, með þeim textabreytingum sem að lagðar voru til á fundinum og að upphæðir í samningum verði uppfærðar samkvæmt forsendum samninga.
Bókun fulltrúa S-lista
Fulltrúi Samfylkingarinnar í Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar því að nú, næstum 5 mánuðum eftir að samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ runnu út, liggja loks fyrir drög að nýjum samningum. Það er hins vegar slæmt að ekki er ljóst við hvað er miðað þegar að kemur að því að ákvarða þá fjárhæð sem verja á til barna- og unglingastarfs hjá hinum ýmsu félögum. Nýlegar tölur um fjölda iðkenda liggja ekki fyrir íþrótta- og tómstundanefnd frá þeim félögum sem gera á samninga við og því ekki gott að sjá hver grunnfjárhæðin á hvern iðkanda er.
Bókun frá fulltrúum V- og D- lista
Nýju samningarnir eru byggðir á grunni þeirra eldri og uppfærðir í samráði við félögin.
Í upphafi voru samningar unnir í náinni samvinnu við íþrótta- og tómstundafélög bæjarins og voru upphæðir miðaðar við fjárþörf hvers félags.