Mál númer 201907230
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Óskað er eftir því að hluti lands L201197, austan Helgafellshverfis og við Skammadal, verði breytt úr óbyggðu svæði í íbúðarbyggð og athafnasvæði. Stækka þarf þéttbýlismörk Mosfellsbæjar og vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Máli frestaða á 577. fundi vegna tímaskorts
Afgreiðsla 580. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. desember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #580
Óskað er eftir því að hluti lands L201197, austan Helgafellshverfis og við Skammadal, verði breytt úr óbyggðu svæði í íbúðarbyggð og athafnasvæði. Stækka þarf þéttbýlismörk Mosfellsbæjar og vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Máli frestaða á 577. fundi vegna tímaskorts
Eftir rýni og yfirlegu ráðgjafa og skipulagsnefndar ákveður nefndin að erindi og ósk um stækkun íbúðarsvæðis og að þéttbýlis- og vaxtarmörkum sé breytt verði synjað. Synjun er til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði enda séu íbúðarsvæði næg innan þéttbýlis- og vaxtarmarka út skipulagstímabilið 2040.
Afgreitt með fimm samhljóða atkvæðum. - 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Óskað er eftir því að hluti lands L201197, austan Helgafellshverfis og við Skammadal. verði breytt úr óbyggðu svæði íbúðarbyggð og athafnasvæði. Stækka þarf þéttbýlismörk Mosfellsbæjar og vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins.
Afgreiðsla 577. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. nóvember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #577
Óskað er eftir því að hluti lands L201197, austan Helgafellshverfis og við Skammadal. verði breytt úr óbyggðu svæði íbúðarbyggð og athafnasvæði. Stækka þarf þéttbýlismörk Mosfellsbæjar og vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins.
Frestað vegna tímaskorts.
- 10. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #778
Ósk um að breyta nýtingu lands L-123651, í íbúðarsvæði/útivistarsvæði og þéttbýli.
Afgreiðsla 534. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 778. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. febrúar 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #534
Ósk um að breyta nýtingu lands L-123651, í íbúðarsvæði/útivistarsvæði og þéttbýli.
Lagt fram og kynnt.
- 27. nóvember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #750
Á 498. fundi skipulagsnefndar 11. október 2019 mættu fulltrúar ASK arkitekta og kynntu hugmyndir um breytingu á aðalskipulagi. Umræður urðu um málið.
Afgreiðsla 502. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. nóvember 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #502
Á 498. fundi skipulagsnefndar 11. október 2019 mættu fulltrúar ASK arkitekta og kynntu hugmyndir um breytingu á aðalskipulagi. Umræður urðu um málið.
Skipulagsnefnd vísar málinu til endurskoðunar aðalskipulags.
- 16. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #747
Á 491. fundi skipulagsnefndar 16. ágúst 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu á málinu." Á fundinn mæta fulltrúar ASK arkitekta.
Afgreiðsla 498. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 747. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. október 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #498
Á 491. fundi skipulagsnefndar 16. ágúst 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu á málinu." Á fundinn mæta fulltrúar ASK arkitekta.
Kynning, umræður um málið.
- 21. ágúst 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #743
Borist hefur erindi frá Helga Þór Eiríkssyni fh. landeigenda dags. 9. júlí 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi á landi í Helgafelli.
Afgreiðsla 492. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 743. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. ágúst 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #491
Borist hefur erindi frá Helga Þór Eiríkssyni fh. landeigenda dags. 9. júlí 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi á landi í Helgafelli.
Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu á málinu.