16. nóvember 2017 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Nína Rós Ísberg aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021201705191
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021 send til umfjöllunar í nefndum í kjölfar fyrri umræðu um hana á fundi bæjarstjórnar.
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynnti fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2018. Áætlunin rædd.
2. Eyðing ágengra plöntutegunda201206227
Lögð fram tillaga að áætlun garðyrkjudeildar vegna útbreiðslu ágengra plöntutegunda í Mosfellsbæ
Minnisblað umhverfisstjóra og deildarstjóra í Þjónustustöð um slátt á ágengum plöntum lagt fram. Umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju sinni með að verkefnið skuli vera komið á dagskrá og að fjármunir verði settir í þetta á næsta ári.
3. Uppbygging friðlýstra svæða í Mosfellsbæ 2017201706010
Lagt fram lokadrög hönnunar af merkingum friðlýstra svæða í Mosfellsbæ 2017
Umhverfisstjóri gerði grein fyrir vinnu við friðlýst svæði. Málið rætt.
- FylgiskjalVegvisir 70x15_Alafoss_ag2017 vs1.pdfFylgiskjalVegvisir 70x15_Tungufoss_okt2017 vs1.pdfFylgiskjalVegvisir 90x15_Folkvangur i BringumHelgufoss_okt2017 vs2.pdfFylgiskjalSkilti A6 120x50_Alafoss_aokt2017 vs3.pdfFylgiskjalSkilti A6 120x50_Tungufoss_okt2017 vs2.pdfFylgiskjalSkilti 1D 90x120_Folkvangur i Bringum_nov2017 vs1.pdf
4. Fuglafræðslustígur meðfram Leirvoginum - Okkar Mosó201711077
Lögð fram lokadrög hönnunar á fuglafræðslustíg meðfram Leiruvogi, sem hluta að lýðræðisverkefninu Okkar Mosó.
Lögð fram tillaga að skiltum við fyrirhugaðan fuglafræðslustíg í Leiruvogi. Málið rætt.
5. Skýrsla náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2017201711078
Drög að ársskýrslu náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2017 þar sem fram koma upplýsingar um störf nefndarinnar.
Frestað.