Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. janúar 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varamaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hjól­reiða­stíg­ur í mið­bæ201304311

    Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda í verkinu.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Gleipni verktaka ehf.

    • 2. Er­indi Snorra­verk­efn­is­ins varð­andi stuðn­ing sum­ar­ið 2014201311079

      Erindi Snorraverkefnisins þar sem óskað er eftir stuðningi að upphæð kr. 100 þúsund sumarið 2014.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja beiðni um stuðn­ing.

      • 3. Er­indi Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins varð­andi verklok þjón­ustu vegna sjúkra­flutn­inga201310270

        Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi boðuð verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga og ósk Velferðarráðuneytisins að stjórn SHS komi að gerð nýs samnings. Tillaga að ályktun bæjarráðs fylgir með.

        Svohljóð­andi álykt­un varð­andi sjúkra­flutn­inga var sam­þykkt sam­hljóða.

        Álykt­un bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar vegna sjúkra­flutn­inga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar lýs­ir full­um stuðn­ingi við stjórn Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og stað­fest­ir um­boð henn­ar í þeirri erf­iðu vinnu sem far­ið hef­ur fram óslit­ið frá því í októ­ber 2011 vegna end­ur­nýj­un­ar á samn­ingi á sjúkra­flutn­ing­um SHS. Sam­legðaráhrif sjúkra­flutn­inga og slökkvi­liðs eru ótví­ræð auk þess sem fyr­ir­sjá­an­leg fækk­un slökkvi­liðs- og sjúkra­flutn­inga­manna í SHS vegna að­skiln­að­ar sjúkra­flutn­inga frá slökkvi­liði mun skerða ör­yggi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
        Skorað er á rík­is­stjórn Ís­lands að standa við inni­hald þess sam­komu­lags­grund­vall­ar sem gerð­ur var milli að­ila í fe­brú­ar 2013. Samn­ing­ur á grund­velli sam­komu­lags­ins ligg­ur fyr­ir, en hef­ur hvorki ver­ið und­ir­rit­að­ur né hef­ur rík­ið greitt fyr­ir þjón­ust­una í sam­ræmi við kostn­að­ar­mat sem hon­um lá til grund­vall­ar og unn­ið var af óháð­um að­ila. Á með­an svo er nið­ur­greiða sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sjúkra­flutn­inga en taka skal fram að sjúkra­flutn­ing­ar eru á verk­sviði rík­is­ins sam­kvæmt lög­um.
        Bæj­ar­ráð­ið lýs­ir von­brigð­um sín­um vegna skiln­ings­leys­is heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins á því að rík­ið þurfi að greiða þann kostn­að sem rík­inu ber og hef­ur nú leitt til þess að stjórn SHS hef­ur þurft að grípa til þess neyð­ar­úr­ræð­is að biðja um verklok vegna þjón­ust­unn­ar. Það neyð­ar­úr­ræði bygg­ist ekki á ein­læg­um vilja til þess að slíta sam­starfi rík­is og sveit­ar­fé­laga og skilja að sjúkra­flutn­inga og slökkvist­arf, held­ur á al­gjöru von­leysi gagn­vart stöðu mála.

        Álykt­un­in verði send ráð­herra og þing­mönn­um kjör­dæm­anna þriggja.

        • 4. Breyt­ing á deili­skipu­lagi Helga­fells­hverf­is201310334

          Á 358. fundi sínum vísaði Skipulagsnefnd kostnaðarþátttöku lóðarhafa vegna áformaðra breytinga á deiliskipulagi til umfjöllunar bæjarráðs.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra úr­vinnslu máls­ins.

          • 5. Gas­gerð­ar­stöð Sorpu í Álfs­nesi - Beiðni um um­sögn201401049

            Umsögn um framkvæmd nýrrar jarð- og gasasgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að svara Skipu­lags­stofn­un á grund­velli fram­lagðr­ar um­sagn­ar.

            • 6. Er­indi Land­græðslu rík­is­ins varð­andi styrk­beiðni upp­græðslu á Mos­fells­heiði201401160

              Umsögn umhverfissviðs um erindi Landgræðslu ríkisins varðandi 200 þúsund króna styrkbeiðni uppgræðslu á Mosfellsheiði milli Lyklafells og Hengils lögð fyrir.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að taka er­ind­ið upp í stjórn SSH.

              • 7. Form fylgiskjala á fund­argátt201401373

                Form fylgiskjala á fundargátt, umræða að ósk bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar.

                Um­ræð­ur fóru fram um form fylgiskjala og var bæj­ar­stjóra og fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs fal­ið að finna hag­kvæma lausn sem miði að því að nota PDF skjöl til birt­ing­ar á fund­argátt.

                • 8. Reykja­hvoll - gatna­gerð201312026

                  Lagt er fyrir bæjarráð minnisblað eftir opnun útboðs á gatnagerð Reykjahvols.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Hálsa­fell ehf.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30