5. júní 2020 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Leirutangi 10 - kæra vegna útgáfu byggingaleyfis201902406
Lögð er til endurupptaka máls við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á byggingarleyfi sem gefið var út 01.02.2019. Málinu var frestað á fundi 515.
Fulltrúi M lista víkur af fundi undir þessum dagskrárlið.
Tillaga fulltrúa L lista:
Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er lagður fram til kynningar. Skipulagsnefnd mun fyrir sitt leyti ekki hafa frumkvæði að því að óska endurupptöku málsins fyrir úrskurðarnefndinni.
Atkvæðagreiðsla um tillöguna, tillaga felldBókun.
Undirritaður, fulltrúi Vina Mosfellsbæjar í skipulagsnefnd, leggst því gegn því að óskað verði endurupptöku hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, ÚUA, vegna hinnar kærðu ákvörunar byggingarfulltrúa að samþykkja byggingarleyfi fyrir stækkun húss að Leitutanga 10.
Í niðurstöðu ÚUA segir m.a. að telja verði að með umþrættu byggingarleyfi hafi verið vikið svo frá nýtingarhlutfalli því sem almennt gerist á grannlóðum á svæðinu að óheimilt hafi verið að grenndarkynna umsóknina. Þess má geta að frávik frá meðalnýtingarhlutfalli er um 42%.
Þessi orð eru skilin þannig að í stað grenndarkynningar hefði þurft að leggja fram deiliskipulag.
Það verður því ekki séð að ósku um endurupptöku nái fram að ganga þar sem þetta mál sem óska á endurupptöku á, er ennþá háð þeim anmarka að hafa verið grenndarkynnt en hafi ekki komið fram sem tillaga að deiliskipulagi.
Athygli vekur að þetta mál er fyrst núna að koma fyrir nefndina um sjö mánuðum eftir að úrskurður ÚUA var kveðinn upp. Einnig það að samtöl hafa átt sér stað milli embættismanna og umsækjanda að því er virðist til undirbúning þess að óska endurupptöku málsins hjá ÚUA eins og segir í inngangi þessa dagskrármáls. Lögð er til endurupptaka máls við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Undirritaður hefði talið eðlilegra, þar sem málið er á forræði nefndarinnar, að embættismenn hefðu kynnt nefndinni úrskurðinn og umræða hefði fyrst verið tekin í nefndinni um hann.Skipulagsnefnd felur lögmanni Mosfellsbæjar að óska eftir að málið verði endurupptekið á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs. Lögmanni er einnig falið að bjóða húseiganda að vera aðili að ósk Mosfellsbæjar um endurupptöku málsins.
Samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa D og V lista gegn einu atkvæði fulltrúa L lista.2. Skák, sumarhús í landi Hraðastaða, Umsókn um byggingarleyfi202003061
Guðmundur Þór Gunnarsson Reiðvaði 7 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri viðbyggingu við eldra frístundahús á lóðinni Skák í landi Hraðastaða, landnr. 123664, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 126,6 m². Erindið hlaut ekki fullnægjandi afgreiðslu á 513. fundi skipulagsnefndar.
Samkvæmt 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ber að grendarkynna erindið þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu, en með vísan í 3. mgr. sömu greinar telur skipulagsnefnd umsækjanda eina hagsmunaaðila máls og fellur því frá grenndarkynningu.
Ekki er gerð athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi þegar umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum.3. Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 - breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi Fannborgarreitur-Traðarreitur201912217
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 26.05.2020, vegna auglýstrar breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Fannborgarreitur, þróunarsvæði fyrir íbúðarbyggð (reitur B1-1) og Traðarreitur-vestur, þróunarsvæði fyrir íbúðarbyggð (reitur B4). Einnig er samhliða kynnt vinnslutillaga að breytingu deiliskipulags svæðisins.
Skipulagsnefnd hefur engar athugasemdir við erindi Kópavogsbæjar.
4. Gatnagerð 4. áfanga Helgafellshverfis - Framkvæmdaleyfi202003063
Byggingarfélagið Bakki ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð í 4. áfanga Helgafellshverfis á grunni deiliskipulags.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
5. Egilsmói 12 - hverfisverndarsvæði202005288
Erindi landeiganda að Egilsmóa 12 vegna framkvæmda og girðinga innan hverfisverndar lagt fram. Erindið var einnig tekið fyrir á 209. fundi umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.
Skipulagsnefnd synjar ósk um að girða lóð meðfram Suðurá og bendir á ákvæði gildandi deiliskipulags um opið svæði meðfram á. Girðing skal taka mið af reglum deiliskipulags um 10 metra fjarlægð þar sem að landfræðilegar aðstæður leyfa. Ennfremur hafnar nefndin öðrum framkvæmdum á lóðinni innan hverfisverndarsvæðis.
6. Suðurlandsvegur - tvöföldun Bæjarháls að Hólmsá202005299
Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 20.05.2020, með ósk um umsögn við tillögu að matsáætlun um breikkun Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi að Hólmsá.
Skipulagsnefnd hefur engar athugasemdir við erindi Skipulagsstofnunar.
7. Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - ósk um breytingu á aðalskipulagi201612360
Lögð er fram til samþykktar breyting á aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Um er að ræða þéttingu og stækkun frístundasvæða. Skipulagið var auglýst í Lögbirtingarblaði, Fréttablaði og á heimasíðu Mosfellsbæjar með athugasemdafresti frá 15. apríl til 29. maí 2020. Engar athugasemdir bárust.
Með vísan í 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast umsýslu hennar í samræmi við 2. mgr. sömu greinar.
8. Sunnukriki umsókn um lóð undir dreifistöð202003500
Lög er fram til kynningar deiliskipulagsbreyting fyrir nýja dreifistöð Veitna í Sunnukrika í samræmi við samþykktir skipulagsnefndar frá 24.04.2020.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnenfd metur breytinguna óverulega þar sem hverfið er í miðri uppbyggingu og ný dreifistöð hluti þeirra áforma. Tillaga verður kynnt lóðarhöfum. Afgreiðslunni skal vísað til bæjarráðs sem fer með úthlutun lóða úr landi Mosfellsbæjar.
9. Vogatunga 18-24, breyting á deiliskipulagi Leirvogstungu202005088
Lögð er fram til kynningar tillaga að breytingu deiliskipulags Leirvogstungu vegna stækkunar á lóðum við Vogatungu 18-24. Tillagan er unnin í samráði við deildarstjóra nýframkvæmda og í takt við óskir íbúa.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna óverulega þar sem breytingin telst minniháttar og varðar helst hagsmuni lóðarhafa og sveitarfélagsins vegna lóðarfrágangs.
Með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga um kynningarferli grenndarkynninga metur skipulagsnefnd lóðarhafa Vogatungu 18-24 og Mosfellsbæ einu hagsmunaaðila máls en þessir aðilar standa saman að breytingu. Skipulagsnefnd ákveður því að falla frá kröfum um grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Afgreiðslunni skal vísað til bæjarráðs sem fer með úthlutun lóða úr landi Mosfellsbæjar.10. Vogatunga 60 - breytingar á lóð202005366
Borist hefur erindi frá Halldóri Albertssyni, Vogatungu 60, þar sem óskað er eftir breyttum lóðarmörkum sökum þess að búið er að leggja göngustíg að hluta til innan lóðar
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna óverulega þar sem hún varðar helst hagsmuni lóðarhafa Leirvogstungu 58-60 og sveitarfélagsins vegna lóðarfrágangs. Afgreiðslunni skal vísað til bæjarráðs sem fer með úthlutun lóða úr landi Mosfellsbæjar.
11. Markholt 2 - stækkun húss202003234
Á 515. fundi skipulagsnefndar var skipulagsfulltrúa falið að vinna drög að svörum vegna innsendra athugasemda við grenndarkynningu byggingarleyfis að Markholti 2.
Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er gerð athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi þegar umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum.
12. Kvíslartunga 5 - breyting á deiliskipulagi201909368
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 10. mars til og með 24. apríl 2020. Athugasemdir bárust frá Orra Eiríkssyni og Marianne Eiríksson, Kvíslartungu 1, dags. 29. janúar 2020, Halldóri Karli Þórissyni og Söndru Kjartansdóttur, Kvíslartungu 3, dags. 29. janúar 2020 auk athugasemdar frá Halldóri Karli Þórissyni, Kvíslartungu 3, dags. 16. apríl 2020.
Fulltrúi M lista situr hjá. Skipulagsfulltrúa falið að vinna drög að svörum við innsendum athugasemdum og leggja fram á næsta fundi skipulagsnefndar.
13. Kvíslartunga 40 - Færsla á innkeyrslu, Gatnagerð202001237
Borist hefur erindi frá Valgeir Berg, dags. 06.01.2020, með ósk um samþykkt fyrir tilfærslu á innkeyrslu lóðar í samræmi við samþykkta aðaluppdrætti húss.
Skipulagsnefnd samþykkir óveruleg frávik deiliskipulags í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kostnaður við hugsanlegar breytingar innviða skal greiddur af lóðarhafa.
14. Uglugata 19 - fyrirspurn202005077
Erindi hefur borist frá Arnóri Ágerissyni, dags. 07.05.2020, með ósk um að færa innkeyrslu og bílastæði lóðar. Fyrir liggur skriflegt samþykki nágranna.
Skipulagsnefnd samþykkir óveruleg frávik deiliskipulags í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kostnaður við hugsanlegar breytingar innviða skal greiddur af lóðarhafa. Umsækjandi skal leggja inn breytta aðaluppdrætti til byggingarfulltrúa í samræmi við 4.3.1. gr. byggingarreglugerð nr. 112/2012.
15. Reykjavegur - Gangstígar og götulýsing201912120
Lögð er fyrir skipulagsnefnd ósk um framkvæmdaleyfi um gerð göngustíga meðfram Reykjavegi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu.
16. Loftnetamastur Tungubakka202003233
Borist hefur erindi frá Nova ehf með ósk um heimild til þess að setja upp fjarskiptamastur á Tungubakka í samræmi við innsend gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla málið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
17. Ábending um umferðaröryggi í Helgafellshverfi202004341
Borist hefur erindi frá Pétri Andra Péturssyni Dam, dags. 29.04.2020, þar sem hann lýsir yfir áhyggjum af umferðaröryggi í Helgafellshverfi.
Bókun fulltrúa M lista. Umferð í Helgarfellshverfi er mikil og mun aukast. Það hlýtur að vera forgangsmál hjá bæjaryfirvöldum að koma á vegtengingu austan úr hverfinu eins og upphaflega var áætluð og standa þannig við skuldbindingar sínar gagnvart íbúum hverfisins.
Erindinu vísað til yfirstandandi skoðunar á umferðaröryggi Helgafellshverfis hjá Umhverfissviði.
18. Furubyggð 18-28 /Umsókn um byggingarleyfi202004329
Borist hefur erindi frá Jónínu Sigurgeirsdóttur, f.h. íbúa við Furubyggð 18-28, með ósk um leyfi til breyttrar útfærslu þaks sólskála á lóðunum í samræmi við framlögð gögn. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar af 399. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Samkvæmt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ber að grendarkynna erindið þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu, en með vísan í 3. mgr. sömu greinar telur skipulagsnefnd umsækjendur einu hagsmunaaðila máls og fellur því frá grenndarkynningu.
Ekki er gerð athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.19. Sveinsstaðir - Umsókn um byggingarleyfi202005147
Borist hefur erindi frá Guðbjörgu Magnúsdóttur, á Sveinsstöðum í Mosfellsbæ, með ósk um leyfi til að byggja við núverandi einbýlishús viðbyggingu úr steinsteypu og timbri á lóðinni Sveinsstaðir í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Stækkun 24,4 m². Erindinu var vísað til skipulagsnefndar af 399. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Samkvæmt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ber að grendarkynna erindið þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu, en með vísan í 3. mgr. sömu greinar telur skipulagsnefnd umsækjendur einu hagsmunaaðila máls og fellur því frá grenndarkynningu.
Ekki er gerð athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.20. Súluhöfði 49 - fyrirspurn202005397
Borist hefur erindi frá Jónasi Bjarna Árnasyni með ósk um undanþágu vegna byggingarskilmála skipulags í Súluhöfða 49.
Heimilt er að byggja hús með flötu þaki en vegghæð skal miða við 3,5 m skv. skipulagi, innsendu erindi er synjað þar sem vegghæð er hærri.
21. Reykjahvoll 33 - fyrirspurn202005378
Borist hefur erindi frá Ragnheiði Þórólfsdóttur, dags. 27.05.2020, með ósk um að breyta deiliskipulagi vegna innkeyrslu á lóð Reykjahvolls 33.
Frestað vegna tímaskorts.
22. Leirvogstunguhverfi - tillaga að stækkun lóða202001285
Borist hefur erindi frá Rúnari Þór Guðbrandssyni, f.h. Stjórnar Íbúasamtaka Leirvogstungu, dags. 28.05.2020 vegna skipulagsmála í Leirvogstunguhverfi.
Frestað vegna tímaskorts.
23. Leirvogstunga 26 - ósk um stækkun lóðar202005321
Borist hefur erindi frá Ingu Dóru Glan Guðmundsdóttur, dags. 23.05.2020, með ósk um stækkun lóðar í Leirvogstungu 26.
Frestað vegna tímaskorts.
24. Miðdalur - ósk um breyting á landnýtingu lóða202005398
Borist hefur erindi frá Tryggva Einarssyni þar sem hann óskar eftir að í vinnu við endurskoðun aðalskipulags verði landnotkun á lóðunum L 224008 og 226500 í landi Miðdals breytt í svæði fyrir frísundabyggð. Einnig vill hann falla frá erindi sínu (málsnr. 201903466) sem vísað var til endurskoðunar aðalskipulags á 482. fundi skiplagsnefndar þann 29.03.2019.
Frestað vegna tímaskorts.
25. Borgarlína - breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur og Kópavogs202005277
Borist hefur erindi frá SSH, dags. 19.05.2020, með beiðni um umsögn um verk- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Kópavogsbæjar 2012-2024 og Reykjavíkurborgar 2010-2030 vegna fyrsta hluta Borgarlínu milli Hamraborgar og Ártúnshöfða. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar af 1445. fundi bæjarráðs.
Fulltrúi M lista situr hjá. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
26. Borgarlína - matsáætlun Ártúnshöfði - Hamraborg202005279
Verkefnastofa Borgarlínu kynnir drög að matsáætlun vegna fyrstu lotu Borgarlínu. Óskað er eftir ábendingum fyrir 9. júní 2020. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar af 1445. fundi bæjarráðs.
Fulltrúi M lista situr hjá. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
27. Ævintýragarður - deiliskipulag201710251
Lögð eru fram frekari drög að deiliskipulagi Ævintýragarðsins.
Lagt fram og kynnt. Hönnuðum falin áframhaldandi vinna við verkefnið.
Fundargerðir til kynningar
28. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 38202005028F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
28.1. Varmárhóll - Varmárskólasvæði - Deiliskipulagsbreyting 202003017
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 24. mars til og með 8. maí 2020. Auglýsing birtist í Lögbirtingarblaðinu, Fréttablaðinu og á heimasíðu Mosfellsbæjar, uppdráttur var aðgengilegur á vef og á upplýsingatorgi.
Engar athugasemdir bárust.28.2. Reykjavegur 62 - skipting lóðar og staðsetning húsa 201805150
Skipulagsnefnd samþykkti í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með dreifibréfi með athugasemdafresti frá 20. febrúar til 8. apríl 2020.
28.3. Grenibyggð 36 /Umsókn um byggingarleyfi 201911202
Skipulagsnefnd samþykkti í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með dreifibréfi með athugasemdafresti frá 6. mars til 8. apríl 2020.
28.4. Reykjavegur 61 - beiðni um að reisa bílskýli að Reykjavegi 61 201909154
Skipulagsnefnd samþykkti í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með dreifibréfi með athugasemdafresti frá 6. mars til 8. apríl 2020.
28.5. Arnartangi 47 - viðbygging 201910037
Skipulagsnefnd samþykkti í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með dreifibréfi með athugasemdafresti frá 24. mars til 24. apríl 2020.
28.6. Brekkutangi 3, Fyrirspurn um byggingarleyfi 201810320
Skipulagsnefnd samþykkti í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með dreifibréfi með athugasemdafresti frá 3. apríl til 6. maí 2020.
29. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 394202002010F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
29.1. Bjarkarholt 11-29, Umsókn um byggingarleyfi. 201710129
sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Bjarkarholt nr. 21 og 23 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
29.2. Brúarfljót 1, Umsókn um byggingarleyfi 201912293
Berg Verktakar, Höfðabakka 9, sækja um leyfi til að byggja úr límtré og stálklæddum samlokueiningum atvinnuhúsnæði á lóðinni Brúarfljót nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 802,3 m², 4.038,66 m³
29.3. Desjamýri 6, Umsókn um byggingarleyfi. 201802283
Húsasteinn ehf., Desjamýri 6, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Desjamýri nr. 6, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
29.4. Kvíslartunga 44 /Umsókn um byggingarleyfi 201911238
Jón Ellert Þorsteinsson og Eybjörg Helga Hauksdóttir, sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu bílgeymslu á lóðinni Kvíslartunga nr. 44, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 60,0 m², 175,235 m³.29.5. Laxatunga 145, Umsókn um byggingarleyfi. 201804211
Ískjölur ehf., Silungakvísl 1 Reykjavík, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Laxatunga nr. 145, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
29.6. Reykjahvoll 12, Umsókn um byggingarleyfi 201909269
Lukasz Slezak og Olga Knaziak sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Reykjahvoll nr. 12, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 152,5 m², 36,1 m², 710,3 m³.
29.7. Vogatunga 10-16, Umsókn um byggingarleyfi. 201803310
Guðrún Helgadóttir, Vogatungu 16, sækir um leyfi til breytinga innra skipulags raðhúss á lóðinni Vogatunga nr. 16, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
29.8. Vogatunga 24, Umsókn um byggingarleyfi 201909491
MótX ehf., Hlíðarsmára 19 Kópavogi, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta raðhúss á lóðinni Vogatunga nr. 24 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
30. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 395202003005F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
30.1. Lágholt 13 / Umsókn um byggingarleyfi 202001117
Jóhannes V. Gunnarsson Lágholti 13 sækir um leyfi til að byggja við einbýlishús á lóðinni Lágholt nr.13, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 42,5 m², 122,99 m³.
30.2. Lækjarhlíð 1A, Umsókn um byggingarleyfi. 201805260
Laugar ehf., Sundlaugavegi 30A Reykjavík, sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta íþróttahúss á lóðinni Lækjarhlíð nr. 1A, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
30.3. Reykjavegur 62, Umsókn um byggingarleyfi 201912152
Ármann Benediktsson Laxatungu 195 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Reykjavegur nr. 62 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 198,8 m², bílgeymsla 59,4 m², 950,8 m³.
30.4. Reykjavegur 64, Umsókn um byggingarleyfi 201912153
Ármann Benediktsson Laxatungu 195 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Reykjavegur nr. 64 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 198,8 m², bílgeymsla 59,4 m², 950,8 m³.
30.5. [Undraland], Umsókn um byggingarleyfi 202002066
Hafsteinn G. Hafsteinsson sækir um leyfi til breytinga afstöðumyndar með nýjum skilgreiningum sérnotaflata á lóðinni Undraland, lnr. 123747, samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.30.6. Vindhóll, Umsókn um byggingarleyfi 202001421
Sigurdór Sigurðsson Vindhóli sækir um leyfi til breytinga innra skipulags og notkunar tækjageymslu á lóðinni Vindhóll Lnr. 174418 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
31. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 396202004010F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
31.1. Bjarkarholt 8-20, Umsókn um byggingarleyfi. 201806016
Klapparholt ehf. Turnahvarfi 4 Kópavogi sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Bjarkarholt nr. 8-20, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
31.2. Bugðufljót 7, Umsókn um byggingarleyfi. 201702113
AB Verk ehf., Víkurhvarfi 6 203 Kópavogi, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Bugðufljót nr. 7, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
31.3. Gerplustræti 14, Umsókn um byggingarleyfi Helgafellsskóli. 201702127
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta 1. og 4. áfanga skólahúsnæðis á lóðinni nr. 14 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
31.4. Leirutangi 2 / Umsókn um byggingarleyfi /breytingar 202004048
Kristín Einarsdóttir Leirutanga 2 sækir um leyfi til breytinga innra skipulags einbýlishúss á lóðinni Leirutangi nr. 2 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
31.5. Skák, sumarhús í landi Hraðastaða, Umsókn um byggingarleyfi 202003061
Guðmundur Þór Gunnarsson Reiðvaði 7 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri viðbyggingu við eldra frístundahúsá lóðinni Skák í landi Hraðastaða, landnr. 123664, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Stækkun 126,6 m², 425,9 m³31.6. Uglugata 32-38, Umsókn um byggingarleyfi. 201710068
Seres byggingafélag Bæjarlind 2 Kópavogi sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Uglugata nr. 32-38, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
31.7. Uglugata 62, Umsókn um byggingarleyfi 202002065
Óttar Karlsson Furuási 17 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu lóðinni Uglugata nr. 62 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 231,5 m², bílgeymsla 59,2 m², 1070,0 m³.
32. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 397202004023F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
32.1. Grenibyggð 36 /Umsókn um byggingarleyfi 201911202
Sveinn Líndal Jóhannsson Grenibyggð 36 sækir um leyfi til útlitsbreytinga einbýlishúss á lóðinni Grenibyggð nr. 36, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
32.2. Súluhöfði 38 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202003290
Olga Stefánsdóttir Ástu-Sólliljugötu 1 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Súluhöfði nr. 38, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 216,9 m², bílgeymsla 46,1 m², 915,95 m³32.3. Súluhöfði 41 / Umsókn um byggingarleyfi 202002175
Magnús Freyr Ólafsson Bröttuhlíð 25 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Súluhöfði nr. 41, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 200,0 m², 44,1 m², 774,38 m³32.4. Vefarastræti 32-38, Umsókn um byggingarleyfi 2017081229
LL06ehf. Katrínartúni 2 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Vefarastræti nr. 32-38, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
32.5. Vefarastræti 40-44/Umsókn um byggingarleyfi. 201607083
LL06 ehf. Katrínartúni 2 Reykjavík sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Vefarastræti nr. 40-44, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
33. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 398202005012F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
33.1. Desjamýri 13A / Umsókn um byggingarleyfi 202005054
Veitur ohf. Bæjarhálsi 1 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum dreifistöð á lóðinni Desjamýri nr. 13a, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 17,3 m², 52,92m³.33.2. Súluhöfði 39, Umsókn um byggingarleyfi 202003244
Elvar Trausti Guðmundsson súluhöfð 27 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Súluhöfði nr. 39, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 239,5 m², 49,7 m², 838,816 m³.
34. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 399202005027F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
34.1. Álafossvegur 22, Umsókn um byggingarleyfi/stöðuleyfi 202005291
Kjartan Sveinsson Brekkustíg 7, 101 Reykjavík, sækir um stöðuleyfi fyrir gám á lóðinni Álafossvegur nr. 22 í samræmi við framlögð gögn.
34.2. Furubyggð 18-28 /Umsókn um byggingarleyfi 202004329
Fyrir hönd íbúa við Furubyggð 18-28 sækir Jónína Sigurgeirsdóttir Furubyggð 28 um leyfi til breyttrar útfærslu þaka sólskála á lóðunum Furubyggð nr.18-28 í samræmi við framlögð gögn.
34.3. Sveinsstaðir - Umsókn um byggingarleyfi 202005147
Guðbjörg Magnúsdóttir Sveinsstöðum sækir um leyfi til að byggja við núverandi einbýlishús viðbyggingu úr steinsteypu og timbri á lóðinni Sveinsstaðir í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Stækkun 24,4 m², 100,7 m³.
35. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 400202005040F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
35.1. Reykjahvoll 8, Umsókn um byggingarleyfi 2018084786
Eyjólfur Sigurjónsson Dvergholti 16 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Reykjahvoll nr. 8, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
35.2. Asparlundur 11, Umsókn um byggingarleyfi 202004066
Reykjamelur ehf. Engjavegi 10 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum Asparlundur nr. 11-13, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Asparlundur 11, 165,5 m², 543,0 m³. Asparlundur 13, 165,5 m², 543,0 m³.