Mál númer 201909461
- 27. nóvember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #750
Úrvinnsla umsókna um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2019.
Afgreiðsla 14. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltrúi S- lista situr hjá.
- 19. nóvember 2019
Menningar- og nýsköpunarnefnd #14
Kl. 17:03 tekur Sólveig Franklínsdóttir sæti á fundinum.Úrvinnsla umsókna um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2019.
Lagðar fram og ræddar umsóknir um Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2019. Nefndin felur forstöðumanni bókasafns og menningarmála að rita minnisblað þar sem lagt er til við bæjarstjórn hverjir eru útnefndir til að hljóta þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2019.
- 16. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #747
Rætt um fyrirkomulag og áherslur þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar Mosfellsbæjar 2019.
Afgreiðsla 12. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar samþykkt á 747. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. október 2019
Menningar- og nýsköpunarnefnd #12
Rætt um fyrirkomulag og áherslur þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar Mosfellsbæjar 2019.
Samþykkt að fela forstöðumanni bókasafns og menningarmála að auglýsa eftir umsóknum um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar í samræmi við umræður á fundinum.