Mál númer 201908782
- 27. nóvember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #750
Fræðslunefnd fól Fræðsluskrifstofu á 366. fundi sínum að afla upplýsinga um hvort og hvernig væri hægt að bjóða foreldrum að velja grænmetis og/eða vegan kost fyrir börn sín í leik- og grunnskólum.
Afgreiðsla 370. fundar fræðslunefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. nóvember 2019
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #370
Fræðslunefnd fól Fræðsluskrifstofu á 366. fundi sínum að afla upplýsinga um hvort og hvernig væri hægt að bjóða foreldrum að velja grænmetis og/eða vegan kost fyrir börn sín í leik- og grunnskólum.
Lagt er til að farið verði af stað með tilraunaverkefni á vorönninni þar sem umfang og leiðir verða útfærðar. Verkefnið verði unnið af starfsmönnum fræðslu- og frístundasviðs í samstarfi við stjórnendur og forsvarsmenn mötuneyta í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar. Greinargerð um framgang verkefnis komi inn í fræðslunefnd í apríl/maí 2020.
Fulltrúi Viðreisnar fagnar því að vinna virðist vera hafin við þær breytingar sem lagðar voru fram af Viðreisn á 366. fundi fræðslunefndar Mosfellsbæjar. Eitt af megin atriðum þeirrar tillögu var að mikilvægt er að upplýsingarnar séu fólki vel sýnilegar og að allir séu upplýstir um að það sé val um mismunandi fæðu.
Það er því afar mikilvægt að þess verði gætt í tilraunaverkefninu að:
1.Fræðslusvið Mosfellsbæjar birti á heimasíðum grunnskóla Mosfellsbæjar upplýsingar um þá kosti sem eru í boði varðandi mat í skólum Mosfellsbæjar.
2. Að tilraunaverkefnið verði kynnt foreldrum vel og þeir upplýstir um hvaða val er í boði.
Ef að svo fer (sem er von fulltrúa Viðreisnar) að þetta festi sig í sessi þá þarf einnig að tryggja:
1. Að við skráningu í skóla Mosfellsbæjar sé foreldrum gerð grein fyrir því að mötuneyti skólanna komi á móts við þau börn sem ekki neyta kjöts (grænmetisætur) eða dýraafurða (vegan).
2. Að bætt verði við í stefnu Mosfellsbæjar um mötuneyti í leik- og grunnskólum svohljóðandi setningu "Í öllum skólum Mosfellbæjar er í boði að óska eftir sérstöku fæði, til dæmis vegna fæðuóþols eða ef einstaklingar neyta ekki kjöts(grænmetisætur) eða dýraafurða (vegan)"Fulltrúar V og D lista styðja við tilraunaverkefnið og að framkvæmd og útfærsla verði skoðuð.
- 18. september 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #745
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til fræðslunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Afgreiðsla 366. fundar fræðslunefndar samþykkt á 745. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. september 2019
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #366
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til fræðslunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Fræðslunefnd fagnar umræðu um skólamötuneyti og matseðla leik- og grunnskóla. Erindi frá Samtökum grænkera er vísað til fræðslu- og frístundasviðs til úrvinnslu.
Viðreisn leggur fram eftirfarandi tillögu:
1. Viðreisn í Mosfellsbæ leggur til að Fræðslusvið Mosfellsbæjar birti á heimasíðum grunnskóla Mosfellsbæjar upplýsingar um þá kosti sem eru í boði varðandi mat í skólum Mosfellsbæjar.
2. Að við skráningu í skóla í Mosfellsbæjar sé foreldrum gerð grein fyrir því að mötuneyti skólanna komið á móts við þau börn sem ekki neyta kjöts (grænmetisætur) eða dýraafurða (vegan).
3. Að bætt verði við í stefnu Mosfellsbæjar um mötuneyti í leik- og grunnskólum svohljóðandi setningu; Í öllum skólum Mosfellsbæjar er í boði að óska eftir sérstöku fæði, til dæmis vegna fæðuóþols eða ef einstaklingar neyta ekki kjöts(grænmetisætur) eða dýraafurða (vegan).Afgreiðslu tillögu Viðreisnar frestað þar til frekari gögn liggja fyrir.
- 4. september 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #744
Áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi til umhverfisráðherra, ríkisstjórnar og sveitarfélaga Íslands
Afgreiðsla 1410. fundar bæjarráðs samþykkt á 744. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. ágúst 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1410
Áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi til umhverfisráðherra, ríkisstjórnar og sveitarfélaga Íslands
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til fræðslunefndar til umsagnar og afgreiðslu.