4. júní 2008 kl. 16:30,
fundarherbergi bæjarstjórnar
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Brynhildur Georgsdóttir bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársreikningur 2007, seinni umræða.200711034
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2007, síðari umræða.%0D%0DForseti gaf bæjarstjóra orðið og vísaði bæjarstjóri til umræðna og útskýringa frá fyrri umræðu um ársreikninginn, en fór aftur yfir helstu lykiltölur ársreikningsins og þakkaði starfsmönnum og endurskoðenda bæjarins fyrir vel unnin störf.%0D%0DForseti ítrekaði þakkir til bæjarstjóra, starfsmanna og endurskoðenda bæjarins fyrir vel gerðan og framlagðan ársreikning Mosfellsbæjar.%0D%0DÁ fundinn var mættur endurskoðandi bæjarins, Halldór Hróarr Sigurðsson (HHS).%0D%0DTil máls tóku: HHS, HSv, JS, HJ og HS.%0D%0DGreinargerð bæjarfulltrúa D og V lista með ársreikningi 2007.%0D%0DÁrsreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2007 hefur verið lagður fram og niðurstöður hans sýna bestu rekstrarniðurstöðu Mosfellsbæjar frá upphafi.%0D%0DRekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 543 mkr. samanborið við 489 mkr. áætlaða jákvæða afkomu. Þar af voru tekjur af sölu byggingaréttar 288 mkr. Veltufé frá rekstri var 600 mkr. eða 13,8% af rekstrartekjum og handbært fé frá rekstri var 416 mkr. Skuldir og skuldbindingar A og B hluta lækkuðu um 348 mkr. á árinu og námu 3.730 mkr. í árslok. Þessi jákvæða niðurstaða styrkir eiginfjárstöðu sveitarfélagsins verulega. Eiginfjárhlutfall A og B hluta er 0,42 og hefur hækkað úr 0,25 frá árinu 2002 en sé einungis litið til A hluta var eiginfjárhlutfall 0,42 og hefur hækkað úr 0,15 frá árinu 2002.%0D %0DMikil uppbygging átti sér stað í sveitarfélaginu á árinu og námu fjárfestingar 618 mkr. en þar af voru 401 mkr. vegna fræðslumála og 66 mkr. vegna íþróttamála. %0D%0DMosfellsbær er eitt fárra sveitarfélaga sem ekki fullnýtir heimild til álagningar útsvars en álagningarprósenta útsvars er 12,94. Fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði voru lækkaðir í 0,225% á árinu 2007. Fimm ára börn fá áfram endurgjaldslausa 8 tíma leikskólavist auk þess sem annarri gjaldtöku er stillt í hóf.%0D %0DFramtíðarhorfur Mosfellsbæjar eru góðar og hefur sveitarfélagið í samvinnu við landeigendur stuðlað að nægu framboði lóða og uppbyggingu skólamannvirkja. Íbúum fjölgaði um 646 eða um 8,6% á árinu og voru 8.147 í árslok. Gert er ráð fyrir áframhaldandi íbúaaukningu á komandi árum. %0D%0DNiðurstaða ársreiknings 2007 er árangur þeirrar fjármálastefnu sem meirihlutinn hefur markað. Lagðar hafa verið fram raunsæjar áætlanir og sköpuð skilyrði til þess að þeim verði fylgt. Í því felst m.a. að forstöðumenn stofnana hafa fengið aukið fjárhagslegt sjálfstæði á undanförnum árum, sem gefur þeim svigrúm til að taka mið af markmiðum og þörfum sinnar stofnunar við ráðstöfun fjár.%0D %0DÁrsreikningur Mosfellsbæjar árið 2007 er glæsilegur og þar hafa margir lagt gjörva hönd á plóginn. Þáttur starfsmanna Mosfellsbæjar er ómetanlegur í þeim árangri sem náðst hefur og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir. %0D%0DBókun Samfylkingar vegna ársreiknings 2007.%0D%0DÁrsreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2007 sýnir góða afkomu bæjarfélagsins og er það vel. Það ber hins vegar að hafa í huga ástæður þessa þegar horft er til framtíðar. Ástæður þessarar jákvæðu niðurstöðu eru einkum eftirfarandi. Rekstrarumhverfi bæjarins, sem og annarra bæjarfélaga og fyrirtækja, á árinu 2007 var ákaflega hagstætt eins og undanfarin ár, skatttekjur hækka verulega á milli áranna 2006 og 2008, sala á byggingarétti færði bæjarfélaginu umtalsverðar tekjur og þjónustugjöld á bæjarbúa hafa hækkað verulega á undanförnum árum þó svo nokkuð hafa dregið úr því á síðasta ári með tilkomu gjaldfrjálsra 5 ára deilda leikskólanna sem var mikið framfaraskref. Jafnframt þessu hafa fjárframlög úr bæjarsjóði til rekstrar margra mikilvægra málaflokka lækkað sem hlutfall af skatttekjum og í sumum tilfellum til margra undanfarinna ára. Í ljósi versnandi efnahagsástands er það nokkuð víst að þrengja mun nokkuð að rekstrarumhverfi bæjarins. Með áherslur núverandi meirihluta sjálfstæðismanna og VG í huga gagnvart mörgum mikilvægum málaflokkum er það nokkuð áhyggjuefni hvernig að þeim verði búið á komandi árum.%0D %0DBókun fulltrúa B-lista vegna ársreiknings Mosfellsbæjar árið 2007.%0D%0DAfkoma A og B hluta Mosfellsbæjar árið 2007 var jákvæð um 542,9 millj. en söluhagnaður fastafjármuna og sala byggingarétta var á árinu 288 millj. eða um 53% af rekstrarniðurstöðu A og B hluta.%0D%0DEftirtektarvert er að árið 2007 var hlutfall skatttekna sem ráðstafað var til fræðslu- og umhverfismála lægra en árið 2006.%0D%0DFulltrúi B-listans tekur undir athugasemdir endurskoðenda ársreikningsins um að taka rekstur þeirra B-hluta stofnana sem reknar hafa verið með tapi til endurskoðunar og leita leiða til að snúa rekstri þeirra til jákvæðs horfs.%0D%0DAthygli vekur að gjaldfærð leiga af íþróttamannvirkjum við Lækjarhlíð á árinu 2007 á tímabilinu 1/3 - 31/12 var rúmar 126 milljónir en það jafngildir að sveitarfélagið greiði u.þ.b. 168 milljónir á ári eða sem svarar 4,8 milljörðum á næstu 29 árum í leigu af íþróttamiðstöðinni. Jákvætt er að nú er í fyrsta skipti gerð grein fyrir skuldbindingum utan efnahagsreiknings eins og Framsóknarmenn hafa bent á undanfarin ár að eðlilegt sé. %0D%0DForseti bar upp ársreikninga bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningurinn staðfestur með sjö atkvæðum, en helstu niðurstöðutölur úr samanteknum reikningi fyrir A og B hluta eru þessar í millj. kr. :%0D%0DRekstrarreikningur 1. 1. – 31. 12. 2007%0D%0DRekstrartekjur: 3.964,0 mkr.%0DRekstrargjöld: 2.793,6 mkr.%0DFjármagnsliðir: 130,8 mkr.%0DTekjuskattur: 6,7 mkr%0D%0DRekstrarniðurstaða: 542,9 mkr.%0D%0DEfnahagsreikningur 31. 12. 2007%0D%0DEignir: 6.478,7 mkr.%0DEigið fé: 2.748,7 mkr.%0DSkuldir og skuldbindingar: 3.730,0 mkr.%0D%0D
Fundargerðir til kynningar
2. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, fundargerð 74. fundar200805121
Fundargerð 74. fundar SHS lögð fram til kynningar á 492. fundi bæjarstjórnar.
4. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, fundargerð 4. fundar200805146
Fundargerð 4. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis lögð fram til kynningar á 492. fundi bæjarstjórnar.
5. Sorpa bs, fundargerð 250. fundar200805165
Fundargerð 250. fundar Sorpu lögð fram til kynningar á 492. fundi bæjarstjórnar.
Fundargerðir til staðfestingar
6. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 882200805017F
Fundargerð 882. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 492. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Krikaskóli - útboð og framkvæmdir 200703192
Áður á dagskrá 875. fundar bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 882. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.2. Erindi Guðleifar Birnu Leifsdóttur varðandi styrk til foreldra ungra barna 200804126
Áður á dagskrá 876. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar í málinu. Umsögn hjálögð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 882. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.3. Erindi Rögnvalds Þorkelssonar varðandi hugmyndir að skipulagningu á spildu úr landi Lundar 200804213
Áður á dagskrá 877. fundar bæjarráðs. Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 882. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.4. Erindi Erlu Guðbjörnsdóttur varðandi lausagöngu katta í Mosfellsbæ 200804233
Áður á dagskrá 878. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar. Umsögn hjálögð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 882. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.5. Trúnaðarmál. 200805018
Varðandi þetta mál þá þarf að ákveða hverjir verða aðal- og varamaður í stjórn ÞM.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 882. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.6. Erindi Landbúnaðarháskólans varðandi landspildu úr landi Þormóðsdals 200801351
Áður á dagskrá 868. fundar bæjarráðs. Borist hefur svarbréf frá ráðuneytinu vegna málsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 882. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.7. Umsóknir um styrki félaga og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatta vegna ársins 2008 200802246
Fjármálastjóri gerir grein fyrir framlagðri tillögu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 882. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.8. Ráðning skólastjóra Krikaskóla 200803005
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 882. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.9. Ósk Kaupþings um samning vegna viðskipta 200803043
Óskað er heimildar bæjarráðs til undirritunar markaðssamnings við Kaupþing banka hf. Bæjarritari fylgir málinu úr hlaði á fundinum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 882. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.10. Erindi Skipulagsstofnunar varðandi umsagnarbeiðni að matsáætlun mislægra gatnamóta hringvegar við Leirvogstungu 200804063
Áður á dagskrá 878. fundar bæjarráðs þar sem umsögn Mosfellsbæjar var afgreidd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 882. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.11. Nýr kjarasamningur KÍ og LN 200805077
Kynnt verða áhrif nýgerðra kennarasamninga og hvernig kostnaður vegna þeirra dreifist á helstu stofnanir Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 882. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.12. Erindi ADHD samtakanna varðandi beiðni um styrk vegna ráðstefnu 200805091
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 882. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.13. Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu varðandi tengingu Leirvogstungu við aðra hluta Mosfellsbæjar 200805096
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 882. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.14. Ársreikningur Brunabótafélags Íslands 200805110
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 882. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 883200805023F
Fundargerð 883. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 492. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Erindi íbúa í Teiga- og Krikahverfi varðandi staðarval á bráðabirgðarleikskóla 200805116
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: HJ, HSv, HP og HS.%0D%0DAfgreiðsla 883. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.2. Umsókn UMFA um styrk til lista- og menningarmála 200803047
Áður á dagskrá 879. fundar bæjarráð, þar sem óskað var umsaganr framkv.stj. fræðslusvið. Umsögnin fylgir hjálagt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 883. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.3. Erindi Skattaþjónustunnar ehf. varðandi nýbýlið Sólheima í Mosfellsbæ 200709138
Áður á dagskrá 857. fundar bæjarráðs, þar sem bæjarstjóra var falið áframhald málsins. Fyrir liggur sölutilboð í landið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 883. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.4. Samningur um hönnun og endurgerð lóðar við leikskólann Reykjakot 200711280
Bæjarverkfræðingur óskar eftir heimild til útboðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 883. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.5. Erindi Samgönguráðuneytisins varðandi setningu gjaldsrár vegna stöðvunarbrota 200803065
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 883. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.6. Viljayfirlýsing um gerð reiðvegar frá Reykjavegi að Hafravatni 200805144
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 883. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.7. Breyting á lögum um brunavarnir - bréf sent umhverfisráðherra 200805148
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 883. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.8. Erindi Logos lögmannastofu varðandi höfundarétt að skólastefnu Krikaskóla 200805150
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 883. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.9. Erindi Karlakórsins Stefnis varðandi afnot af kjallara Brúarlands 200805152
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 883. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.10. Erindi Karlakórsins Stefnis varðandi beiðni um styrk við Jólavöku 200805153
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 883. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.11. Erindi Golfklúbbsins Bakkakots varðandi afnot af landi Mosfellsbæjar 200805154
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 883. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.12. Erindi Þórðar Árna Hjaltested varðandi beiðni um launalaust leyfi 200805159
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 883. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.13. Göngu- og hjólreiðastígur á Blikastaðanesi 200805171
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 883. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.14. Erindi Karlahóps Femínistafélags Íslands varðandi umsókn um styrk 200805173
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 883. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.15. Erindi SÁÁ varðandi styrk 200805174
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 883. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.16. Erindi Rögnvalds Þorkelssonar varðandi hugmyndir að skipulagningu á spildu úr landi Lundar 200804213
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 883. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.17. Erindi Marteins Magnússonar bæjarfulltrúa varðandi fréttatilkynningu frá Mosfellsbæ 200805182
Marteinn Magnússon bæjarfulltrúi óskar umræðu um fréttatilkynning Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 883. fundar bæjarráðs staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 111200805018F
Fundargerð 111. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 492. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Mosfellsbær, heildarstefnumótun 200709025
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 492. fundi bæjarstjórnar og staðfest með sjö atkvæðum.
9. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 202200805015F
Fundargerð 202. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 492. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 203200805020F
Fundargerð 203. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 492. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
11. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 204200805021F
Fundargerð 204. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 492. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
11.1. Starfsáætlanir leik- og grunnskóla 200805056
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 204. fundar fræðslunefndar staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
11.2. Drög að samþykktum frístundasel, gjaldskráog reglur tengdar þjónustu heilsdagsskóla. 200805157
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tók: HS.%0D%0DAfgreiðsla 204. fundar fræðslunefndar staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12. Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 231200805019F
Fundargerð 231. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 492. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
12.1. Jarðvegslosun og uppgræðsla í Sogum 200803062
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12.2. Athugasemd vegna tengibrautar við Leirvogstungu 200804232
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12.3. Lágahlíð, fyrirspurn um deiliskipulag 200710168
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12.4. Markalækur við Helgadalsveg, fyrirspurn um byggingu einbýlishúss 200803066
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12.5. Snæfríðargata, umsókn um breytingu á deiliskipulagi 200803169
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12.6. Elliðakot lnr. 123632, umsókn um byggingarleyfi, vinnubúðir 200805156
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12.7. Hlíðarás 5 umsókn um byggingarleyfi v/geymslu og sólskýli 200804157
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12.8. Skálahlíð 42, umsókn um byggingarleyfi 200803083
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12.9. Deiliskipulag Álafosskvosar 200703116
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12.10. Stöðuleyfi fyrir aðstöðu í sérinnréttuðum gámum vegna við íþróttamiðstöð 200805158
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12.11. Stofnanalóð við Auga, Helgafellshverfi 200805052
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12.12. Brekkuland 1 og 3, umsókn um breytingu á deiliskipulagi 200803168
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 492. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 153200805012F
Fundargerð 153. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til afgreiðslu á 492. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.