Mál númer 201901470
- 27. nóvember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #750
Framlenging lánasamninga við Arion banka og Íslandsbanka.
Afgreiðsla 1422. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. nóvember 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1422
Framlenging lánasamninga við Arion banka og Íslandsbanka.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að veita bæjarstjóra heimild til að undirrita fyrirliggjandi viðauka við lánssamning frá 20.01.2015 við Arion banka hf um framlengingu yfirdráttarláns að fjárhæð 500 m.kr. sem gildir til 20.11.2020.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að veita bæjarstjóra heimild til að undirrita fyrirliggjandi viðauka við samning um yfirdráttarheimild við Íslandsbanka hf frá 21.03.2019 að fjárhæð 750 m.kr. sem gildir til 01.03.2022
- 4. september 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #744
Undirbúningur langtímalántöku í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.
Afgreiðsla 1410. fundar bæjarráðs samþykkt á 744. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 29. ágúst 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1410
Undirbúningur langtímalántöku í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum á 1410. fundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 500.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 1909_53 sem bæjarráð hefur kynnt sér.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána og fjármögnun framkvæmda við skólamannvirki.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
- 15. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #739
Undirbúningur langtímalántöku í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.
Afgreiðsla 1398. fundar bæjarráðs samþykkt á 739. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. maí 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1398
Undirbúningur langtímalántöku í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum á 1398. fundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 500.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 1905_29 sem bæjarráð hefur kynnt sér.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána og fjármögnun framkvæmda við skólamannvirki.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. - 20. febrúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #733
Undirbúningur langtímalántöku í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.
Afgreiðsla 1385. fundar bæjarráðs samþykkt á 733. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum. Fulltrúi M- lista situr hjá.
- 7. febrúar 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1385
Undirbúningur langtímalántöku í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með tveimur atkvæðum á 1385. fundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 500.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 1902_10 sem bæjarráð hefur kynnt sér.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána og fjármögnun framkvæmda við skólamannvirki.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Bókun fulltrúa M- lista: Fulltrúi Miðflokksins situr hjá við afgreiðslu þessa máls. Það er í samræmi við höfnun hans á fjárhagsáætlun bæjarins sem vísað er til í meðfylgjandi minnisblaði undir þessum dagskrárlið.