Mál númer 202211239
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Borist hefur erindi frá Garðabæ, dags. 12.12.2022, með ósk um umsögn vegna skipulagslýsingar fyrir tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2036. Breytingin felur í sér breytta landnotkun í Rjúpnadal og Rjúpnahlíð, afmarka á um 17,8 ha athafnasvæði í Rjúpnahlíð norðan og vestan við Elliðavatnsvegar. Einnig er mörkum kirkjugarðs breytt og hann stækkaður um 0,8 ha til norðurs. Áformað að lagfæra legu reiðleiða á svæðinu og laga betur að fyrirhugaðri landnotkun. Ástæða breytinga er vegna þéttingu blandaðrar byggðar í Garðabæ m.a. með endurnýtingu athafnasvæða í grennd við miðbæ. Athafnasvæði Garðabæjar eru fullbyggð. Breyting á svæðisskipulagi er unnin samhliða aðalskipulagsbreytingunni. Umsagnarfrestur er til og með 23.01.2023.
Afgreiðsla 582. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. janúar 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #582
Borist hefur erindi frá Garðabæ, dags. 12.12.2022, með ósk um umsögn vegna skipulagslýsingar fyrir tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2036. Breytingin felur í sér breytta landnotkun í Rjúpnadal og Rjúpnahlíð, afmarka á um 17,8 ha athafnasvæði í Rjúpnahlíð norðan og vestan við Elliðavatnsvegar. Einnig er mörkum kirkjugarðs breytt og hann stækkaður um 0,8 ha til norðurs. Áformað að lagfæra legu reiðleiða á svæðinu og laga betur að fyrirhugaðri landnotkun. Ástæða breytinga er vegna þéttingu blandaðrar byggðar í Garðabæ m.a. með endurnýtingu athafnasvæða í grennd við miðbæ. Athafnasvæði Garðabæjar eru fullbyggð. Breyting á svæðisskipulagi er unnin samhliða aðalskipulagsbreytingunni. Umsagnarfrestur er til og með 23.01.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við kynnt gögn.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Borist hefur erindi frá svæðisskipulagsstjóra, dags. 09.11.2022, með ósk um umsögn skipulagslýsingar vegna breytinga á vaxtamörkum höfuðborgarsvæðisins við Rjúpnahlíð í Garðabæ. Breytingin byggir á áætlun Garðabæjar til þess að skipuleggja nýtt athafnasvæði fyrir plássfreka starfsemi, ásamt því að færa hesthúsahverfi á Kjóavöllum innan vaxtamarka. Athafnasvæði innan vaxtamarka eru að víkja fyrir þéttri byggð.
Afgreiðsla 578. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. nóvember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #578
Borist hefur erindi frá svæðisskipulagsstjóra, dags. 09.11.2022, með ósk um umsögn skipulagslýsingar vegna breytinga á vaxtamörkum höfuðborgarsvæðisins við Rjúpnahlíð í Garðabæ. Breytingin byggir á áætlun Garðabæjar til þess að skipuleggja nýtt athafnasvæði fyrir plássfreka starfsemi, ásamt því að færa hesthúsahverfi á Kjóavöllum innan vaxtamarka. Athafnasvæði innan vaxtamarka eru að víkja fyrir þéttri byggð.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framsetta lýsingu og gögn.
Afgreitt með fimm atkvæðum.