17. apríl 2008 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarstjórnar
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Mosfellsbær, heildarstefnumótun200709025
Síðast á dagskrá 488. fundar bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þar sem stefnumótunin var formlega samþykkt hvað varðar hlutverk, framtíðarsýn, meginmarkmið, gildi og nýtt skipurit. Hér lagt fram minnisblað um samþykkt frekari kynningar o.fl.
Til máls tóku: KT, HSv, JS, HP og MM.%0D%0DBæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að fela framkvæmdastjórum sviða í samráði við forstöðumenn stofnana að kynna nýsamþykkta stefnumótun Mosfellsbæjar fyrir starfsmönnum allra stofnana bæjarins þ.e. hlutverk, framtíðarsýn, meginmarkmið gildi og nýtt skipurit Mosfellsbæjar.%0DEinnig samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að kynna með sama hætti stefnumótunina fyrir bæjarbúum.%0D%0DÞá samþykkir bæjarráð í kjölfar samþykktar bæjarstjórnar um stefnumótun fyrir Mosfellsbæ að niðurstöður stefnumótunarinnar verði kynntar og teknar til umfjöllunar í nefndum bæjarins. %0DNefndum bæjarins verði jafnframt falið að fara yfir stefnumótun málaflokka sem undir nefndina heyra á grundvelli hinnar nýju stefnumótunar Mosfellsbæjar, hvort heldur um er að ræða endurskoðun á fyrirliggjandi stefnu eða frumgerð stefnu fyrir málaflokk nefndar.
2. Miðbæjartorg við Þverholt200802219
Áður á dagskrá 871. fundar bæjarráðs. Meðfylgjandi er tillaga að töku tilboðs.
Jóhanna B. Hansen (JBH) bæjarverkfræðingur mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.%0D%0DTil máls tóku: JBH, KT, HSv og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila tæknisvið að ganga til samninga við lægstbjóðanda Lóðaþjónustuna ehf. í verkið á grundvelli tilboðs þeirra.
4. Umsókn um launað leyfi200802047
Áður á dagskrá 874. fundar bæjarráðs þar sem umsagnar sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs var óskað. Umsögnin fylgir erindinu.
Til máls tóku: KT og HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að veita umbeðið launað leyfi tímabilið 1. september 2008 til 28. febrúar 2009.
Almenn erindi
5. Suðurlandsvegur - tvöföldun frá Hólmsá að Hveragerði200804192
Til máls tóku: HSv, HP og JS.%0DBæjarráð Mosfellsbæjar er jákvætt gagnvart erindinu og samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna200804212
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarverkfræðings til umsagnar.
7. Erindi Rögvalds Þorkelssonar varðandi hugmyndir að skipulagningu á spildu úr landi Lundar200804213
Til máls tóku: HSv, KT, JS, HP og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra til skoðunar.
8. Erindi Badmintondeildar UMFA varðandi styrk200804231
Til máls tóku: KT, HP, HSv og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar og afgreiðslu.