28. apríl 2008 kl. 17:15,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bæjarhátíðin Í túninu heima 2008200804239
Á fundinn mætti Daði Þór Einarsson og fór yfir stöðu mála varðandi undirbúning undir bæjarhátíðina 2008 og lagði fram drög að dagskrá.%0D%0DÞá var lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra.%0D%0DMenningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að Daði Þór Einarsson verði framkvæmdastjóri bæjarhátíðarinnar árið 2008 og honum falin verkefni í samræmi við framlagt minnisblað.
2. Norrænt vinabæjarmót 2008200802095
Á fundinn er boðuð Helga Jónsdóttir, verkefnisstjóri norrænna vinabæjarmála og Marta H. Richter, forstöðumaður Bókasafns Mosfellsbæjar
Farið yfir undirbúning norræna vinabæjarmótsins sem verður haldið þann 12. og 13. júní nk. Sérstaklega var farið yfir hlutverk menningarmálanefndar á mótinu.%0D
3. Listasalur Mosfellsbæjar - yfirlit yfir starfsemi 2007-8.200804302
Marta H. Richter fer yfir verkefni vetrarins, auk þess sem fjallað verður um hina árlegu afmælissýningu Mosfellsbæjar, 9. ágúst.
MHR kynnti dagskrá yfirstandandi sýningarvetrar.%0D%0DRætt var um væntanlega hátíðarsýningu, sem árlega er opnuð á afmælisdegi Mosfellsbæjar ár hvert.%0D
4. Mosfellsbær, heildarstefnumótun200709025
Kynnt var heildarstefnumótun fyrir Mosfellsbæ.
5. Stefnumótun í menningarmálum200603117
Farið yfir stöðu mála í stefnumótun í málaflokkinum að aflokinni heildarstefnumótun Mosfellsbæjar.
Menningarmálanefnd beinir þeim tilmælum til bæjarráðs að skýra framtíðarhlutverk nefnda bæjarins í samræmi við nýtt skipurit fyrir Mosfellsbæ með tilliti til þess hvort endurskoða eigi samþykktir nefnda.