Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201908782

  • 27. nóvember 2019

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #750

    Fræðslu­nefnd fól Fræðslu­skrif­stofu á 366. fundi sín­um að afla upp­lýs­inga um hvort og hvern­ig væri hægt að bjóða for­eldr­um að velja græn­met­is og/eða veg­an kost fyr­ir börn sín í leik- og grunn­skól­um.

    Af­greiðsla 370. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 750. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 20. nóvember 2019

      Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar #370

      Fræðslu­nefnd fól Fræðslu­skrif­stofu á 366. fundi sín­um að afla upp­lýs­inga um hvort og hvern­ig væri hægt að bjóða for­eldr­um að velja græn­met­is og/eða veg­an kost fyr­ir börn sín í leik- og grunn­skól­um.

      Lagt er til að far­ið verði af stað með til­rauna­verk­efni á vorönn­inni þar sem um­fang og leið­ir verða út­færð­ar. Verk­efn­ið verði unn­ið af starfs­mönn­um fræðslu- og frí­stunda­sviðs í sam­starfi við stjórn­end­ur og for­svars­menn mötu­neyta í leik- og grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar. Grein­ar­gerð um fram­gang verk­efn­is komi inn í fræðslu­nefnd í apríl/maí 2020.

      Full­trúi Við­reisn­ar fagn­ar því að vinna virð­ist vera hafin við þær breyt­ing­ar sem lagð­ar voru fram af Við­reisn á 366. fundi fræðslu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar. Eitt af meg­in at­rið­um þeirr­ar til­lögu var að mik­il­vægt er að upp­lýs­ing­arn­ar séu fólki vel sýni­leg­ar og að all­ir séu upp­lýst­ir um að það sé val um mis­mun­andi fæðu.
      Það er því afar mik­il­vægt að þess verði gætt í til­rauna­verk­efn­inu að:
      1.Fræðslu­svið Mos­fells­bæj­ar birti á heima­síð­um grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar upp­lýs­ing­ar um þá kosti sem eru í boði varð­andi mat í skól­um Mos­fells­bæj­ar.
      2. Að til­rauna­verk­efn­ið verði kynnt for­eldr­um vel og þeir upp­lýst­ir um hvaða val er í boði.
      Ef að svo fer (sem er von full­trúa Við­reisn­ar) að þetta festi sig í sessi þá þarf einn­ig að tryggja:
      1. Að við skrán­ingu í skóla Mos­fells­bæj­ar sé for­eldr­um gerð grein fyr­ir því að mötu­neyti skól­anna komi á móts við þau börn sem ekki neyta kjöts (græn­met­isæt­ur) eða dýra­af­urða (veg­an).
      2. Að bætt verði við í stefnu Mos­fells­bæj­ar um mötu­neyti í leik- og grunn­skól­um svohljóð­andi setn­ingu "Í öll­um skól­um Mos­fell­bæj­ar er í boði að óska eft­ir sér­stöku fæði, til dæm­is vegna fæðuó­þols eða ef ein­stak­ling­ar neyta ekki kjöts(græn­met­isæt­ur) eða dýra­af­urða (veg­an)"

      Full­trú­ar V og D lista styðja við til­rauna­verk­efn­ið og að fram­kvæmd og út­færsla verði skoð­uð.

    • 18. september 2019

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #745

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda er­ind­ið til fræðslu­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

      Af­greiðsla 366. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 745. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 11. september 2019

        Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar #366

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda er­ind­ið til fræðslu­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

        Fræðslu­nefnd fagn­ar um­ræðu um skóla­mötu­neyti og mat­seðla leik- og grunn­skóla. Er­indi frá Sam­tök­um grænkera er vísað til fræðslu- og frí­stunda­sviðs til úr­vinnslu.

        Við­reisn legg­ur fram eft­ir­far­andi til­lögu:
        1. Við­reisn í Mos­fells­bæ legg­ur til að Fræðslu­svið Mos­fells­bæj­ar birti á heima­síð­um grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar upp­lýs­ing­ar um þá kosti sem eru í boði varð­andi mat í skól­um Mos­fells­bæj­ar.
        2. Að við skrán­ingu í skóla í Mos­fells­bæj­ar sé for­eldr­um gerð grein fyr­ir því að mötu­neyti skól­anna kom­ið á móts við þau börn sem ekki neyta kjöts (græn­met­isæt­ur) eða dýra­af­urða (veg­an).
        3. Að bætt verði við í stefnu Mos­fells­bæj­ar um mötu­neyti í leik- og grunn­skól­um svohljóð­andi setn­ingu; Í öll­um skól­um Mos­fells­bæj­ar er í boði að óska eft­ir sér­stöku fæði, til dæm­is vegna fæðuó­þols eða ef ein­stak­ling­ar neyta ekki kjöts(græn­met­isæt­ur) eða dýra­af­urða (veg­an).

        Af­greiðslu til­lögu Við­reisn­ar frestað þar til frek­ari gögn liggja fyr­ir.

      • 4. september 2019

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #744

        Áskor­un frá Sam­tök­um grænkera á Ís­landi til um­hverf­is­ráð­herra, rík­is­stjórn­ar og sveit­ar­fé­laga Ís­lands

        Af­greiðsla 1410. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 744. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 29. ágúst 2019

          Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1410

          Áskor­un frá Sam­tök­um grænkera á Ís­landi til um­hverf­is­ráð­herra, rík­is­stjórn­ar og sveit­ar­fé­laga Ís­lands

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda er­ind­ið til fræðslu­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.