Mál númer 202211183
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Á 1561. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar vísað ráðið skipulagsþætti erindis Bjargs Íbúðafélags, dags. 11.11.2022, til umfjöllunar og meðhöndlunar skipulagsnefndar. Erindið fjallar um úthlutun lóðar fyrir tvö 12 íbúða fjölbýli í 5. áfanga Helgafellshverfis fyrir leiguíbúðir Bjargs. Hjálögð er umbeðin umsögn bæjarráðs frá skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanni.
Afgreiðsla 582. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa og lögmanns Mosfellsbæjar lögð fram.
Afgreiðsla 1561. fundar bæjarráðs samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. janúar 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #582
Á 1561. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar vísað ráðið skipulagsþætti erindis Bjargs Íbúðafélags, dags. 11.11.2022, til umfjöllunar og meðhöndlunar skipulagsnefndar. Erindið fjallar um úthlutun lóðar fyrir tvö 12 íbúða fjölbýli í 5. áfanga Helgafellshverfis fyrir leiguíbúðir Bjargs. Hjálögð er umbeðin umsögn bæjarráðs frá skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanni.
Í ljósi sérstöðu Bjargs íbúðafélags fellst skipulagsnefnd á að unnin verði breyting á deiliskipulagi fyrir lóð að Úugötu 10-12 með kvöðum um leiguíbúðir. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna tillögu að skipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 15. desember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1561
Umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa og lögmanns Mosfellsbæjar lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa þeim hluta málsins sem lýtur að breytingu á skipulagi til skipulagsnefndar.
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Frá Bjargi íbúðafélagi ósk um úthlutun lóða fyrir leiguíbúðir Bjargs og aðlögun skipulagsskilmála.
Afgreiðsla 1557. fundar bæjarráðs samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. nóvember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1557
Frá Bjargi íbúðafélagi ósk um úthlutun lóða fyrir leiguíbúðir Bjargs og aðlögun skipulagsskilmála.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar lögmanns Mosfellsbæjar og skipulagsfulltrúa.