Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. september 2015 kl. 17:00,
2. hæð Reykjafell


Fundinn sátu

  • Örn Jónasson (ÖJ) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
  • Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

Almenn erindi - umsagnir og vísanir

  • 7. Heilsu­efl­andi sam­fé­lag201208024

    Framvinduskýrsla um fjölnota innkaupapoka og tengt málþing á Degi íslenskrar náttúru kynnt. Bæjarráð vísaði skýrslunni til kynningar í Umhverfisnefnd.

    Lögð fram fram­vindu­skýrsla um fjöl­nota inn­kaupa­poka og mál­þing á Degi ís­lenskr­ar nátt­úru.

  • 8. Er­indi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu varð­andi til­lögu að eig­enda­sam­komu­lagi um Sorpu bs.201310271

    Bæjarráð vísaði minnisblaði framkvæmdastjóra Sorpu um framgang verkefna sem tengjast eigendasamkomulagi um gas- og jarðgerðarstöð til umhverfisnefndar til kynningar.

    Lagt fram minn­is­blað Sorpu bs. um fram­gang verk­efna tengd gas- og jarð­gerð­ar­stöð í Álfs­nesi.

  • 9. Er­indi Sigrún­ar H. Páls­dótt­ur um að lög­manni Mos­fells­bæj­ar verði fal­ið að vinna minn­is­blað um rétt­indi og skyld­ur kjör­inna full­trúa201503509

    Á 1219. fundi bæjarráðs 9. júlí sl. var samþykkt að vísa minnisblaði lögmanns bæjarins um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa til umfjöllunar í nefndum bæjarins og var lögmanni falið að því loknu að funda með þeim nefndum sem teldu þess þröf.

    Lagt fram minn­is­blað lög­manns Mos­fells­bæj­ar um rétt­indi og skyld­ur kjör­inna full­trúa í nefnd­um bæj­ar­ins.

    • 10. Jafn­rétt­isáætlun Mos­fells­bæj­ar 2014-20172014081479

      Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar var samþykkt á 635. fundi bæjarstjórnar í október 2014. Framkvæmdaáætlun var lögð fram til fjögurra ára og fylgir hér með yfirlit þar sem farið er yfir stöðu einstakra verkefna miðað við júní 2015. Lagt er upp með að fulltrúar í nefndum og ráðum kynni sér vel efni og innihald jafnréttisáætlunarinnar og kanni hvaða efnishlutar eigi við um málaflokk viðkomandi nefndar og hafi þá til hliðsjónar í stefnumótandi ákvörðunum.

      Lögð fram jafn­rétt­isáætlun Mos­fells­bæj­ar til kynn­ing­ar fyr­ir nefnd­ar­menn.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.