Mál númer 201910092
- 27. nóvember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #750
Á fund nefndarinnar mæta í þetta skiptið 17:00 Golfklúbbur Mosfellsbæjar 17:30 Ungmennafélagið Aftureldin 18:00 Björgunarsveitin Kyndill
Afgreiðsla 233. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
- 25. nóvember 2019
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #233
Á fund nefndarinnar mæta í þetta skiptið 17:00 Golfklúbbur Mosfellsbæjar 17:30 Ungmennafélagið Aftureldin 18:00 Björgunarsveitin Kyndill
Golfklúbbur Mosfellsbæjar - á fundinn mætti Davíð Gunnlaugsson íþróttastjóri og kynnti starfsemi Golfklúbbs Mosfellsbæjar og svaraði spurningum.
Ungmennafélagið Afturelding - á fund nenfdarinnar mættu Framkvæmdstjóri UMFA, formaður og stjórnarmeðlimir. Fóru yfir starf félagsins og svörðu spurningum.
Björgunnarsveitin Kyndill. Björn Bjarnason mætti á fund nenfdarinnar fyri hönd stjórnar og kynnti starf sveitarinna og svaraði spurningum.Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar góðar kynningar.
- 16. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #747
Á fund nefndarinnar mæta að þessu sinni forsvarsmenn þessara félaga : 17:00 Íþróttafélagið Ösp, 17:30 Hestamannfélagið Hörður, 18:00 UMFA, 18:30 Skátafélagið Mosverjar
Afgreiðsla 231. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 747. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. október 2019
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #231
Á fund nefndarinnar mæta að þessu sinni forsvarsmenn þessara félaga : 17:00 Íþróttafélagið Ösp, 17:30 Hestamannfélagið Hörður, 18:00 UMFA, 18:30 Skátafélagið Mosverjar
Frá Íþróttafélaginu Ösp mætti á fundinn Ólafur Ólafursson og kynnti starf íþróttafélagsins. í því eru um 200 einstaklingar 17 úr Mosfellsbæ. Bæklingur í fylgiskjali.
Hestamannafélagið Hörður. Á fundinn mætti formaður hestamannafélagsins Hákon Hákonarson og Haukur Níelsson úr stjórn félagsins.
Þeir kynntu starfsemi félagsins. gríðalega mikið starf fyrir börn og unglinga. Mikill blómi í æskulýðsstarfinu.
UMFA. Frestað vegna starfsdags félagsins.Skátafélagið Mosverjar Eiríkur mætti á fundinn og kynnti starfsemi skátafélagsins. Mikið og gott starf hjá Mosverjum.