Mál númer 200709025
- 3. júlí 2008
Bæjarráð Mosfellsbæjar #888
Afgreiðsla 206. fundar fræðslunefndar, staðfest á 888. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 3. júlí 2008
Bæjarráð Mosfellsbæjar #888
Afgreiðsla 206. fundar fræðslunefndar, staðfest á 888. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 24. júní 2008
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #206
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Heildarstefnumótun Mosfellsbæjar lögð fram og kynnt. </DIV><DIV><br /></DIV><DIV>Fræðslunefnd felur fræðslusviði að meta áhrif stefnunnar og nýs lagaramma á samþykktir nefndarinnar og hlutverk. Jafnframt er lögð áhersla á að hin nýja stefna Mosfellsbæjar verði kynnt í stofnunum á fræðslusviði.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 18. júní 2008
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #493
Afgreiðsla 131. fundar íþrótta- og tómstundanefndar staðfest á 493. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 18. júní 2008
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #493
Afgreiðsla 131. fundar íþrótta- og tómstundanefndar staðfest á 493. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 5. júní 2008
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #131
Heildarstefnumótun kynnt. Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir að hafinn verði undirbúningur að stefnumótun fyrir íþrótta- og tómstundanefnd.
- 4. júní 2008
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #492
Lagt fram á 492. fundi bæjarstjórnar og staðfest með sjö atkvæðum.
- 4. júní 2008
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #492
Lagt fram á 492. fundi bæjarstjórnar og staðfest með sjö atkvæðum.
- 27. maí 2008
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #111
Lagt fram.
- 7. maí 2008
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #490
Lagt fram á 490. fundi bæjarstjórnar.
- 7. maí 2008
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #490
Lagt fram á 490. fundi bæjarstjórnar.
- 28. apríl 2008
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #128
Kynnt var heildarstefnumótun fyrir Mosfellsbæ.
- 23. apríl 2008
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #489
Síðast á dagskrá 488. fundar bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þar sem stefnumótunin var formlega samþykkt hvað varðar hlutverk, framtíðarsýn, meginmarkmið, gildi og nýtt skipurit. Hér lagt fram minnisblað um samþykkt frekari kynningar o.fl.
Afgreiðsla 877. fundar bæjarráðs, staðfest á 489. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 23. apríl 2008
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #489
Síðast á dagskrá 488. fundar bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þar sem stefnumótunin var formlega samþykkt hvað varðar hlutverk, framtíðarsýn, meginmarkmið, gildi og nýtt skipurit. Hér lagt fram minnisblað um samþykkt frekari kynningar o.fl.
Afgreiðsla 877. fundar bæjarráðs, staðfest á 489. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 17. apríl 2008
Bæjarráð Mosfellsbæjar #877
Síðast á dagskrá 488. fundar bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þar sem stefnumótunin var formlega samþykkt hvað varðar hlutverk, framtíðarsýn, meginmarkmið, gildi og nýtt skipurit. Hér lagt fram minnisblað um samþykkt frekari kynningar o.fl.
Til máls tóku: KT, HSv, JS, HP og MM.%0D%0DBæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að fela framkvæmdastjórum sviða í samráði við forstöðumenn stofnana að kynna nýsamþykkta stefnumótun Mosfellsbæjar fyrir starfsmönnum allra stofnana bæjarins þ.e. hlutverk, framtíðarsýn, meginmarkmið gildi og nýtt skipurit Mosfellsbæjar.%0DEinnig samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að kynna með sama hætti stefnumótunina fyrir bæjarbúum.%0D%0DÞá samþykkir bæjarráð í kjölfar samþykktar bæjarstjórnar um stefnumótun fyrir Mosfellsbæ að niðurstöður stefnumótunarinnar verði kynntar og teknar til umfjöllunar í nefndum bæjarins. %0DNefndum bæjarins verði jafnframt falið að fara yfir stefnumótun málaflokka sem undir nefndina heyra á grundvelli hinnar nýju stefnumótunar Mosfellsbæjar, hvort heldur um er að ræða endurskoðun á fyrirliggjandi stefnu eða frumgerð stefnu fyrir málaflokk nefndar.
- 9. apríl 2008
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #488
Heildarstefnumótun Mosfellsbæjar, vísað til 488. fundar bæjarstjórnar frá 487. fundi.
Til máls tóku: HSv, JS, HP, HS, KT og HJ.%0D%0DFyrir liggur lokaskýrsla vegna stefnumótunarvinnu fyrir Mosfellsbæ sem hleypt var af stokkunum með samþykkt bæjarráðs á 842. fundi ráðsins þann 20. september 2007.%0D%0DBæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi skýrslu um stefnumótun eins og hún er lögð fram hvað varðar hlutverk, framtíðarsýn, meginmarkmið og gildi og hvað varðar nýtt skipurit fyrir Mosfellsbæ. Einnig samþykkir bæjarstjórn heimild til að auglýsa ný störf kynningarfulltrúa, mannauðsstjóra og framkvæmdastjóra laus til umsóknar. %0DNiðurstöðum framkvæmdahópanna verði vísað til framkvæmdastjóra, forstöðumanna stofnana og viðkomandi fagnefnda til nánari umfjöllunar. %0DSamþykkt með sjö atkvæðum. %0D%0DBókun bæjarfulltrúa B-lista.%0DFulltrúi B-listans fagnar því að átt hefur sér stað stefnumótunarvinna fyrir Mosfellsbæ, sérstaklega í ljósi þeirra þjóðfélagsbreytinga sem átt hafa sér stað á síðasta áratug sem og fjölgun íbúa í bæjarfélaginu. Fulltrúi B-listans hefur í stefnumótunarvinnunni komið fram með athugasemdir og ábendingar varðandi stefnumótunarferlið sem og þær niðurstöður sem hér liggja fyrir. Athugasemdir varðandi aðkomu kjörinna fulltrúa, embættismanna og bæjarbúa að stefnumótunarvinnunni. Athugasemdir varðandi staðsetningu mannauðs- og kynningarmála í skipuriti bæjarins og ábendingar og efasemdir um ágæti hlutverks Mosfellsbæjar eins og það er orðað í skýrslunni. Þó að ekki hafi verið tekið mið af ofangreindum athugasemdum og ábendingum fulltrúans í stefnumótunarvinnunni þá samþykkir fulltrúinn afgreiðslu skýrslunnar eins og hún er lögð fram og bindur vonir við að hún eigi eftir að stuðla að betri Mosfellsbæ.%0DHelga Jóhannsdóttir.%0D%0DBókun bæjarfulltrúa S-lista.%0DBæjarfulltrúar Samfylkingar samþykkja fyrirliggjandi samþykkt um afgreiðslu á skýrslu um stefnumótun sem að okkar skilningi tekur til starfsemi stofnanna og stjórnkerfis bæjarins. Jafnframt minnum við á þær efnislegu athugasemdir sem við höfum sett fram munnlega við kynningu og umræðu um skýrsluna. %0DJónas Sigurðsson.%0DHanna Bjartmars.%0D%0DMeirihluti D- og V-lista fagnar þeirri almennu samstöðu sem er um niðurstöður vinnu við heildarstefnumótun Mosfellsbæjar. Jafnframt viljum við nota tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sem komið hafa að þessari vinnu, starfsmönnum bæjarins, kjörnum fulltrúum, bæjarbúum sem og ráðgjöfum.%0D%0DTilgangur með stefnumótunarvinnunni er að leggja grunn að betra umhverfi til að starfa og lifa í. Það er öllum hollt að fara í gegnum slíkt ferli, sé það gert á fagmannlegan og kerfisbundinn hátt. %0D%0DÞað er alveg ljóst að sú stefna sem hér hefur lögð fram til samþykktar hefur ekki mikla þýðingu nema að bæjaryfirvöld og bæjarbúar í Mosfellsbæ vinni áfram með þær áherslur sem settar hafa verið fram. Miðað við þann áhuga sem allir hafa sýnt þessari vinnu, höfum við ríka ástæðu til að ætla að svo verði og að Mosfellsbær verði enn betri bær að lifa og starfa í. Ef svo er þá er tilganginum með þessari miklu vinnu náð.
- 19. mars 2008
Bæjarráð Mosfellsbæjar #873
Áður á dagskrá 872. fundar bæjarráðs.
Til máls tóku: HS, HSv, SÓJ, JS, MM og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa heildarstefnumótuninni til bæjarstjórnar.
- 13. mars 2008
Bæjarráð Mosfellsbæjar #872
Áður á dagskrá 842. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstóra var falið að vinna að framgangi stefnumótunar fyrir Mosfelsbæ.
Til máls tóku: HS, HSv, JS, KT, BÞÞ og UVI%0DSkýrsla um heildarstefnumótun lögð fram.%0D%0DUndir þessum lið kynnti Hákon Gunnarsson drög að lokaskýrslu.
- 26. september 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #475
Afgreiðsla 842. fundar bæjarráðs staðfest á 475. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 26. september 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #475
Afgreiðsla 842. fundar bæjarráðs staðfest á 475. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 20. september 2007
Bæjarráð Mosfellsbæjar #842
Til máls tóku: HS, HSv,HBA, BBr og MM.%0DLögð var fram verkefnaáætlun að Stefnumótun Mosfellsbæjar 2007. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að vinna að framgangi verkefnisins í samræmi áætlun.%0D
- 6. september 2007
Bæjarráð Mosfellsbæjar #840
Bæjarstjóri reyfar erindið á fundinum.
Til máls tóku: HSv, SÓJ, JS, MM%0DBæjarstjóri reyfaði hugmynd að heildarstefnumótun fyrir Mosfellsbæ. Bæjarráð er jákvætt fyrir málinu og felur bæjarstjóra framgang málsins.