Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. júní 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Hildur Margrétardóttir (HMa) varamaður
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ósk um end­ur­greiðslu of­greiddra gatna­gerð­ar­gjalda201804219

    Ósk um endurgreiðslu ofgreiddra gatnagerðargjalda, Engjavegur 22

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1356. fund­ar bæj­ar­ráðs að fela skipu­lags­full­trúa að vinna grein­ar­gerð um það hvort sér­stak­ar að­stæð­ur séu fyr­ir hendi í skiln­ingi 1. mgr. 6. gr. laga nr. 153/2006 um gatna­gerð­ar­gjald og 6. gr. sam­þykkt­ar um gatna­gerð­ar­gjald á deili­skipu­lögð­um svæð­um í Mos­fells­bæ með hlið­sjón af deili­skipu­lagi á svæð­inu og fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði.

  • 2. Frum­varp til laga um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga201805362

    Frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga - umsögn óskast fyrir 7. júní

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1356. fund­ar bæj­ar­ráðs að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að rita um­sögn um frum­varp­ið.

  • 3. Sam­starfs­samn­ing­ar við íþrótta og tóm­stunda­fé­lög 2018-2021201804394

    Íþrótta- og tómstundanefnd vísar til bæjarráðs tillögum nefndarinnar um styrki til íþrótta- og tómstundafélaga árið 2018-2021.

    Bók­un áheyrn­ar­full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar: Nið­ur­staða íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar­inn­ar um sam­starfs­samn­inga Mos­fells­bæj­ar við íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög bæj­ar­ins eru byggð­ar á ófull­nægj­andi upp­lýs­ing­um um gerð samn­ings­draga sem kynnt voru fyr­ir nefnd­inni. Lagt er til að far­ið ver­ið yfir alla samn­inga á ný og þeir reikn­að­ir til fulls, öll gögn og all­ir styrk­ir sem fé­lög­in fá á einn eða ann­an hátt séu inni í samn­ing­un­um og séu sýni­leg.
    Á formanna­fundi Aft­ur­eld­ing­ar þann 17. maí sl. var sam­starf­samn­ingi við Mos­fells­bæ hafn­að. Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur til að samn­inga­við­ræð­ur við Aft­ur­eld­ingu hefj­ist hið fyrsta.
    Þar sem all­ir samn­ing­ar við íþrótta- og tóm­stunda­fé­laga bæj­ar­ins eru byggð­ir á samn­ingi Aft­ur­eld­ing­ar legg­ur Íbúa­hreyf­ing­in til að þeim verði frestað.

    Til­laga áheyrn­ar­full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar: Lagt er til að far­ið verði yfir alla samn­inga á ný og þeir reikn­að­ir til fulls, öll gögn og all­ir styrk­ir sem fé­lög­in fái á einn eða ann­an hátt verði inni í samn­ings­drög­um og séu sýni­leg. Þá hefj­ist samn­inga­við­ræð­ur við Aft­ur­eld­ingu hið fyrsta öðr­um samn­ing­um við íþrótta- og tóm­stunda­fé­laga bæj­ar­ins verði frestað. Til­lag­an er felld með 2 at­kvæð­um á 1356. fundi bæj­ar­ráðs 1 full­trúi sit­ur hjá.

    1356. fund­ur bæj­ar­ráðs sam­þykk­ir með 3 at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að und­ir­rita samn­inga á grund­velli fyr­ir­liggj­andi samn­ings­draga við þau íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög sem hafa lýst yfir vilja til und­ir­rit­un­ar þeirra.

    Gestir
    • Linda Udengård, Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar
    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:35