Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. nóvember 2018 kl. 16:30,
utan bæjarskrifstofu


Fundinn sátu

  • Sturla Sær Erlendsson formaður
  • Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir varaformaður
  • Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
  • Andrea Jónsdóttir aðalmaður
  • Karl Alex Árnason áheyrnarfulltrúi
  • Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
  • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið

Fundargerð ritaði

Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Heim­sókn Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar til fé­laga 2018201810030

    Íþrótta- og tómstundarnefnd heimsækir þau félög í Mosfellsbæ sem að Mosfellbær hefur gert samninga við varðandi barna og unglingastarf. Dagskrá: 16:30 MótóMos, Vallarhús á Tungumelum 17:30 Hestamannafélagið Hörður, Harðarból 18:30 Ungmennafélagið Afturelding, Vallarhús við Varmá

    Dagskrá: kl.16:30 Hesta­mann­fé­lag­ið Hörð­ur. Fund­ur hald­inn í fé­lags­heim­ili Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar. Á móti nen­fd­inni tóku formað­ur og fé­lag­ar úr stjórn hesta­mann­fé­lags­ins. Far­ið var yfir starf­ið al­mennt, æsku­lýð­starf­ið, starf með fötl­uð­um og fram­tíða­sýn fé­lags­ins. Starf­ið geng­ur mjög vel, talað um að ef að fé­lag­ið gæti kom­ið sér upp fé­lags­hest­húsi yrði auð­veld­ara að taka inn nýja fé­laga og sér­stak­leg ungt fólk sem að ekki ætti hest­hús en hefði áhuga á að vera í fé­lag­inu. Reið­höllin skoð­uð. Íþrótta og tóm­stunda­nefnd þakk­ar góða kynn­ingu.
    17:30 . Fé­lags­svæði Mótomos Tungu­mel­um. Bjarni formað­ur fé­lags­ins tók á móti nefnd­inni og fór yfir starf fé­lags­ins. Nám­skeið fyr­ir yngri fé­lags­menn og starf­ið í sum­ar. Ekki hægt að skoða svæð­ið þar sem að eng­in lýs­ing er á svæð­inu. Nefnd­inni boð­ið aft­ur í vor þeg­ar að starf­sem­in er virk og bjart leng­ur. Íþrótta og tóm­stundan­en­fd þakk­ar góð­ar mót­tök­ur.
    18:30. Ung­menna­fé­lag­ið Aft­ur­eld­in. Fund­ur hald­inn í vall­ar­hús­inu að Varmá. Formað­ur UMFA fram­kvæmd­ar­stjóri og stjórn­ar­menn tóku á móti nefnd­inni . Far­ið var yfir það gríða­lega mikla starf sem að fram fer hjá fé­lag­inu. Þó nokk­ur aukn­ing hjá af fé­lags­mönn­um og frá­bært starf sem að þarna fer fram. 11 deild­ir inn­an fé­lags­ins, mis­stór­ar en all­ar nokk­uð vel virk­ar. Það sem að helst vant­ar er fé­lags­að­staða, en all­ir bíða þó spennt­ir eft­ir nýju fjöl­nota íþrótta­húsi. Íþrótta og tóm­stunda­nefnd þakk­ar góða kynn­ingu.

    Íþrótta og tóm­stunda­nefnd þakk­ar frá­bær­ar mót­tök­ur hjá fé­lög­um og hlakka til að vinna með þeim næstu árin.

    • 2. Sam­starfs­samn­ing­ar við íþrótta og tóm­stunda­fé­lög 2018-2021201804394

      Lagður fram til kynningar samningur Mosfellsbæjar við Ungmennafélagið Aftureldingu sem að samþykktur var á 726. fundi bæjarstjórnar

      frestað

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30