Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. mars 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varamaður
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
 • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Helga­fells­skóli, Ný­fram­kvæmd201503558

  Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út verktakavinnu við lóðarfrágang 1.áfanga Helgafellsskóla

  Til­laga um­hverf­is­sviðs um heim­ild til að bjóða út verk­taka­vinnu við lóða­frág­ang 1. áfanga Helga­fells­skóla sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

 • 2. Ósk vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins um að Mos­fells­bær taki á móti flótta­mönn­um201710100

  Samningur Mosfellsbæjar og velferðarráðuneytisins um móttöku flóttafólks.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­stjóra verði heim­il­ið að und­ir­rita samn­ing Mos­fells­bæj­ar og vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins um mót­töku 10 ein­stak­linga, flótta­fólks frá Úg­anda, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

  Jafn­framt var sam­þykkt að bæj­ar­ráð til­nefndi tvo full­trúa bæj­ar­fé­lags­ins í sam­ráðs­hóp vegna mót­töku flótta­fólks­ins. Full­trú­ar bæj­ar­fé­lags­ins verði fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs og verk­efna­stjóri vegna mót­töku flótta­fólks. Stað­gengill fram­kvæmda­stjóra verði deild­ar­stjóri barna­vernd­ar- og ráð­gjaf­ar­deild­ar.

  • 3. Göngu­stíg­ur og leik­svæði við Byggð­ar­holt 1-3 og Bratt­holt 2-6201802269

   Göngustígar og leiksvæði við Byggðarholt 1-3 og Brattholt 2-6 - ósk íbúa að bærinn taki yfir þessi svæði og einnig skiptingu á sameign eignanna

   Sam­þykkkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar hjá um­hverf­is­sviði.

  • 4. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar varð­andi bygg­ingu reið­hall­ar200810056

   Hestamannafélagið Hörður leitar eftir styrk frá Mosfellsbæ að upphæð 5 milljónum kr til þess að, bæði bjarga reiðhölinni frá skemmdum, sem og að ljúka afar nauðsynlegum verkþáttum.

   Sam­þykkkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar hjá fræðslu og frí­stunda­sviði.

  • 5. Út­hlut­un­ar­skil­mál­ar. Lóð­ir við Fossa­tungu og Kvísl­a­tungu201802292

   Út­hlut­un­ar­skil­mál­ar lóða við Fossa­tungu og Kvísl­a­tungu sam­þykkt­ir með þrem­ur at­kvæð­um.

  • 6. Stefna Mos­fells­bæj­ar um for­varn­ir gegn einelti, áreitni og van­líð­an á vinnustað.201712169

   Endurskoðað verklagsferli við einelti og áreitni.

   Til­laga að við­bót­ar­köfl­um sem fjalla um kyn­ferð­is­lega áreitni og kyn­bundna áreitni í stefnu Mos­fells­bæj­ar um for­varn­ir gegn einelti, áreitni og van­líð­an á vinnustað sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um. Jafn­framt sam­þykkt að ár­lega verði bæj­ar­ráð upp­lýst um mál þessu tengd.

  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30