21. janúar 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
- Þröstur Jón Sigurðsson 1. varamaður
- Helga Kristín Auðunsdóttir 2. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ályktun um deiliskipulag í Helgafellshverfi201212085
Nefndarmaður Jóhannes Eðvaldsson hefur óskað eftir umræðu um minnisblað fyrrv. formanns sem lagt var fram í desember 2012.
Umræður um málið.
2. 3 lóðir í Auga, ósk um breytingar á deiliskipulagi201310334
Framhald umfjöllunar um endurskoðaða tillögu að breytingum á deiliskipulagi, sem lögð var fram á 357. fundi. Lagður fram nýr uppdráttur með nánari útfærslu.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum greiddum atkvæðum að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga, með þeirri breytingu að gert verði ráð fyrir kennileiti á austurenda húss næst hringtorgi. Nefndin leggur áherslu á að umsækjandi beri allan kostnað sem leiðir af breytingum á deiliskipulaginu og vísar þeim þætti til umfjöllunar í bæjarráði. Jafnframt er embættismönnum falið að undirbúa kynningarfund með nágrönnum.
Jóhannes B. Eðvarðsson situr hjá við afgreiðslu málsins.3. 1. - 3. áfangi Helgafellshverfis, tillögur Hamla 1 ehf. um breytingar á deiliskipulagi201312044
Umræða um málið í framhaldi af kynningu á 356. fundi. Frestað á 357. fundi.
Umræður um málið.
4. Uglugata 24-30, fyrirspurn um fjölgun íbúða201401122
Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt spyrst 9.1.2014 f.h. AGH eigna ehf. fyrir um það hvort leyft yrði að fjölga íbúðum á lóðinni um tvær, sbr. meðfylgjandi teikningu.
Skipulagsnefnd felur embættismönnum að koma sjónarmiðum nefndarinnar á framfæri við umsækjendur.
5. Gerplustræti 7-11, fyrirspurn um fjölgun íbúða o.fl.201310158
Lagðar fram teikningar frá Kollgátu arkitektastofu sem gera nánari grein fyrir fyrir áformuðum breytingum á húsgerð og fyrirkomulagi bílastæða, sbr. bókun á 357. fundi.
Skipulagsnefnd er jákvæð fyrir fjölgun íbúða um tvær miðað við samþykkta uppdrætti.
6. Gerplustræti 13-23, fyrirspurn um færslu byggingarreita o.fl.201401436
H3 arkitektar f.h. Byggingarfélagsins Jarðar spyrjast fyrir um það hvort fallist yrði á að færa byggingarreiti húsanna fjær götu, færa bílastæði af lóð niður í bílageymslu og breyta innkeyrslum í bílageymslur skv. meðf. teikningum.
Frestað.
7. Leirvogstunga, breyting á deiliskipulagi - stækkun til austurs201311089
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var kynnt fyrir lóðarhöfum og íbúum á fundi 7. janúar 2014, sbr. ákvörðun nefndarinnar á 355. fundi.
Frestað.
8. Mælingar lögreglu á umferðarhraða í Mosfellsbæ 2008-2013.201401020
Lögð fram samantekt (tafla) um mælingar lögreglunnar á umferðarhraða á ýmsum stöðum í bænum á árunum 2008-2013 og minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Frestað.
9. Fyrirspurn um aðstöðu fyrir fisflug norðan Hafravatns201401102
Samúel Alexandersson spyrst með tölvupósti 2. janúar 2014 fyrir um möguleika á því að koma upp aðstöðu fyrir fisflugsiðkendur á lóð úr landi Þormóðsdals undir hlíðum Hafrafells.
Frestað.
10. Erindi íbúa um að Álafossvegi verði breytt í botnlangagötu201311251
Lagðar fram umsagnir skipulagshöfunda og umhverfissviðs, sem skipulagsnefnd óskaði eftir á 355. fundi sínum.
Frestað.
11. Lækjartangi í landi Miðdals, umsókn um byggingarleyfi201310136
Umsókn um að rífa núverandi sumarbústað og byggja nýjan á sama stað var grenndarkynnt 19. desember 2013 með bréfi til eigenda þriggja aðliggjandi landa auk umsækjanda. Athugasemdafrestur var til 17. janúar 2014. Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingafulltrúi afgreiði erindið þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
12. Frístundalóð Innri Miðdal (125198), ósk um breytingu á deiliskipulagi201312149
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt 19. desember 2013 með bréfi til eigenda tveggja aðliggjandi lóða auk umsækjanda. Athugasemdafrestur var til 17. janúar 2014. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir breytinguna og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar.
Fundargerðir til kynningar
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 239201401004F
Lögð fram fundargerð 239. afgreiðslufundar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar á 358. fundi skipulagsnefndar.
13.1. Flugubakki 6, umsókn um byggingarleyfi 201312020
Superhouse ehf. Gautavík 29 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innanhúss fyrirkomulagi, færa hlöðuhurð, byggja svalir og setja svalahurð á vesturgafl hússins nr. 6 við Flugubakka samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildarstærðir húss breytast ekki.
Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeigenda í húsinu.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram
13.2. Hamrabrekkur 23, umsókn um stöðuleyfi / byggingarleyfi 201310343
Bjarni Grétarson Neðstaleiti 6 Reykjavík sækir um stöðuleyfi fyrir 2 x 6 metra gám á lóðinni nr. 23 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn. Jafnframt er sótt um leyfi til að tengja rafmagn í gáminn.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram
13.3. Hlíðartún 11, umsókn um byggingarleyfi 201310135
Ásgeir Jamil Allansson Hlíðartúni 1 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja bílskúr, mhl. 03 úr timbri og steinsteypu í suðausturhluta lóðarinnar nr. 11 við Hlíðartún.
Jafnframt er sótt um leyfi fyrir áðurbyggðum bílskúr úr timbri, mhl. 02.
Sótt er um leyfi til að breyta útliti og innanhúss fyrirkomulagi íbúðarhússins í samræmi við framlögð gögn.
Grenndarkynning á umsókninni hefur farið fram en engar athugasemdir bárust.
Stærð íbúðarhússins eftir breytingar er 207,4 m2, 794,9 m3.
Stærð bílskúrs mhl.02 er 38,1 m2, 149,3 m3.
Stærð bílskúsr mhl.03 er 99,8 m2, 361,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram
13.4. Lágholt 6, umsókn um byggingarleyfi 201310005
Jóhanna Jónsdóttir Lágholti 6 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri, bílskúr húsins nr. 6 við Lágholt samkvæmt framlögðum gögnum.
Grenndarkynning hefur farið fram á fyrirhuguðum breytingum en engar athugasemdir bárust.
Stækkun bílskúrs 12,5 m2, 38,0 m3.
Stærðir eftir breytingu: íbúðarhús 131,8 m2, bílskúr 57,8 m2, samtls 549,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.5. Litlikriki 4, umsókn um byggingarleyfi 201312082
Frjálsi hf. Lágmúla 6 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta útliti / klæðningu hússins nr.2 og 4 við Litlakrika í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram
13.6. Stórikriki 21, umsókn um byggingarleyfi 201312042
Pétur Magnússon Stórakrika 21 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum útlits og fyrirkomulagsbreytingum á húsinu nr. 21 við Stórakrika í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.