Mál númer 202402302
- 20. mars 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #847
Lagt fram til kynningar minnisblað frá matvælaráðuneyti vegna regluverks um búfjárbeit.
Afgreiðsla 246. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. mars 2024
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #246
Lagt fram til kynningar minnisblað frá matvælaráðuneyti vegna regluverks um búfjárbeit.
Umhverfisnefnd felur umhverfissviði Mosfellsbæjar að kanna hvort til séu uppfærðar afréttarskrár í sveitarfélaginu sbr. ákvæði 6. gr. fjallskilalaga, til þess að ótvírætt sé hvaða svæði innan þeirra séu afréttir og hægt sé að beita ákvæðum fjallskilalaga sem til þeirra taka.
Umhverfisnefnd felur umhverfissviði Mosfellsbæjar að yfirfara og eftir atvikum endurskoða fjallskilasamþykktir með skipulegum hætti, með það að markmiði að nota örugglega þau verkfæri sem eru í fjallskilalögum.
- 6. mars 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #846
Erindi frá Matvælaráðuneytinu þar sem skýrð eru sjónarmið ráðuneytisins varðandi regluverk um búfjárbeit.
Afgreiðsla 1614. fundar bæjarráðs samþykkt á 846. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 22. febrúar 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1614
Erindi frá Matvælaráðuneytinu þar sem skýrð eru sjónarmið ráðuneytisins varðandi regluverk um búfjárbeit.
Lagt fram.