3. september 2015 kl. 17:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Örn Jónasson (ÖJ) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2015-20202015082136
Lögð fram til kynningar hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2015-2020 ásamt hugmyndum um sameiginlegar merkingar hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu, sem óskað er samstarfs um. Kristinn Jón Eysteinsson frá Samgöngudeild Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur kemur á fundinn.
Kristinn Jón Eysteinsson kom á fundinn og kynnti hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar fyrir nefndarmönnum.
2. Samstarfsverkefnið Hjólaborgin Reykjavík201505008
Kynning á hjólakorti sem er samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Höfuðborgarstofu með hjólahringjum í sveitarfélögunum ætluðum innlendum sem erlendum hjólreiðamönnum.
Hjólastígakort lagt fram til kynningar.
3. Evróps Samgönguvika 16.-22. september 20152015082134
Lögð fram drög að dagskrár Evrópskrar samgönguviku í Mosfellsbæ 2015, sem bærinn hefur verið virkur þátttakandi í undanfarin ár.
Drög að dagskrá Evrópskrar samgönguviku í Mosfellsbæ kynnt.
4. Erindi Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um samstarf vegna Meltúnsreits201503337
Kynning á opnun nýs útivistarsvæðis í Meltúnsreit við Völuteig, á bæjarhátíð Mosfellsbæjar, þar sem um er að ræða samstarfsverkefni Mosfellsbæjar og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, í tilefni af 60 ára afmæli félagsins.
Kynning á opnun nýs útivistarsvæðis í Meltúnsreit í samræmi við samkomulag um samstarf Mosfellsbæjar og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar í tilefni af 60. ára afmælis félagsins.
5. Eyðing ágengra plöntutegunda201206227
Lögð fram skýrsla Landgræðslu ríkisins um útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils í Mosfellsbæ 2015, og mögulegar aðgerðir til úrbóta.
Skýrsla Landgræðslu ríkisins um útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils og mögulegar aðgerðir til úrbóta, lögð fram til kynningar.
Umhverfissviði falið að vinna áfram að málinu í samráði við formann og varaformann umhverfisnefndar.
Samþykkt samhljóða.6. Fræðsluefni til íbúa vegna ofanvatns201505017
Lögð fram til kynningar drög að upplýsingariti til íbúa vegna ofanvatnsmála nálægt viðkvæmum viðtökum.
Drög að upplýsingariti vegna ofanvatnsmála lagt fram til kynningar.
Umhverfisnefnd fagnar gerð kynningarefnisins og hvetur til þess að ritið verði gefið út í bæklingsformi og dreift á heimili bæjarins.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
7. Heilsueflandi samfélag201208024
Framvinduskýrsla um fjölnota innkaupapoka og tengt málþing á Degi íslenskrar náttúru kynnt. Bæjarráð vísaði skýrslunni til kynningar í Umhverfisnefnd.
Lögð fram framvinduskýrsla um fjölnota innkaupapoka og málþing á Degi íslenskrar náttúru.
8. Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi tillögu að eigendasamkomulagi um Sorpu bs.201310271
Bæjarráð vísaði minnisblaði framkvæmdastjóra Sorpu um framgang verkefna sem tengjast eigendasamkomulagi um gas- og jarðgerðarstöð til umhverfisnefndar til kynningar.
Lagt fram minnisblað Sorpu bs. um framgang verkefna tengd gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi.
9. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur um að lögmanni Mosfellsbæjar verði falið að vinna minnisblað um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa201503509
Á 1219. fundi bæjarráðs 9. júlí sl. var samþykkt að vísa minnisblaði lögmanns bæjarins um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa til umfjöllunar í nefndum bæjarins og var lögmanni falið að því loknu að funda með þeim nefndum sem teldu þess þröf.
Lagt fram minnisblað lögmanns Mosfellsbæjar um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa í nefndum bæjarins.
10. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2014-20172014081479
Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar var samþykkt á 635. fundi bæjarstjórnar í október 2014. Framkvæmdaáætlun var lögð fram til fjögurra ára og fylgir hér með yfirlit þar sem farið er yfir stöðu einstakra verkefna miðað við júní 2015. Lagt er upp með að fulltrúar í nefndum og ráðum kynni sér vel efni og innihald jafnréttisáætlunarinnar og kanni hvaða efnishlutar eigi við um málaflokk viðkomandi nefndar og hafi þá til hliðsjónar í stefnumótandi ákvörðunum.
Lögð fram jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar til kynningar fyrir nefndarmenn.