Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. febrúar 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ósk um að af­staða verði tekin til for­kaups­rétt­ar201802027

    Ósk um að afstaða verði tekin til nýtingu forkaupsréttar vegna sumarbústaðalands. Málinu var frestað á síðasta fundi.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að falla frá for­kaups­rétti á lóð við Óskot við Langa­vatn, landnr. 125390.

  • 2. Ósk um ein­falda ábyrgð vegna lán­töku Strætó bs.201802012

    Ósk um einfalda ábyrgð vegna lántöku Strætó bs.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um á 1342. fundi 15. fe­brú­ar 2018 að veita ein­falda ábyrgð vegna lán­töku Strætó bs. hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga að fjár­hæð 1.000.000.000 kr. til allt 38 ára, í sam­ræmi við lánstil­boð frá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga ohf. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heim­ild í 2. mgr. 69. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagn­vart kröfu­hafa, en inn­byrð­is skipt­ist hún í hlut­falli við eign­ar­hluti í Strætó bs. Mos­fells­bær veit­ir lána­sjóðn­um veð í tekj­um sín­um til trygg­ing­ar þeirri ábyrgð, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgð­in tek­ur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostn­að­ar sem hlýst af van­skil­um. Er lán­ið tek­ið til upp­gjörs til Brú­ar líf­eyr­is­sjóðs vegna líf­eyr­is­skuld­bind­inga, sbr. 3. gr. laga um stofn­un op­in­bers hluta­fé­lags um Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga nr. 150/2006.
    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar skuld­bind­ur hér með sveit­ar­fé­lag­ið sem eig­anda Strætó bs. til að breyta ekki ákvæði sam­þykkta Strætó bs., sem legg­ur höml­ur á eign­ar­hald að fé­lag­inu að því leyti að fé­lag­ið megi ekki fara að neinu leyti til einka­að­ila.
    Fari svo að Mos­fells­bær selji eign­ar­hlut í Strætó bs. til ann­arra op­in­berra að­ila, skuld­bind­ur Mos­fells­bær sig til að sjá til þess að jafn­framt yf­ir­taki nýr eig­andi ábyrgð á lán­inu að sín­um hluta.
    Jafn­framt er Har­aldi Sverris­syni, bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar kt. 141261-7119, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess að stað­festa f.h. Mos­fells­bæj­ar veit­ingu of­an­greindr­ar ábyrgð­ar með árit­un á láns­samn­ing­inn.

  • 3. Könn­un á þörf fyr­ir þrífasa raf­magn - skila­frest­ur 1. apríl201802096

    Könnun á þörf fyrir þrífasa rafmagn.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði úr­vinnslu máls­ins.

  • 4. Breyt­ing á A deild Brú­ar líf­eyr­is­sjóðs v breyt­inga á lög­um um Líf­eyr­is­sjóð starfs­manna rík­is­ins nr. 1/1997201704234

    Samkomulag um uppgjör við Brú lífeyrissjóð lagt fram.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um upp­fært sam­komulag um upp­gjör við Brú líf­eyr­is­sjóð starfs­manna sveit­ar­fé­laga um greiðslu á kr. 194.949.230 vegna jafn­væg­is­sjóðs, kr. 752.004.378 vegna líf­eyris­auka­sjóðs og kr. 80.902.885 vegna var­úð­ar­sjóðs sem greitt verð­ur með fram­lögðu skulda­bréfi við líf­eyr­is­sjóð­inn.

    Jafn­framt er Har­aldi Sverris­syni, bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar kt. 141261-7119, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess að skrifa und­ir sam­komu­lag­ið og önn­ur tengd gögn eft­ir því sem þörf er á.

    • 5. Sam­göngustyrk­ur201802021

      Reglur um samgöngustyrki til starfsmanna lagðar fyrir til samþykktar. Málinu var frestað á síðasta fundi.

      Fram­lagð­ar regl­ur um sam­göngustyrki til starfs­manna sam­þykkt­ar með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 6. Ósk vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins um að Mos­fells­bær taki á móti flótta­mönn­um201710100

        Erindi á dagsrká að beiðni fulltrúa M-lista.

        Ás­geir Sig­ur­gests­son (ÁS), verk­efna­stjóri gæða og þró­un­ar, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið.

        Staða vinnu við verk­efn­ið var kynnt.

        Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ur vék af fundi kl. 8:20.

        • 7. Skýrsla skíða­svæð­anna - Stefnu­mót­um um upp­bygg­ingu og fram­tíð­ar­sýn201802125

          Kynningargögn v. stjórnarfundar SSH lögð fram til kynningar. Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna kemur og kynnir málið.

          Magnús Árna­son, fram­kvæmda­stjóri skíða­svæð­anna,og Eva Ein­ars­dótt­ir, formað­ur stjórn­ar sam­starfs­nefnd­ar skíða­svæða höf­uð­borg­ar­svæð­inu, mættu á fund­inn und­ir þess­um lið.

          Bæj­ar­ráð fagn­ar stefnu­mörk­un um upp­bygg­ingu á skíða­svæð­un­um og leggj­um til að fram­kvæmdapl­an verði mið­að við 6-8 ár í stað­inn fyr­ir 12.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10