12. maí 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk um skipulagningu lóðar í landi Sólheima við Hólmsheiði201603323
Lögð fram umsögn skipulagsnefndar, sem bæjarráð óskaði eftir.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur af og frá að gagnaver verði staðsett við vatnsverndarsvæði í landi Sólheima við Hólmsheiði. Sjónræn áhrif gagnversins eru líkleg til að vera mikil en svæðið í heild er dýrmæt náttúruperla og felur í sér vinsælustu útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins Heiðmörk, Rauðhóla, Elliðavatn og lengra í burtu Bláfjallahringurinn o.s.frv.
Íbúahreyfingin er hlynnt gagnaveri í Mosfellsbæ en hvetur meirihluta D- og V-lista til að finna gagnaverinu byggingarreit sem ekki hefur ofangreind umhverfisáhrif.Bókun V- og D- lista
Fulltrúar V- og D- lista eru jákvæðir fyrir byggingu gagnavers í Mosfellsbæ. Staðsetning slíkar starfsemi hefur marga kosti við Hólmsheiði. Um er að ræða öryggissvæði vatnsverndar sem heimilar byggingar með ákveðnum skilyrðum. Einnig er rétt að benda á að umrætt svæði er nálægt skipulögðu iðnaðarsvæði Reykjavíkur. Staðsetningin er í töluverðri fjarlægð frá Heiðmörk og fleiri náttúruperlum og hefur ekki áhrif á þau svæði.2. Lokaskýrsla starfshóps Sambandsins um stefnumótun í úrgangsmálum201604063
Lögð fram til kynningar lokaskýrsla starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun í úrgangsmálum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og verði umsögnin send bæjarráði og umhverfisnefnd.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar fagnar lokaskýrslu starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga en hefur efasemdir um að ábyrgðarhlutverk sveitarfélaga skuli ekki eiga að ná til úrgangs frá rekstraraðilum, einungis heimilisúrgangs. Um þetta er fjallað í 2. kafla um úrbætur á löggjöf í lokaskýrslu Sambandsins um stefnumótun í úrgangsmálum.
Vegna smæðar sinnar hafa sveitarfélög á Íslandi einstakt tækifæri til að ná til rekstaraðila og stuðla að því að þeir dragi úr úrgangsmyndun og tileinki sér vistvænni starfshætti við meðhöndlun á úrgangi. Íbúahreyfingin telur að það tækifæri þurfi að nýta enda í anda Staðardagskrár að "hugsa á heimsvísu og koma hlutunum í verk í heimabyggð."3. Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð201605076
Óskað umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð.
Lagt fram.
4. Umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur201605078
Óskað umsagnar um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfissviðs og umsögnin send umhverfisnefnd og bæjarráði.
5. Desjamýri 10/Umsókn um lóð201605084
Umsókn KG ehf. um lóð að Desjamýri 10.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við umsækjendur.
6. Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ201604031
Bæjarráð ákvað á fundi sínum 7. apríl sl. að afgreiða drög að nýrri lögreglusamþykkt síðar. Drögin er nú lögð aftur fyrir óbreytt að því undanskildu að 5. mgr. 18. gr. hefur verið breytt lítilsháttar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa drögum að lögreglusamþykkt til umsagnar skipulagsnefndar, umhverfisnefndar, fræðslunefndar og fjölskyldunefndar og til ungmennaráðs til kynningar.
7. Skilmálar í útboðsgögnum Mosfellsbæjar201605067
Óskað hefur verið eftir umræðu um ákvæði útboðsskilmála Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og lögmanns.
8. Ósk um heimild til efnistöku í Seljadalsnámu201512389
Umbeðin umsögn til bæjarráðs vegna beiðni Malbikunarstöðvarinnar Höfða um leyfi til vinnslu efnis í Seljadalsnámu næstu tvö árin.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að hefja viðræður við Malbikunarstöðina Höfða um frágang Seljadalsnámu í samræmi við ákvæði eldri samnings.
9. Skálahlíð 32 - Erindi vegna byggingarréttargjalds201601306
Erindi vegna byggingarréttargjalds. Lögmaður fer yfir málið.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, víkur af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.
Frestað.