15. febrúar 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk um að afstaða verði tekin til forkaupsréttar201802027
Ósk um að afstaða verði tekin til nýtingu forkaupsréttar vegna sumarbústaðalands. Málinu var frestað á síðasta fundi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að falla frá forkaupsrétti á lóð við Óskot við Langavatn, landnr. 125390.
2. Ósk um einfalda ábyrgð vegna lántöku Strætó bs.201802012
Ósk um einfalda ábyrgð vegna lántöku Strætó bs.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum á 1342. fundi 15. febrúar 2018 að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Strætó bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 1.000.000.000 kr. til allt 38 ára, í samræmi við lánstilboð frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Strætó bs. Mosfellsbær veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til uppgjörs til Brúar lífeyrissjóðs vegna lífeyrisskuldbindinga, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarráð Mosfellsbæjar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Strætó bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Strætó bs., sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Mosfellsbær selji eignarhlut í Strætó bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Mosfellsbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra Mosfellsbæjar kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Mosfellsbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.3. Könnun á þörf fyrir þrífasa rafmagn - skilafrestur 1. apríl201802096
Könnun á þörf fyrir þrífasa rafmagn.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði úrvinnslu málsins.
4. Breyting á A deild Brúar lífeyrissjóðs v breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1997201704234
Samkomulag um uppgjör við Brú lífeyrissjóð lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum uppfært samkomulag um uppgjör við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga um greiðslu á kr. 194.949.230 vegna jafnvægissjóðs, kr. 752.004.378 vegna lífeyrisaukasjóðs og kr. 80.902.885 vegna varúðarsjóðs sem greitt verður með framlögðu skuldabréfi við lífeyrissjóðinn.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra Mosfellsbæjar kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að skrifa undir samkomulagið og önnur tengd gögn eftir því sem þörf er á.
5. Samgöngustyrkur201802021
Reglur um samgöngustyrki til starfsmanna lagðar fyrir til samþykktar. Málinu var frestað á síðasta fundi.
Framlagðar reglur um samgöngustyrki til starfsmanna samþykktar með þremur atkvæðum.
6. Ósk velferðarráðuneytisins um að Mosfellsbær taki á móti flóttamönnum201710100
Erindi á dagsrká að beiðni fulltrúa M-lista.
Ásgeir Sigurgestsson (ÁS), verkefnastjóri gæða og þróunar, mætti á fundinn undir þessum lið.
Staða vinnu við verkefnið var kynnt.
Anna Sigríður Guðnadóttur vék af fundi kl. 8:20.
7. Skýrsla skíðasvæðanna - Stefnumótum um uppbyggingu og framtíðarsýn201802125
Kynningargögn v. stjórnarfundar SSH lögð fram til kynningar. Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna kemur og kynnir málið.
Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna,og Eva Einarsdóttir, formaður stjórnar samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðinu, mættu á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð fagnar stefnumörkun um uppbyggingu á skíðasvæðunum og leggjum til að framkvæmdaplan verði miðað við 6-8 ár í staðinn fyrir 12.