12. október 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Hildur Margrétardóttir (HMa) 2. varabæjarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Alþingiskosningar 2017201709319
Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram fara 28. október nk. lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagða kjörskrá vegna komandi Alþingiskosninga 28. október nk. Jafnframt er bæjarstjóra, og lögmanni bæjarins í hans fjarveru, veitt fullnaðarumboð til að fjalla um athugasemdir, úrskurða um og gera breytingar á kjörskránni eftir atvikum fram að kjördegi.
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021201705191
Íbúaspá kynnt.
Lagt fram.
3. Ósk velferðarráðuneytisins um að Mosfellsbær taki á móti flóttamönnum201710100
Bréf ráðuneytisins lagt fram.
Mosfellsbær hefur áður lýst yfir vilja sínum til að taka á móti flóttamönnum og er því jákvæður gagnvart erindinu. Í ljósi þess er erindinu vísað til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Í því felst m.a. að ræða við velferðarráðuneytið og undirbúa samning um verkefnið.