1. mars 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varamaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út verktakavinnu við lóðarfrágang 1.áfanga Helgafellsskóla
Tillaga umhverfissviðs um heimild til að bjóða út verktakavinnu við lóðafrágang 1. áfanga Helgafellsskóla samþykkt með þremur atkvæðum.
2. Ósk velferðarráðuneytisins um að Mosfellsbær taki á móti flóttamönnum201710100
Samningur Mosfellsbæjar og velferðarráðuneytisins um móttöku flóttafólks.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarstjóra verði heimilið að undirrita samning Mosfellsbæjar og velferðarráðuneytisins um móttöku 10 einstaklinga, flóttafólks frá Úganda, í samræmi við framlögð gögn.
Jafnframt var samþykkt að bæjarráð tilnefndi tvo fulltrúa bæjarfélagsins í samráðshóp vegna móttöku flóttafólksins. Fulltrúar bæjarfélagsins verði framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og verkefnastjóri vegna móttöku flóttafólks. Staðgengill framkvæmdastjóra verði deildarstjóri barnaverndar- og ráðgjafardeildar.
3. Göngustígur og leiksvæði við Byggðarholt 1-3 og Brattholt 2-6201802269
Göngustígar og leiksvæði við Byggðarholt 1-3 og Brattholt 2-6 - ósk íbúa að bærinn taki yfir þessi svæði og einnig skiptingu á sameign eignanna
Samþykkkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar hjá umhverfissviði.
4. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi byggingu reiðhallar200810056
Hestamannafélagið Hörður leitar eftir styrk frá Mosfellsbæ að upphæð 5 milljónum kr til þess að, bæði bjarga reiðhölinni frá skemmdum, sem og að ljúka afar nauðsynlegum verkþáttum.
Samþykkkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar hjá fræðslu og frístundasviði.
5. Úthlutunarskilmálar. Lóðir við Fossatungu og Kvíslatungu201802292
Úthlutunarskilmálar lóða við Fossatungu og Kvíslatungu samþykktir með þremur atkvæðum.
6. Stefna Mosfellsbæjar um forvarnir gegn einelti, áreitni og vanlíðan á vinnustað.201712169
Endurskoðað verklagsferli við einelti og áreitni.
Tillaga að viðbótarköflum sem fjalla um kynferðislega áreitni og kynbundna áreitni í stefnu Mosfellsbæjar um forvarnir gegn einelti, áreitni og vanlíðan á vinnustað samþykkt með þremur atkvæðum. Jafnframt samþykkt að árlega verði bæjarráð upplýst um mál þessu tengd.