30. janúar 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varamaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hjólreiðastígur í miðbæ201304311
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda í verkinu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Gleipni verktaka ehf.
2. Erindi Snorraverkefnisins varðandi stuðning sumarið 2014201311079
Erindi Snorraverkefnisins þar sem óskað er eftir stuðningi að upphæð kr. 100 þúsund sumarið 2014.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja beiðni um stuðning.
3. Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi verklok þjónustu vegna sjúkraflutninga201310270
Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi boðuð verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga og ósk Velferðarráðuneytisins að stjórn SHS komi að gerð nýs samnings. Tillaga að ályktun bæjarráðs fylgir með.
Svohljóðandi ályktun varðandi sjúkraflutninga var samþykkt samhljóða.
Ályktun bæjarráðs Mosfellsbæjar vegna sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir fullum stuðningi við stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og staðfestir umboð hennar í þeirri erfiðu vinnu sem farið hefur fram óslitið frá því í október 2011 vegna endurnýjunar á samningi á sjúkraflutningum SHS. Samlegðaráhrif sjúkraflutninga og slökkviliðs eru ótvíræð auk þess sem fyrirsjáanleg fækkun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í SHS vegna aðskilnaðar sjúkraflutninga frá slökkviliði mun skerða öryggi á höfuðborgarsvæðinu.
Skorað er á ríkisstjórn Íslands að standa við innihald þess samkomulagsgrundvallar sem gerður var milli aðila í febrúar 2013. Samningur á grundvelli samkomulagsins liggur fyrir, en hefur hvorki verið undirritaður né hefur ríkið greitt fyrir þjónustuna í samræmi við kostnaðarmat sem honum lá til grundvallar og unnið var af óháðum aðila. Á meðan svo er niðurgreiða sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sjúkraflutninga en taka skal fram að sjúkraflutningar eru á verksviði ríkisins samkvæmt lögum.
Bæjarráðið lýsir vonbrigðum sínum vegna skilningsleysis heilbrigðisráðuneytisins á því að ríkið þurfi að greiða þann kostnað sem ríkinu ber og hefur nú leitt til þess að stjórn SHS hefur þurft að grípa til þess neyðarúrræðis að biðja um verklok vegna þjónustunnar. Það neyðarúrræði byggist ekki á einlægum vilja til þess að slíta samstarfi ríkis og sveitarfélaga og skilja að sjúkraflutninga og slökkvistarf, heldur á algjöru vonleysi gagnvart stöðu mála.Ályktunin verði send ráðherra og þingmönnum kjördæmanna þriggja.
4. Breyting á deiliskipulagi Helgafellshverfis201310334
Á 358. fundi sínum vísaði Skipulagsnefnd kostnaðarþátttöku lóðarhafa vegna áformaðra breytinga á deiliskipulagi til umfjöllunar bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra úrvinnslu málsins.
5. Gasgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi - Beiðni um umsögn201401049
Umsögn um framkvæmd nýrrar jarð- og gasasgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara Skipulagsstofnun á grundvelli framlagðrar umsagnar.
6. Erindi Landgræðslu ríkisins varðandi styrkbeiðni uppgræðslu á Mosfellsheiði201401160
Umsögn umhverfissviðs um erindi Landgræðslu ríkisins varðandi 200 þúsund króna styrkbeiðni uppgræðslu á Mosfellsheiði milli Lyklafells og Hengils lögð fyrir.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að taka erindið upp í stjórn SSH.
7. Form fylgiskjala á fundargátt201401373
Form fylgiskjala á fundargátt, umræða að ósk bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar.
Umræður fóru fram um form fylgiskjala og var bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs falið að finna hagkvæma lausn sem miði að því að nota PDF skjöl til birtingar á fundargátt.
8. Reykjahvoll - gatnagerð201312026
Lagt er fyrir bæjarráð minnisblað eftir opnun útboðs á gatnagerð Reykjahvols.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Hálsafell ehf.