Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. janúar 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jón Sigurðsson 1. varamaður
  • Helga Kristín Auðunsdóttir 2. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Álykt­un um deili­skipu­lag í Helga­fells­hverfi201212085

    Nefndarmaður Jóhannes Eðvaldsson hefur óskað eftir umræðu um minnisblað fyrrv. formanns sem lagt var fram í desember 2012.

    Um­ræð­ur um mál­ið.

    • 2. 3 lóð­ir í Auga, ósk um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201310334

      Framhald umfjöllunar um endurskoðaða tillögu að breytingum á deiliskipulagi, sem lögð var fram á 357. fundi. Lagður fram nýr uppdráttur með nánari útfærslu.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fjór­um greidd­um at­kvæð­um að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga, með þeirri breyt­ingu að gert verði ráð fyr­ir kenni­leiti á aust­ur­enda húss næst hring­torgi. Nefnd­in legg­ur áherslu á að um­sækj­andi beri all­an kostn­að sem leið­ir af breyt­ing­um á deili­skipu­lag­inu og vís­ar þeim þætti til um­fjöll­un­ar í bæj­ar­ráði. Jafn­framt er emb­ætt­is­mönn­um fal­ið að und­ir­búa kynn­ing­ar­f­und með ná­grönn­um.
      Jó­hann­es B. Eð­varðs­son sit­ur hjá við af­greiðslu máls­ins.

      • 3. 1. - 3. áfangi Helga­fells­hverf­is, til­lög­ur Hamla 1 ehf. um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201312044

        Umræða um málið í framhaldi af kynningu á 356. fundi. Frestað á 357. fundi.

        Um­ræð­ur um mál­ið.

        • 4. Uglugata 24-30, fyr­ir­spurn um fjölg­un íbúða201401122

          Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt spyrst 9.1.2014 f.h. AGH eigna ehf. fyrir um það hvort leyft yrði að fjölga íbúðum á lóðinni um tvær, sbr. meðfylgjandi teikningu.

          Skipu­lags­nefnd fel­ur emb­ætt­is­mönn­um að koma sjón­ar­mið­um nefnd­ar­inn­ar á fram­færi við um­sækj­end­ur.

          • 5. Gerplustræti 7-11, fyr­ir­spurn um fjölg­un íbúða o.fl.201310158

            Lagðar fram teikningar frá Kollgátu arkitektastofu sem gera nánari grein fyrir fyrir áformuðum breytingum á húsgerð og fyrirkomulagi bílastæða, sbr. bókun á 357. fundi.

            Skipu­lags­nefnd er já­kvæð fyr­ir fjölg­un íbúða um tvær mið­að við sam­þykkta upp­drætti.

            • 6. Gerplustræti 13-23, fyr­ir­spurn um færslu bygg­ing­ar­reita o.fl.201401436

              H3 arkitektar f.h. Byggingarfélagsins Jarðar spyrjast fyrir um það hvort fallist yrði á að færa byggingarreiti húsanna fjær götu, færa bílastæði af lóð niður í bílageymslu og breyta innkeyrslum í bílageymslur skv. meðf. teikningum.

              Frestað.

              • 7. Leir­vogstunga, breyt­ing á deili­skipu­lagi - stækk­un til aust­urs201311089

                Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var kynnt fyrir lóðarhöfum og íbúum á fundi 7. janúar 2014, sbr. ákvörðun nefndarinnar á 355. fundi.

                Frestað.

                • 8. Mæl­ing­ar lög­reglu á um­ferð­ar­hraða í Mos­fells­bæ 2008-2013.201401020

                  Lögð fram samantekt (tafla) um mælingar lögreglunnar á umferðarhraða á ýmsum stöðum í bænum á árunum 2008-2013 og minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

                  Frestað.

                  • 9. Fyr­ir­spurn um að­stöðu fyr­ir fis­flug norð­an Hafra­vatns201401102

                    Samúel Alexandersson spyrst með tölvupósti 2. janúar 2014 fyrir um möguleika á því að koma upp aðstöðu fyrir fisflugsiðkendur á lóð úr landi Þormóðsdals undir hlíðum Hafrafells.

                    Frestað.

                    • 10. Er­indi íbúa um að Ála­foss­vegi verði breytt í botn­langa­götu201311251

                      Lagðar fram umsagnir skipulagshöfunda og umhverfissviðs, sem skipulagsnefnd óskaði eftir á 355. fundi sínum.

                      Frestað.

                      • 11. Lækj­ar­tangi í landi Mið­dals, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201310136

                        Umsókn um að rífa núverandi sumarbústað og byggja nýjan á sama stað var grenndarkynnt 19. desember 2013 með bréfi til eigenda þriggja aðliggjandi landa auk umsækjanda. Athugasemdafrestur var til 17. janúar 2014. Engin athugasemd barst.

                        Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við að bygg­inga­full­trúi af­greiði er­ind­ið þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.

                        • 12. Frí­stundalóð Innri Mið­dal (125198), ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201312149

                          Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt 19. desember 2013 með bréfi til eigenda tveggja aðliggjandi lóða auk umsækjanda. Athugasemdafrestur var til 17. janúar 2014. Engin athugasemd barst.

                          Nefnd­in sam­þykk­ir breyt­ing­una og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku henn­ar.

                          Fundargerðir til kynningar

                          • 13. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 239201401004F

                            Lögð fram fundargerð 239. afgreiðslufundar.

                            Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar á 358. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                            • 13.1. Flugu­bakki 6, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201312020

                              Super­house ehf. Gautavík 29 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að breyta inn­an­húss fyr­ir­komu­lagi, færa hlöðu­hurð, byggja sval­ir og setja svala­hurð á vest­urgafl húss­ins nr. 6 við Flugu­bakka sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                              Heild­ar­stærð­ir húss breyt­ast ekki.
                              Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki með­eig­enda í hús­inu.

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Lagt fram

                            • 13.2. Hamra­brekk­ur 23, um­sókn um stöðu­leyfi / bygg­ing­ar­leyfi 201310343

                              Bjarni Grét­ar­son Neðsta­leiti 6 Reykja­vík sæk­ir um stöðu­leyfi fyr­ir 2 x 6 metra gám á lóð­inni nr. 23 við Hamra­brekk­ur í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Jafn­framt er sótt um leyfi til að tengja raf­magn í gám­inn.

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Lagt fram

                            • 13.3. Hlíð­ar­tún 11, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201310135

                              Ás­geir Jamil All­ans­son Hlíð­ar­túni 1 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja bíl­skúr, mhl. 03 úr timbri og stein­steypu í suð­aust­ur­hluta lóð­ar­inn­ar nr. 11 við Hlíð­ar­tún.
                              Jafn­framt er sótt um leyfi fyr­ir áð­ur­byggð­um bíl­skúr úr timbri, mhl. 02.
                              Sótt er um leyfi til að breyta út­liti og inn­an­húss fyr­ir­komu­lagi íbúð­ar­húss­ins í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                              Grennd­arkynn­ing á um­sókn­inni hef­ur far­ið fram en eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.
                              Stærð íbúð­ar­húss­ins eft­ir breyt­ing­ar er 207,4 m2, 794,9 m3.
                              Stærð bíl­skúrs mhl.02 er 38,1 m2, 149,3 m3.
                              Stærð bíl­skúsr mhl.03 er 99,8 m2, 361,0 m3.

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Lagt fram

                            • 13.4. Lág­holt 6, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201310005

                              Jó­hanna Jóns­dótt­ir Lág­holti 6 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri, bíl­skúr hús­ins nr. 6 við Lág­holt sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                              Grennd­arkynn­ing hef­ur far­ið fram á fyr­ir­hug­uð­um breyt­ing­um en eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.
                              Stækk­un bíl­skúrs 12,5 m2, 38,0 m3.
                              Stærð­ir eft­ir breyt­ingu: íbúð­ar­hús 131,8 m2, bíl­skúr 57,8 m2, sam­tls 549,8 m3.

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Lagt fram.

                            • 13.5. Litlikriki 4, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201312082

                              Frjálsi hf. Lág­múla 6 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að breyta út­liti / klæðn­ingu húss­ins nr.2 og 4 við Litlakrika í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                              Stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Lagt fram

                            • 13.6. Stórikriki 21, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201312042

                              Pét­ur Magnús­son Stórakrika 21 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir smá­vægi­leg­um út­lits og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um á hús­inu nr. 21 við Stórakrika í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                              Stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Lagt fram.

                            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00