21. júní 2012 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Birta Jóhannesdóttir (BJó) 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) 2. varamaður
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kynning á starfsemi Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2012201206183
Fulltrúar Skógræktarfélags Mosfellsbæjar kynna starfsemi félagsins, gróðursetningar og skógrækt í Mosfellsbæ.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, SHP, BJó og SÓS.
Fulltrúar Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, Þuríður Yngvadóttir og Ágúst Hálfdánarson, kynntu starfsemi félagsins.
4. Dagur íslenskrar náttúru 2012201206168
Lagt fram til kynningar erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi Dag íslenskrar tungu 2012
Til máls tóku: BBj, BJó, SHP og TGG.
Bréf umhverfisráðuneytisins um dag íslenskrar náttúru lagt fram til kynningar.
5. Aðgerðir vegna utanvegaaksturs og umgengni á Úlfarsfelli201206170
Lagðar fram sameiginlegar tillögur umhverfissviðs Mosfellsbæjar og umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar um aðgerðir vegna utanvegaaksturs og umgengni á Úlfarsfelli.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SHP, BJó, SÓS, JBH, BÁ og TGG.
Sameiginlegar tillögur umhverfissviðs Mosfellsbæjar og umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur um aðgerðir vegna utanvegaaskturs og umgengni a Úlfarsfelli kynntar. Umhverfisnefnd leggur til að gerður verði samningur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur um umferð og umgengni á Úlfarsfelli.
6. Fyrirkomulag grenndargáma í Mosfellsbæ 2012201206186
Umræða um fyrirkomulag grenndargáma í Mosfellsbæ í framhaldi af innleiðingu blárrar pappírstunnu við heimili.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SHP, BJó, SÓS, JBH, BÁ og TGG.
Umhverfisnefnd leggur til að umhverfisstjóri skoði nánar frekari flokkun á grenndarstöðvum sem og mögulega fjölgun gáma í samvinnu við SORPU.
7. Samþykkt um kattahald í Mosfellsbæ201206184
Kynning á reglum sem gilda um kattahald í Mosfellsbæ
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SHP, BJó, SÓS, JBH, BÁ og TGG.
Umhverfisnefnd leggur til að reglur í Mosfellsbæ um kattahald verði endurskoðaðar.
8. Skoðunarferð umhverfisnefndar og skipulagsnefndar um útmörk Mosfellsbæjar 2012201206185
Umræða um skoðunarferð umhverfisnefndar og skipulagsnefndar Mosfellsbæjar um útmörk Mosfellsbæjar þann 5. júní 2012
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SHP, BJó, SÓS og TGG.
Umhverfisnefnd samþykkir að fela umhverfisstjóra að skoða möguleika á að láta friðlýsa Leirvog og Álafoss, Helgufoss og Tungufoss.
9. Eyðing ágengra plöntutegunda201206227
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SHP, BJó, SÓS, JBH, BÁ og TGG.
Umhverfisnefnd leggur til að aflað verði frekari upplýsinga um hvernig hægt sé að stemma stigu við útbreiðslu lúpínu og skógarkerfils í sveitarfélaginu og þær upplýsingar lagðar fyrir nefndina.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
2. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ 2012201202171
Lögð fram lokadrög verkefnalista Staðardagskrár 21 fyrir árið 2012.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, SHP, BJó, SÓS og TGG.
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ samþykktur af umhverfisnefnd.
3. Umsókn um hænsnahald201203318
Lagðar fram umsagnir heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis og búfjáreftirlitsmanns vegna erindis um umsókn um hænsnahald
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SHP, BJó, SÓS, JBH og TGG.
Umhverfisnefnd leggur til að umsækjanda verði heimilað að halda allt að 6 hænur án hana á afgirtu svæði á lóð við Hamarsteig 4. Nefndin leggur til að unnar verði reglur um hænsnahald í Mosfellsbæ og að slík drög verði lögð fyrir umhverfisnefnd við fyrsta tækifæri. Leyfi um hænsnahald verði því veitt með fyrirvara um setningu nýrra reglna.