15. nóvember 2018 kl. 16:30,
utan bæjarskrifstofu
Fundinn sátu
- Sturla Sær Erlendsson formaður
- Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir varaformaður
- Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
- Andrea Jónsdóttir aðalmaður
- Karl Alex Árnason áheyrnarfulltrúi
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heimsókn Íþrótta- og tómstundanefndar til félaga 2018201810030
Íþrótta- og tómstundarnefnd heimsækir þau félög í Mosfellsbæ sem að Mosfellbær hefur gert samninga við varðandi barna og unglingastarf. Dagskrá: 16:30 MótóMos, Vallarhús á Tungumelum 17:30 Hestamannafélagið Hörður, Harðarból 18:30 Ungmennafélagið Afturelding, Vallarhús við Varmá
Dagskrá: kl.16:30 Hestamannfélagið Hörður. Fundur haldinn í félagsheimili Hestamannafélagsins Harðar. Á móti nenfdinni tóku formaður og félagar úr stjórn hestamannfélagsins. Farið var yfir starfið almennt, æskulýðstarfið, starf með fötluðum og framtíðasýn félagsins. Starfið gengur mjög vel, talað um að ef að félagið gæti komið sér upp félagshesthúsi yrði auðveldara að taka inn nýja félaga og sérstakleg ungt fólk sem að ekki ætti hesthús en hefði áhuga á að vera í félaginu. Reiðhöllin skoðuð. Íþrótta og tómstundanefnd þakkar góða kynningu.
17:30 . Félagssvæði Mótomos Tungumelum. Bjarni formaður félagsins tók á móti nefndinni og fór yfir starf félagsins. Námskeið fyrir yngri félagsmenn og starfið í sumar. Ekki hægt að skoða svæðið þar sem að engin lýsing er á svæðinu. Nefndinni boðið aftur í vor þegar að starfsemin er virk og bjart lengur. Íþrótta og tómstundanenfd þakkar góðar móttökur.
18:30. Ungmennafélagið Aftureldin. Fundur haldinn í vallarhúsinu að Varmá. Formaður UMFA framkvæmdarstjóri og stjórnarmenn tóku á móti nefndinni . Farið var yfir það gríðalega mikla starf sem að fram fer hjá félaginu. Þó nokkur aukning hjá af félagsmönnum og frábært starf sem að þarna fer fram. 11 deildir innan félagsins, misstórar en allar nokkuð vel virkar. Það sem að helst vantar er félagsaðstaða, en allir bíða þó spenntir eftir nýju fjölnota íþróttahúsi. Íþrótta og tómstundanefnd þakkar góða kynningu.Íþrótta og tómstundanefnd þakkar frábærar móttökur hjá félögum og hlakka til að vinna með þeim næstu árin.
2. Samstarfssamningar við íþrótta og tómstundafélög 2018-2021201804394
Lagður fram til kynningar samningur Mosfellsbæjar við Ungmennafélagið Aftureldingu sem að samþykktur var á 726. fundi bæjarstjórnar
frestað