20. júní 2019 kl. ,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) 3. varabæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tjóna- og slysahætta af starfsrækslu golfvallar í Mosfellsdal201906038
Frestað frá síðasta fundi: Tjóna- og slysahætta af starfsrækslu golfvallar í Mosfellsdal
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra Umhverfissviðs.
2. Hamrabrekkur 5 - umsagnarbeiðni um rekstur gististaðar201809109
Frestað frá síðasta fundi: Beiðni um umsögn um umsókn um leyfi fyrir rekstri gististaðar í Flokki II í frístundabyggð.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu byggingarfulltrúa.
3. Hófleg gjaldtaka af nagladekkjum201906055
Frestað frá síðasta fundi: Bréf til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um hóflega gjaldtöku af nagladekkjum.
Lagt fram.
4. Áfangastaðaáætlun Höfuðborgarsvæðisins - Visitreykjavik201906154
Frestað frá síðasta fundi: Drög að samantek og aðgerðaáætlun áfangastaðaráætlunar Höfuðborgarsvæðisins. Óskað er eftir athugasemdum varðandi drögin.
Samþykkt með 3 atkvæðum að visa erindinu til umsagnar og afgreiðslu Menningar- og Nýsköpunarnefndar.
5. Lög um rafrettur201906134
Frestað frá síðasta fundi: Ný lög um rafrettur Lögð fram til kynningar.
Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af því hversu sýnilegar rafrettur eru hjá söluaðilum í Mosfellsbæ. Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að beina tilmælum til söluaðila rafretta að virða ákvæði laga nr. 87/2018 um aldurstakmörk, sýnileika og merkingar vörunnar.
6. Ósk velferðarráðuneytisins um að Mosfellsbær taki á móti flóttamönnum201710100
Lokaskýrsla vegna móttöku flóttafólks frá Uganda sbr. bréf velferðarráðuneytisins dags. 9. október 2017
Lokaskýrsla vegna móttöku flóttafólks frá Uganda lögð fram. Framkvæmdastjóri Fjölskyldusviðs kynnir skýrsluna. Bæjarráð lýsir yfir ánægju með góða reynslu og árangur af mótttöku flóttamanna í Mosfellsbæ. Verkefnið hefur gengið mjög vel og eru starfsfólki fjölskyldusviðs færðar þakkir fyrir vel unnin störf.
Skýrsla um verkefnið verður lögð fyrir næsta bæjarráðasfund.7. Ósk félagsmálaráðuneytisins um móttöku flóttafólks árið 2019201905018
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra Fjölskyldusviðs að ganga til samninga við félagsmálaráðuneytið um móttöku Mosfellsbæjar á flóttafólki í samræmi við beiðni ráðuneytisins. Endanlegur samningur verði lagður fyrir bæjarráð til samþykktar.
8. Boðun aukalandsþing sambandsins 2019201906212
Boðun aukalandsþings sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram.