23. mars 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Hafsteinn Pálsson (HP) varamaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varamaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsögn um tillögu til þingsályktunar til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum.201603301
Óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum.
Bæjarráð er jákvætt fyrir því að umhverfis- og auðlindaráðherra verði falið að móta “stefnu í þeim tilgangi að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum og upplýsa neytendur um tilvist skaðlegra efna og áhrif þeirra á heilsu og umhverfi manna."
2. Erindi Vinnuafls, ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda201504084
Drög að samkomulagi vegna lóðamála við Reykjahvol 11 lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ganga til samninga við Vinnuafl og Eggert Arason á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.
3. Ósk um stofnun lögbýlis í Miðdal II, lnr. 199723201603321
Ósk um stofnun lögbýlis í Miðdal II, lnr. 199723.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
4. Ósk um skipulagningu lóðar í landi Sólheima við Hólmsheiði201603323
Ósk um skipulagningu lóðar í landi Sólheima við Hólmsheiði.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar og bæjarstjóra til frekari skoðunar.
5. Reglur um launalaus leyfi201603227
Lögð fram drög að reglum um launalaus leyfi.
Reglur og verklag um launalaus leyfi samþykkt með þremur atkvæðum.
6. Hjúkrunarheimili nýbygging201101392
Dómur vegna ágreinigs um greiðslur úr verktryggingu vegna byggingar hjúkrunarheimilis lagður fram til kynningar.
Lagt fram.
7. Brúarland201505273
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að bjóða út utanhúsframkvæmdir á lóð við skólabyggingu á Brúarlandi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út utanhússframkvæmdir á lóð við skólabyggingu að Brúarlandi.
8. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi byggingu reiðhallar200810056
Hestamannafélagið Hörður óskar eftir þátttöku Mosfellsbæjar í að greiða kostnað vegna byggingu reiðhallar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.
9. Helgafellsskóli201503558
Minnisblað með upplýsingum um þau teymi sem skiluðu tillögum vegna Helgafellskóla lagt fram til upplýsingar.
Lagt fram.