Mál númer 201710100
- 11. júlí 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1406
Skýrsla um móttöku flóttafólks frá Úganda
Afgreiðsla 283. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1406. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 26. júní 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #742
Skýrsla um móttöku flóttafólks frá Úganda
Afgreiðsla 283. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 742. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum
- 26. júní 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #742
Lokaskýrsla vegna móttöku flóttafólks frá Uganda sbr. bréf velferðarráðuneytisins dags. 9. október 2017
Afgreiðsla 1403. fundar bæjarráðs samþykkt á 742. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. júní 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1403
Lokaskýrsla vegna móttöku flóttafólks frá Uganda sbr. bréf velferðarráðuneytisins dags. 9. október 2017
Lokaskýrsla vegna móttöku flóttafólks frá Uganda lögð fram. Framkvæmdastjóri Fjölskyldusviðs kynnir skýrsluna. Bæjarráð lýsir yfir ánægju með góða reynslu og árangur af mótttöku flóttamanna í Mosfellsbæ. Verkefnið hefur gengið mjög vel og eru starfsfólki fjölskyldusviðs færðar þakkir fyrir vel unnin störf.
Skýrsla um verkefnið verður lögð fyrir næsta bæjarráðasfund. - 19. júní 2019
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #283
Skýrsla um móttöku flóttafólks frá Úganda
Skýrsla verkefnisins um móttöku flóttafólks er lögð fram til kynningar og umfjöllunar. Fjölskyldunefnd vill þakka starfsfólki Mosfellsbæjar og sjálfboðaliðum sem komu að verkefninu fyrir einstaklega vel unnin störf. Það er sérstaklega ánægjulegt að tekist hafi að halda fjárhagsáætlun og verkefnið var innan þess fjárframlags sem ríkið lagði til þess.
- 7. mars 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #712
Samningur Mosfellsbæjar og velferðarráðuneytisins um móttöku flóttafólks.
Afgreiðsla 1344. fundar bæjarráðs samþykkt á 712. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. mars 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1344
Samningur Mosfellsbæjar og velferðarráðuneytisins um móttöku flóttafólks.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarstjóra verði heimilið að undirrita samning Mosfellsbæjar og velferðarráðuneytisins um móttöku 10 einstaklinga, flóttafólks frá Úganda, í samræmi við framlögð gögn.
Jafnframt var samþykkt að bæjarráð tilnefndi tvo fulltrúa bæjarfélagsins í samráðshóp vegna móttöku flóttafólksins. Fulltrúar bæjarfélagsins verði framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og verkefnastjóri vegna móttöku flóttafólks. Staðgengill framkvæmdastjóra verði deildarstjóri barnaverndar- og ráðgjafardeildar.
- 21. febrúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #711
Erindi á dagsrká að beiðni fulltrúa M-lista.
Afgreiðsla 1342. fundar bæjarráðs samþykkt á 711. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. febrúar 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1342
Erindi á dagsrká að beiðni fulltrúa M-lista.
Ásgeir Sigurgestsson (ÁS), verkefnastjóri gæða og þróunar, mætti á fundinn undir þessum lið.
Staða vinnu við verkefnið var kynnt.
Anna Sigríður Guðnadóttur vék af fundi kl. 8:20.
- 24. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #709
Minnisblað vegna móttöku flóttafólks
- 24. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #709
Minnisblað vegna móttöku flóttafólks
Afgreiðsla 264. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 709. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. janúar 2018
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #264
Minnisblað vegna móttöku flóttafólks
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs greinir fyrir stöðu mála.
- 10. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #708
Minnisblað vegna móttöku flóttafólks.
Afgreiðsla 1335. fundar bæjarráðs samþykkt á 708. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. desember 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1335
Minnisblað vegna móttöku flóttafólks.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ganga til samninga við velferðarráðuneytið um gerð samnings um móttöku flóttamanna í samræmi við erindi ráðuneytisins 9. október 2017. Þá er framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs heimilað að annast ráðningu verkefnastjóra fyrir verkefnið og auglýsa eftir íbúðum til leigu fyrir flóttafólkið.
- 18. október 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #703
Bréf ráðuneytisins lagt fram.
Afgreiðsla 1325. fundar bæjarráðs samþykkt á 703. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 12. október 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1325
Bréf ráðuneytisins lagt fram.
Mosfellsbær hefur áður lýst yfir vilja sínum til að taka á móti flóttamönnum og er því jákvæður gagnvart erindinu. Í ljósi þess er erindinu vísað til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Í því felst m.a. að ræða við velferðarráðuneytið og undirbúa samning um verkefnið.