7. júní 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Hildur Margrétardóttir (HMa) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk um endurgreiðslu ofgreiddra gatnagerðargjalda201804219
Ósk um endurgreiðslu ofgreiddra gatnagerðargjalda, Engjavegur 22
Samþykkt með 3 atkvæðum 1356. fundar bæjarráðs að fela skipulagsfulltrúa að vinna greinargerð um það hvort sérstakar aðstæður séu fyrir hendi í skilningi 1. mgr. 6. gr. laga nr. 153/2006 um gatnagerðargjald og 6. gr. samþykktar um gatnagerðargjald á deiliskipulögðum svæðum í Mosfellsbæ með hliðsjón af deiliskipulagi á svæðinu og fyrirliggjandi minnisblaði.
2. Frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga201805362
Frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga - umsögn óskast fyrir 7. júní
Samþykkt með 3 atkvæðum 1356. fundar bæjarráðs að fela lögmanni Mosfellsbæjar að rita umsögn um frumvarpið.
3. Samstarfssamningar við íþrótta og tómstundafélög 2018-2021201804394
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar til bæjarráðs tillögum nefndarinnar um styrki til íþrótta- og tómstundafélaga árið 2018-2021.
Bókun áheyrnarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar: Niðurstaða íþrótta- og tómstundanefndarinnar um samstarfssamninga Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög bæjarins eru byggðar á ófullnægjandi upplýsingum um gerð samningsdraga sem kynnt voru fyrir nefndinni. Lagt er til að farið verið yfir alla samninga á ný og þeir reiknaðir til fulls, öll gögn og allir styrkir sem félögin fá á einn eða annan hátt séu inni í samningunum og séu sýnileg.
Á formannafundi Aftureldingar þann 17. maí sl. var samstarfsamningi við Mosfellsbæ hafnað. Íbúahreyfingin leggur til að samningaviðræður við Aftureldingu hefjist hið fyrsta.
Þar sem allir samningar við íþrótta- og tómstundafélaga bæjarins eru byggðir á samningi Aftureldingar leggur Íbúahreyfingin til að þeim verði frestað.Tillaga áheyrnarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar: Lagt er til að farið verði yfir alla samninga á ný og þeir reiknaðir til fulls, öll gögn og allir styrkir sem félögin fái á einn eða annan hátt verði inni í samningsdrögum og séu sýnileg. Þá hefjist samningaviðræður við Aftureldingu hið fyrsta öðrum samningum við íþrótta- og tómstundafélaga bæjarins verði frestað. Tillagan er felld með 2 atkvæðum á 1356. fundi bæjarráðs 1 fulltrúi situr hjá.
1356. fundur bæjarráðs samþykkir með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita samninga á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga við þau íþrótta- og tómstundafélög sem hafa lýst yfir vilja til undirritunar þeirra.
Gestir
- Linda Udengård, Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar