Mál númer 202105014
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 02.12.2022, þar sem kynnt er í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 forkynning tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir íbúðabyggð við Vatnsendahvarf. Breytingar á aðalskipulagi eru gerðar í tengslum við vinnu deiliskipulags. Landnotkunarreita fyrir íbúðarsvæði (ÍB-6), opin svæði og samfélagsþjónustu breytt, fellt er út svæði fyrir verslun og þjónustu í útjaðri íbúðarsvæðisins og sú þjónusta sem þar var fyrirhuguð færð miðsvæðis inn í hverfið nálægt skóla og leikskóla, auk þess sem staðsetning minjasvæðis er leiðrétt. Skilgreiningin "tengibraut" á Kambavegi að og frá hverfinu (ÍB-6) er felld niður. Athugasemdafrestur er til og með 11.01.2023.
Afgreiðsla 582. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. janúar 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #582
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 02.12.2022, þar sem kynnt er í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 forkynning tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir íbúðabyggð við Vatnsendahvarf. Breytingar á aðalskipulagi eru gerðar í tengslum við vinnu deiliskipulags. Landnotkunarreita fyrir íbúðarsvæði (ÍB-6), opin svæði og samfélagsþjónustu breytt, fellt er út svæði fyrir verslun og þjónustu í útjaðri íbúðarsvæðisins og sú þjónusta sem þar var fyrirhuguð færð miðsvæðis inn í hverfið nálægt skóla og leikskóla, auk þess sem staðsetning minjasvæðis er leiðrétt. Skilgreiningin "tengibraut" á Kambavegi að og frá hverfinu (ÍB-6) er felld niður. Athugasemdafrestur er til og með 11.01.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við kynnt gögn.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 12. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #813
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 04.09.2022, með ósk um umsögn skipulagslýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi Kópavogs 2019-2022 fyrir Vatnsendahvarf-Vatnsendahæð. Fyrirhuguð breyting er gerð í tengslum við vinnu deiliskipulags fyrir svæðið í samræmi við þær ábendingar og umsagnir sem bárust. Umsagnafrestur er til og með 27.10.2022.
Afgreiðsla 573. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. október 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #573
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 04.09.2022, með ósk um umsögn skipulagslýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi Kópavogs 2019-2022 fyrir Vatnsendahvarf-Vatnsendahæð. Fyrirhuguð breyting er gerð í tengslum við vinnu deiliskipulags fyrir svæðið í samræmi við þær ábendingar og umsagnir sem bárust. Umsagnafrestur er til og með 27.10.2022.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við breytinguna.
- 19. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #783
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 03.05.2021, með ósk um umsögn verkefnalýsingar nýs deiliskipulags í Vatnsendahvarfi sem samræmist tillögu nýs aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 sem þegar er í kynningu. Umsagnafrestur er til og með 24.05.2021.
Afgreiðsla 542. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 783. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. maí 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #542
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 03.05.2021, með ósk um umsögn verkefnalýsingar nýs deiliskipulags í Vatnsendahvarfi sem samræmist tillögu nýs aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 sem þegar er í kynningu. Umsagnafrestur er til og með 24.05.2021.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við kynnta verklýsingu.