Mál númer 202209214
- 21. apríl 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #589
Hafsteinn Helgi Halldórsson sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús ásamt gestahúsi á lóðinni Hamrabrekkur nr. 7 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Frístundahús 93,6 m², 368,24 m³, Gestahús 36,4 m², 172,9 m³.
- 12. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #825
Hafsteinn Helgi Halldórsson sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús ásamt gestahúsi á lóðinni Hamrabrekkur nr. 7 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Frístundahús 93,6 m², 368,24 m³, Gestahús 36,4 m², 172,9 m³.
Afgreiðsla 495. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 825. fundi bæjarstjórnar.
- 24. mars 2023
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #495
Hafsteinn Helgi Halldórsson sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús ásamt gestahúsi á lóðinni Hamrabrekkur nr. 7 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Frístundahús 93,6 m², 368,24 m³, Gestahús 36,4 m², 172,9 m³.
Samþykkt
- 15. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #821
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu drög að svörum og umsögnum athugasemda, í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, við grenndarkynningu byggingarleyfis að Hamrabrekkum 7. Athugasemdir voru kynntar á 582. fundi nefndarinnar. Lagðir eru fram til afgreiðslu uppfærðir uppdrættir í samræmi við athugasemdir Heilbrigðiseftirlitsins HEF.
Afgreiðsla 584. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 821. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 10. febrúar 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #584
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu drög að svörum og umsögnum athugasemda, í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, við grenndarkynningu byggingarleyfis að Hamrabrekkum 7. Athugasemdir voru kynntar á 582. fundi nefndarinnar. Lagðir eru fram til afgreiðslu uppfærðir uppdrættir í samræmi við athugasemdir Heilbrigðiseftirlitsins HEF.
Skipulagsnefnd samþykkir grenndarkynnt byggingaráform, skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt tillögu að svörun og umsögnum innsendra ábendinga, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa. Byggingarfulltrúa er því heimilt að samþykkja byggingaráform og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Skipulagsnefnd samþykkti á 574. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahús og gestahús að Hamrabrekkum 7 í samræmi við í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningarbréf voru send á aðliggjandi landeigendur og hagaðila. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 16.11.2022, Minjastofnun Íslands, dags. 22.11.2022 og Vegagerðinni, dags. 02.11.2022, 19.12.2022 og 10.01.2023. Athugasemdafrestur var frá 15.11.2022 til og með 19.12.2022.
Afgreiðsla 582. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. janúar 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #582
Skipulagsnefnd samþykkti á 574. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahús og gestahús að Hamrabrekkum 7 í samræmi við í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningarbréf voru send á aðliggjandi landeigendur og hagaðila. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 16.11.2022, Minjastofnun Íslands, dags. 22.11.2022 og Vegagerðinni, dags. 02.11.2022, 19.12.2022 og 10.01.2023. Athugasemdafrestur var frá 15.11.2022 til og með 19.12.2022.
Athugasemdir lagðar fram til kynningar. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. - 26. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #814
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Kjartani Árnasyni, f.h. Hafsteins Helga Halldórssonar, dags. 09.09.2022, fyrir frístundahús í Hamrabrekkum 7 í samræmi við gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 482. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu.
Afgreiðsla 574. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 814. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 26. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #814
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Kjartani Árnasyni, f.h. Hafsteins Helga Halldórssonar, dags. 09.09.2022, fyrir frístundahús í Hamrabrekkum 7 í samræmi við gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 482. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu.
Afgreiðsla 574. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 814. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. október 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #574
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Kjartani Árnasyni, f.h. Hafsteins Helga Halldórssonar, dags. 09.09.2022, fyrir frístundahús í Hamrabrekkum 7 í samræmi við gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 482. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi á grunni heimilda aðalskipulags Mosfellsbæjar og fyrirliggjandi uppdráttar skipulags sumarhúsabyggðar frá 02.04.1985, skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 12. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #813
Hafsteinn Helgi Halldórsson sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús ásamt gestahúsi á lóðinni Hamrabrekkur nr. 7 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Frístundahús 93,6 m², 463,8 m³, Gestahús 36,4 m², 172,9 m³.
Afgreiðsla 482. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 813. fundi bæjarstjórnar.
- 7. október 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #573
Hafsteinn Helgi Halldórsson sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús ásamt gestahúsi á lóðinni Hamrabrekkur nr. 7 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Frístundahús 93,6 m², 463,8 m³, Gestahús 36,4 m², 172,9 m³.
Lagt fram.
- 23. september 2022
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #482
Hafsteinn Helgi Halldórsson sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús ásamt gestahúsi á lóðinni Hamrabrekkur nr. 7 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Frístundahús 93,6 m², 463,8 m³, Gestahús 36,4 m², 172,9 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.