Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. maí 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ósk um skipu­lagn­ingu lóð­ar í landi Sól­heima við Hólms­heiði201603323

    Lögð fram umsögn skipulagsnefndar, sem bæjarráð óskaði eftir.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra og skipu­lags­full­trúa að vinna áfram að mál­inu.

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur af og frá að gagna­ver verði stað­sett við vatns­vernd­ar­svæði í landi Sól­heima við Hólms­heiði. Sjón­ræn áhrif gagn­vers­ins eru lík­leg til að vera mik­il en svæð­ið í heild er dýr­mæt nátt­úruperla og fel­ur í sér vin­sæl­ustu úti­vist­ar­svæði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins Heið­mörk, Rauð­hóla, Ell­iða­vatn og lengra í burtu Bláfjalla­hring­ur­inn o.s.frv.
    Íbúa­hreyf­ing­in er hlynnt gagna­veri í Mos­fells­bæ en hvet­ur meiri­hluta D- og V-lista til að finna gagna­ver­inu bygg­ing­ar­reit sem ekki hef­ur of­an­greind um­hverf­isáhrif.

    Bók­un V- og D- lista
    Full­trú­ar V- og D- lista eru já­kvæð­ir fyr­ir bygg­ingu gagna­vers í Mos­fells­bæ. Stað­setn­ing slík­ar starf­semi hef­ur marga kosti við Hólms­heiði. Um er að ræða ör­ygg­is­svæði vatns­vernd­ar sem heim­il­ar bygg­ing­ar með ákveðn­um skil­yrð­um. Einn­ig er rétt að benda á að um­rætt svæði er ná­lægt skipu­lögðu iðn­að­ar­svæði Reykja­vík­ur. Stað­setn­ing­in er í tölu­verðri fjar­lægð frá Heið­mörk og fleiri nátt­úruperl­um og hef­ur ekki áhrif á þau svæði.

  • 2. Loka­skýrsla starfs­hóps Sam­bands­ins um stefnu­mót­un í úr­gangs­mál­um201604063

    Lögð fram til kynningar lokaskýrsla starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun í úrgangsmálum.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda er­ind­ið til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs og verði um­sögn­in send bæj­ar­ráði og um­hverf­is­nefnd.

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar fagn­ar loka­skýrslu starfs­hóps Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga en hef­ur efa­semd­ir um að ábyrgð­ar­hlut­verk sveit­ar­fé­laga skuli ekki eiga að ná til úr­gangs frá rekstr­ar­að­il­um, ein­ung­is heim­il­isúr­gangs. Um þetta er fjallað í 2. kafla um úr­bæt­ur á lög­gjöf í loka­skýrslu Sam­bands­ins um stefnu­mót­un í úr­gangs­mál­um.
    Vegna smæð­ar sinn­ar hafa sveit­ar­fé­lög á Ís­landi ein­stakt tæki­færi til að ná til rekstarað­ila og stuðla að því að þeir dragi úr úr­gangs­mynd­un og til­einki sér vist­vænni starfs­hætti við með­höndl­un á úr­gangi. Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur að það tæki­færi þurfi að nýta enda í anda Stað­ar­dag­skrár að "hugsa á heimsvísu og koma hlut­un­um í verk í heima­byggð."

  • 3. Um­sögn um frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um Vatna­jök­uls­þjóð­garð201605076

    Óskað umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð.

    Lagt fram.

  • 4. Um­sögn um frum­varp til laga um með­höndl­un úr­gangs og ráð­staf­an­ir gegn um­hverf­is­meng­un af völd­um einnota um­búða fyr­ir drykkjar­vör­ur201605078

    Óskað umsagnar um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­sviðs og um­sögn­in send um­hverf­is­nefnd og bæj­ar­ráði.

  • 5. Desja­mýri 10/Um­sókn um lóð201605084

    Umsókn KG ehf. um lóð að Desjamýri 10.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ræða við um­sækj­end­ur.

  • 6. Lög­reglu­sam­þykkt fyr­ir Mos­fells­bæ201604031

    Bæjarráð ákvað á fundi sínum 7. apríl sl. að afgreiða drög að nýrri lögreglusamþykkt síðar. Drögin er nú lögð aftur fyrir óbreytt að því undanskildu að 5. mgr. 18. gr. hefur verið breytt lítilsháttar.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa drög­um að lög­reglu­sam­þykkt til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar, um­hverf­is­nefnd­ar, fræðslu­nefnd­ar og fjöl­skyldu­nefnd­ar og til ung­menna­ráðs til kynn­ing­ar.

  • 7. Skil­mál­ar í út­boðs­gögn­um Mos­fells­bæj­ar201605067

    Óskað hefur verið eftir umræðu um ákvæði útboðsskilmála Mosfellsbæjar.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs og lög­manns.

    • 8. Ósk um heim­ild til efnis­töku í Selja­dals­námu201512389

      Umbeðin umsögn til bæjarráðs vegna beiðni Malbikunarstöðvarinnar Höfða um leyfi til vinnslu efnis í Seljadalsnámu næstu tvö árin.

      Jó­hanna B. Han­sen (JBH), fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að hefja við­ræð­ur við Mal­bik­un­ar­stöð­ina Höfða um frá­g­ang Selja­dals­námu í sam­ræmi við ákvæði eldri samn­ings.

    • 9. Skála­hlíð 32 - Er­indi vegna bygg­ing­ar­rétt­ar­gjalds201601306

      Erindi vegna byggingarréttargjalds. Lögmaður fer yfir málið.

      Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri, vík­ur af fundi und­ir þess­um lið vegna van­hæf­is.

      Frestað.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:29