Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

5. júní 2020 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Jón Pétursson aðalmaður
 • Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
 • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
 • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
 • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Leiru­tangi 10 - kæra vegna út­gáfu bygg­inga­leyf­is201902406

  Lögð er til endurupptaka máls við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á byggingarleyfi sem gefið var út 01.02.2019. Málinu var frestað á fundi 515.

  Full­trúi M lista vík­ur af fundi und­ir þess­um dag­skrárlið.

  Til­laga full­trúa L lista:
  Úr­skurð­ur Úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­linda­mála er lagð­ur fram til kynn­ing­ar. Skipu­lags­nefnd mun fyr­ir sitt leyti ekki hafa frum­kvæði að því að óska end­urupp­töku máls­ins fyr­ir úr­skurð­ar­nefnd­inni.
  At­kvæða­greiðsla um til­lög­una, til­laga felld

  Bók­un.
  Und­ir­rit­að­ur, full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar í skipu­lags­nefnd, leggst því gegn því að óskað verði end­urupp­töku hjá Úr­skurð­ar­nefnd um­hverf­is- og auð­linda­mála, ÚUA, vegna hinn­ar kærðu ákvör­un­ar bygg­ing­ar­full­trúa að sam­þykkja bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir stækk­un húss að Leitu­tanga 10.
  Í nið­ur­stöðu ÚUA seg­ir m.a. að telja verði að með um­þrættu bygg­ing­ar­leyfi hafi ver­ið vik­ið svo frá nýt­ing­ar­hlut­falli því sem al­mennt ger­ist á grann­lóð­um á svæð­inu að óheim­ilt hafi ver­ið að grennd­arkynna um­sókn­ina. Þess má geta að frá­vik frá með­al­nýt­ing­ar­hlut­falli er um 42%.
  Þessi orð eru skilin þann­ig að í stað grennd­arkynn­ing­ar hefði þurft að leggja fram deili­skipu­lag.
  Það verð­ur því ekki séð að ósku um end­urupp­töku nái fram að ganga þar sem þetta mál sem óska á end­urupp­töku á, er enn­þá háð þeim an­marka að hafa ver­ið grennd­arkynnt en hafi ekki kom­ið fram sem til­laga að deili­skipu­lagi.
  At­hygli vek­ur að þetta mál er fyrst núna að koma fyr­ir nefnd­ina um sjö mán­uð­um eft­ir að úr­skurð­ur ÚUA var kveð­inn upp. Einn­ig það að sam­töl hafa átt sér stað milli emb­ætt­is­manna og um­sækj­anda að því er virð­ist til und­ir­bún­ing þess að óska end­urupp­töku máls­ins hjá ÚUA eins og seg­ir í inn­gangi þessa dag­skrár­máls. Lögð er til end­urupp­taka máls við Úr­skurð­ar­nefnd um­hverf­is- og auð­linda­mála. Und­ir­rit­að­ur hefði tal­ið eðli­legra, þar sem mál­ið er á for­ræði nefnd­ar­inn­ar, að emb­ætt­is­menn hefðu kynnt nefnd­inni úr­skurð­inn og um­ræða hefði fyrst ver­ið tekin í nefnd­inni um hann.

  Skipu­lags­nefnd fel­ur lög­manni Mos­fells­bæj­ar að óska eft­ir að mál­ið verði end­urupp­tek­ið á grund­velli fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaðs. Lög­manni er einn­ig fal­ið að bjóða hús­eig­anda að vera að­ili að ósk Mos­fells­bæj­ar um end­urupp­töku máls­ins.
  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um full­trúa D og V lista gegn einu at­kvæði full­trúa L lista.

 • 2. Skák, sum­ar­hús í landi Hraðastaða, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi202003061

  Guðmundur Þór Gunnarsson Reiðvaði 7 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri viðbyggingu við eldra frístundahús á lóðinni Skák í landi Hraðastaða, landnr. 123664, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 126,6 m². Erindið hlaut ekki fullnægjandi afgreiðslu á 513. fundi skipulagsnefndar.

  Sam­kvæmt 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 ber að grend­arkynna er­ind­ið þar sem ekki ligg­ur fyr­ir deili­skipu­lag á svæð­inu, en með vís­an í 3. mgr. sömu grein­ar tel­ur skipu­lags­nefnd um­sækj­anda eina hags­muna­að­ila máls og fell­ur því frá grennd­arkynn­ingu.
  Ekki er gerð at­huga­semd við að bygg­ing­ar­full­trúi gefi út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010 og bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012, með síð­ari breyt­ing­um.

 • 3. Að­al­skipu­lag Kópa­vogs 2012-2024 - breyt­ing á að­al­skipu­lagi og deili­skipu­lagi Fann­borg­ar­reit­ur-Trað­ar­reit­ur201912217

  Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 26.05.2020, vegna auglýstrar breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Fannborgarreitur, þróunarsvæði fyrir íbúðarbyggð (reitur B1-1) og Traðarreitur-vestur, þróunarsvæði fyrir íbúðarbyggð (reitur B4). Einnig er samhliða kynnt vinnslutillaga að breytingu deiliskipulags svæðisins.

  Skipu­lags­nefnd hef­ur eng­ar at­huga­semd­ir við er­indi Kópa­vogs­bæj­ar.

 • 4. Gatna­gerð 4. áfanga Helga­fells­hverf­is - Fram­kvæmda­leyfi202003063

  Byggingarfélagið Bakki ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð í 4. áfanga Helgafellshverfis á grunni deiliskipulags.

  Skipu­lags­full­trúa fal­ið að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012.

 • 5. Eg­ils­mói 12 - hverf­is­vernd­ar­svæði202005288

  Erindi landeiganda að Egilsmóa 12 vegna framkvæmda og girðinga innan hverfisverndar lagt fram. Erindið var einnig tekið fyrir á 209. fundi umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.

  Skipu­lags­nefnd synj­ar ósk um að girða lóð með­fram Suð­urá og bend­ir á ákvæði gild­andi deili­skipu­lags um opið svæði með­fram á. Girð­ing skal taka mið af regl­um deili­skipu­lags um 10 metra fjar­lægð þar sem að land­fræði­leg­ar að­stæð­ur leyfa. Enn­frem­ur hafn­ar nefnd­in öðr­um fram­kvæmd­um á lóð­inni inn­an hverf­is­vernd­ar­svæð­is.

 • 6. Suð­ur­lands­veg­ur - tvö­föld­un Bæj­ar­háls að Hólmsá202005299

  Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 20.05.2020, með ósk um umsögn við tillögu að matsáætlun um breikkun Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi að Hólmsá.

  Skipu­lags­nefnd hef­ur eng­ar at­huga­semd­ir við er­indi Skipu­lags­stofn­un­ar.

 • 7. Að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 - ósk um breyt­ingu á að­al­skipu­lagi201612360

  Lögð er fram til samþykktar breyting á aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Um er að ræða þéttingu og stækkun frístundasvæða. Skipulagið var auglýst í Lögbirtingarblaði, Fréttablaði og á heimasíðu Mosfellsbæjar með athugasemdafresti frá 15. apríl til 29. maí 2020. Engar athugasemdir bárust.

  Með vís­an í 1. mgr. 32. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 er til­lag­an sam­þykkt og mun skipu­lags­full­trúi ann­ast um­sýslu henn­ar í sam­ræmi við 2. mgr. sömu grein­ar.

 • 8. Sunnukriki um­sókn um lóð und­ir dreif­istöð202003500

  Lög er fram til kynningar deiliskipulagsbreyting fyrir nýja dreifistöð Veitna í Sunnukrika í samræmi við samþykktir skipulagsnefndar frá 24.04.2020.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an verði kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lagsn­en­fd met­ur breyt­ing­una óveru­lega þar sem hverf­ið er í miðri upp­bygg­ingu og ný dreif­istöð hluti þeirra áforma. Til­laga verð­ur kynnt lóð­ar­höf­um. Af­greiðsl­unni skal vísað til bæj­ar­ráðs sem fer með út­hlut­un lóða úr landi Mos­fells­bæj­ar.

 • 9. Voga­tunga 18-24, breyt­ing á deili­skipu­lagi Leir­vogstungu202005088

  Lögð er fram til kynningar tillaga að breytingu deiliskipulags Leirvogstungu vegna stækkunar á lóðum við Vogatungu 18-24. Tillagan er unnin í samráði við deildarstjóra nýframkvæmda og í takt við óskir íbúa.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an verði kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­nefnd met­ur breyt­ing­una óveru­lega þar sem breyt­ing­in telst minni­hátt­ar og varð­ar helst hags­muni lóð­ar­hafa og sveit­ar­fé­lags­ins vegna lóð­ar­frá­gangs.
  Með vís­an í 3. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga um kynn­ing­ar­ferli grennd­arkynn­inga met­ur skipu­lags­nefnd lóð­ar­hafa Voga­tungu 18-24 og Mos­fells­bæ einu hags­muna­að­ila máls en þess­ir að­il­ar standa sam­an að breyt­ingu. Skipu­lags­nefnd ákveð­ur því að falla frá kröf­um um grennd­arkynn­ingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga. Breyt­ing­ar­til­laga deili­skipu­lags telst því sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Af­greiðsl­unni skal vísað til bæj­ar­ráðs sem fer með út­hlut­un lóða úr landi Mos­fells­bæj­ar.

 • 10. Voga­tunga 60 - breyt­ing­ar á lóð202005366

  Borist hefur erindi frá Halldóri Albertssyni, Vogatungu 60, þar sem óskað er eftir breyttum lóðarmörkum sökum þess að búið er að leggja göngustíg að hluta til innan lóðar

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an verði kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­nefnd met­ur breyt­ing­una óveru­lega þar sem hún varð­ar helst hags­muni lóð­ar­hafa Leir­vogstungu 58-60 og sveit­ar­fé­lags­ins vegna lóð­ar­frá­gangs. Af­greiðsl­unni skal vísað til bæj­ar­ráðs sem fer með út­hlut­un lóða úr landi Mos­fells­bæj­ar.

 • 11. Mark­holt 2 - stækk­un húss202003234

  Á 515. fundi skipulagsnefndar var skipulagsfulltrúa falið að vinna drög að svörum vegna innsendra athugasemda við grenndarkynningu byggingarleyfis að Markholti 2.

  Skipu­lags­full­trúa fal­ið að svara at­huga­semd­um í sam­ræmi við 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Ekki er gerð at­huga­semd við að bygg­ing­ar­full­trúi gefi út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010 og bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012, með síð­ari breyt­ing­um.

  • 12. Kvísl­artunga 5 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201909368

   Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 10. mars til og með 24. apríl 2020. Athugasemdir bárust frá Orra Eiríkssyni og Marianne Eiríksson, Kvíslartungu 1, dags. 29. janúar 2020, Halldóri Karli Þórissyni og Söndru Kjartansdóttur, Kvíslartungu 3, dags. 29. janúar 2020 auk athugasemdar frá Halldóri Karli Þórissyni, Kvíslartungu 3, dags. 16. apríl 2020.

   Full­trúi M lista sit­ur hjá. Skipu­lags­full­trúa fal­ið að vinna drög að svör­um við inn­send­um at­huga­semd­um og leggja fram á næsta fundi skipu­lags­nefnd­ar.

  • 13. Kvísl­artunga 40 - Færsla á inn­keyrslu, Gatna­gerð202001237

   Borist hefur erindi frá Valgeir Berg, dags. 06.01.2020, með ósk um samþykkt fyrir tilfærslu á innkeyrslu lóðar í samræmi við samþykkta aðaluppdrætti húss.

   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir óveru­leg frá­vik deili­skipu­lags í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Kostn­að­ur við hugs­an­leg­ar breyt­ing­ar inn­viða skal greidd­ur af lóð­ar­hafa.

  • 14. Uglugata 19 - fyr­ir­spurn202005077

   Erindi hefur borist frá Arnóri Ágerissyni, dags. 07.05.2020, með ósk um að færa innkeyrslu og bílastæði lóðar. Fyrir liggur skriflegt samþykki nágranna.

   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir óveru­leg frá­vik deili­skipu­lags í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Kostn­að­ur við hugs­an­leg­ar breyt­ing­ar inn­viða skal greidd­ur af lóð­ar­hafa. Um­sækj­andi skal leggja inn breytta að­al­upp­drætti til bygg­ing­ar­full­trúa í sam­ræmi við 4.3.1. gr. bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012.

  • 15. Reykja­veg­ur - Gang­stíg­ar og götu­lýs­ing201912120

   Lögð er fyrir skipulagsnefnd ósk um framkvæmdaleyfi um gerð göngustíga meðfram Reykjavegi.

   Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna er­ind­ið skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, þar sem ekki ligg­ur fyr­ir deili­skipu­lag á svæð­inu.

  • 16. Loft­neta­m­ast­ur Tungu­bakka202003233

   Borist hefur erindi frá Nova ehf með ósk um heimild til þess að setja upp fjarskiptamastur á Tungubakka í samræmi við innsend gögn.

   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að með­höndla mál­ið skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 17. Ábend­ing um um­ferðarör­yggi í Helga­fells­hverfi202004341

   Borist hefur erindi frá Pétri Andra Péturssyni Dam, dags. 29.04.2020, þar sem hann lýsir yfir áhyggjum af umferðaröryggi í Helgafellshverfi.

   Bók­un full­trúa M lista. Um­ferð í Helg­ar­fells­hverfi er mik­il og mun aukast. Það hlýt­ur að vera for­gangs­mál hjá bæj­ar­yf­ir­völd­um að koma á veg­teng­ingu aust­an úr hverf­inu eins og upp­haf­lega var áætluð og standa þann­ig við skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart íbú­um hverf­is­ins.

   Er­ind­inu vísað til yf­ir­stand­andi skoð­un­ar á um­ferðarör­yggi Helga­fells­hverf­is hjá Um­hverf­is­sviði.

  • 18. Furu­byggð 18-28 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi202004329

   Borist hefur erindi frá Jónínu Sigurgeirsdóttur, f.h. íbúa við Furubyggð 18-28, með ósk um leyfi til breyttrar útfærslu þaks sólskála á lóðunum í samræmi við framlögð gögn. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar af 399. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

   Sam­kvæmt skv. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 ber að grend­arkynna er­ind­ið þar sem ekki ligg­ur fyr­ir deili­skipu­lag á svæð­inu, en með vís­an í 3. mgr. sömu grein­ar tel­ur skipu­lags­nefnd um­sækj­end­ur einu hags­muna­að­ila máls og fell­ur því frá grennd­arkynn­ingu.
   Ekki er gerð at­huga­semd við að bygg­ing­ar­full­trúi gefi út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010 og bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012, með síð­ari breyt­ing­um. Bygg­ing­ar­leyfi verð­ur gef­ið út þeg­ar skil­yrði 2.4.4.gr. sömu bygg­ing­ar­reglu­gerð­ar hafa ver­ið upp­fyllt.

  • 19. Sveins­stað­ir - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi202005147

   Borist hefur erindi frá Guðbjörgu Magnúsdóttur, á Sveinsstöðum í Mosfellsbæ, með ósk um leyfi til að byggja við núverandi einbýlishús viðbyggingu úr steinsteypu og timbri á lóðinni Sveinsstaðir í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Stækkun 24,4 m². Erindinu var vísað til skipulagsnefndar af 399. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

   Sam­kvæmt skv. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 ber að grend­arkynna er­ind­ið þar sem ekki ligg­ur fyr­ir deili­skipu­lag á svæð­inu, en með vís­an í 3. mgr. sömu grein­ar tel­ur skipu­lags­nefnd um­sækj­end­ur einu hags­muna­að­ila máls og fell­ur því frá grennd­arkynn­ingu.
   Ekki er gerð at­huga­semd við að bygg­ing­ar­full­trúi gefi út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010 og bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012, með síð­ari breyt­ing­um. Bygg­ing­ar­leyfi verð­ur gef­ið út þeg­ar skil­yrði 2.4.4.gr. sömu bygg­ing­ar­reglu­gerð­ar hafa ver­ið upp­fyllt.

  • 20. Súlu­höfði 49 - fyr­ir­spurn202005397

   Borist hefur erindi frá Jónasi Bjarna Árnasyni með ósk um undanþágu vegna byggingarskilmála skipulags í Súluhöfða 49.

   Heim­ilt er að byggja hús með flötu þaki en vegg­hæð skal miða við 3,5 m skv. skipu­lagi, inn­sendu er­indi er synjað þar sem vegg­hæð er hærri.

  • 21. Reykja­hvoll 33 - fyr­ir­spurn202005378

   Borist hefur erindi frá Ragnheiði Þórólfsdóttur, dags. 27.05.2020, með ósk um að breyta deiliskipulagi vegna innkeyrslu á lóð Reykjahvolls 33.

   Frestað vegna tíma­skorts.

  • 22. Leir­vogstungu­hverfi - til­laga að stækk­un lóða202001285

   Borist hefur erindi frá Rúnari Þór Guðbrandssyni, f.h. Stjórnar Íbúasamtaka Leirvogstungu, dags. 28.05.2020 vegna skipulagsmála í Leirvogstunguhverfi.

   Frestað vegna tíma­skorts.

  • 23. Leir­vogstunga 26 - ósk um stækk­un lóð­ar202005321

   Borist hefur erindi frá Ingu Dóru Glan Guðmundsdóttur, dags. 23.05.2020, með ósk um stækkun lóðar í Leirvogstungu 26.

   Frestað vegna tíma­skorts.

  • 24. Mið­dal­ur - ósk um breyt­ing á land­nýt­ingu lóða202005398

   Borist hefur erindi frá Tryggva Einarssyni þar sem hann óskar eftir að í vinnu við endurskoðun aðalskipulags verði landnotkun á lóðunum L 224008 og 226500 í landi Miðdals breytt í svæði fyrir frísundabyggð. Einnig vill hann falla frá erindi sínu (málsnr. 201903466) sem vísað var til endurskoðunar aðalskipulags á 482. fundi skiplagsnefndar þann 29.03.2019.

   Frestað vegna tíma­skorts.

  • 25. Borg­ar­lína - breyt­ing á að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur og Kópa­vogs202005277

   Borist hefur erindi frá SSH, dags. 19.05.2020, með beiðni um umsögn um verk- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Kópavogsbæjar 2012-2024 og Reykjavíkurborgar 2010-2030 vegna fyrsta hluta Borgarlínu milli Hamraborgar og Ártúnshöfða. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar af 1445. fundi bæjarráðs.

   Full­trúi M lista sit­ur hjá. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við er­ind­ið.

  • 26. Borg­ar­lína - matsáætlun Ár­túns­höfði - Hamra­borg202005279

   Verkefnastofa Borgarlínu kynnir drög að matsáætlun vegna fyrstu lotu Borgarlínu. Óskað er eftir ábendingum fyrir 9. júní 2020. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar af 1445. fundi bæjarráðs.

   Full­trúi M lista sit­ur hjá. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við er­ind­ið.

  • 27. Æv­in­týragarð­ur - deili­skipu­lag201710251

   Lögð eru fram frekari drög að deiliskipulagi Ævintýragarðsins.

   Lagt fram og kynnt. Hönn­uð­um falin áfram­hald­andi vinna við verk­efn­ið.

   Fundargerðir til kynningar

   • 28. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 38202005028F

    Fundargerð lögð fram til kynningar.

    Lagt fram.

    • 28.1. Varmár­hóll - Varmár­skóla­svæði - Deili­skipu­lags­breyt­ing 202003017

     Til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi var aug­lýst frá 24. mars til og með 8. maí 2020. Aug­lýs­ing birt­ist í Lög­birt­ing­ar­blað­inu, Frétta­blað­inu og á heima­síðu Mos­fells­bæj­ar, upp­drátt­ur var að­gengi­leg­ur á vef og á upp­lýs­inga­torgi.
     Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

    • 28.2. Reykja­veg­ur 62 - skipt­ing lóð­ar og stað­setn­ing húsa 201805150

     Skipu­lags­nefnd sam­þykkti í sam­ræmi við 1. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með dreifi­bréfi með at­huga­semda­fresti frá 20. fe­brú­ar til 8. apríl 2020.

    • 28.3. Greni­byggð 36 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201911202

     Skipu­lags­nefnd sam­þykkti í sam­ræmi við 1. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með dreifi­bréfi með at­huga­semda­fresti frá 6. mars til 8. apríl 2020.

    • 28.4. Reykja­veg­ur 61 - beiðni um að reisa bíl­skýli að Reykja­vegi 61 201909154

     Skipu­lags­nefnd sam­þykkti í sam­ræmi við 1. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með dreifi­bréfi með at­huga­semda­fresti frá 6. mars til 8. apríl 2020.

    • 28.5. Arn­ar­tangi 47 - við­bygg­ing 201910037

     Skipu­lags­nefnd sam­þykkti í sam­ræmi við 1. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með dreifi­bréfi með at­huga­semda­fresti frá 24. mars til 24. apríl 2020.

    • 28.6. Brekku­tangi 3, Fyr­ir­spurn um bygg­ing­ar­leyfi 201810320

     Skipu­lags­nefnd sam­þykkti í sam­ræmi við 1. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með dreifi­bréfi með at­huga­semda­fresti frá 3. apríl til 6. maí 2020.

    • 29. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 394202002010F

     Fundargerð lögð fram til kynningar.

     Lagt fram.

     • 29.1. Bjark­ar­holt 11-29, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201710129

      sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Bjark­ar­holt nr. 21 og 23 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

     • 29.2. Brú­arfljót 1, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201912293

      Berg Verk­tak­ar, Höfða­bakka 9, sækja um leyfi til að byggja úr lím­tré og stál­klædd­um sam­loku­ein­ing­um at­vinnu­hús­næði á lóð­inni Brú­arfljót nr. 1 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 802,3 m², 4.038,66 m³

     • 29.3. Desja­mýri 6, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201802283

      Húsa­steinn ehf., Desja­mýri 6, sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Desja­mýri nr. 6, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

     • 29.4. Kvísl­artunga 44 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201911238

      Jón Ell­ert Þor­steins­son og Ey­björg Helga Hauks­dótt­ir, sækja um leyfi til að byggja úr stein­steypu bíl­geymslu á lóð­inni Kvísl­artunga nr. 44, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð­ir: 60,0 m², 175,235 m³.

     • 29.5. Laxa­tunga 145, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201804211

      Ískjöl­ur ehf., Sil­unga­kvísl 1 Reykja­vík, sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Laxa­tunga nr. 145, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

     • 29.6. Reykja­hvoll 12, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201909269

      Lukasz Slezak og Olga Knaziak sækja um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Reykja­hvoll nr. 12, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Íbúð 152,5 m², 36,1 m², 710,3 m³.

     • 29.7. Voga­tunga 10-16, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201803310

      Guð­rún Helga­dótt­ir, Voga­tungu 16, sæk­ir um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags rað­húss á lóð­inni Voga­tunga nr. 16, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

     • 29.8. Voga­tunga 24, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201909491

      MótX ehf., Hlíð­arsmára 19 Kópa­vogi, sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta rað­húss á lóð­inni Voga­tunga nr. 24 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

     • 30. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 395202003005F

      Fundargerð lögð fram til kynningar.

      Lagt fram.

      • 30.1. Lág­holt 13 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202001117

       Jó­hann­es V. Gunn­ars­son Lág­holti 13 sæk­ir um leyfi til að byggja við ein­býl­is­hús á lóð­inni Lág­holt nr.13, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: 42,5 m², 122,99 m³.

      • 30.2. Lækj­ar­hlíð 1A, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201805260

       Laug­ar ehf., Sund­lauga­vegi 30A Reykja­vík, sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta íþrótta­húss á lóð­inni Lækj­ar­hlíð nr. 1A, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      • 30.3. Reykja­veg­ur 62, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201912152

       Ár­mann Bene­dikts­son Laxa­tungu 195 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Reykja­veg­ur nr. 62 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Íbúð 198,8 m², bíl­geymsla 59,4 m², 950,8 m³.

      • 30.4. Reykja­veg­ur 64, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201912153

       Ár­mann Bene­dikts­son Laxa­tungu 195 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Reykja­veg­ur nr. 64 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Íbúð 198,8 m², bíl­geymsla 59,4 m², 950,8 m³.

      • 30.5. [Undra­land], Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202002066

       Haf­steinn G. Haf­steins­son sæk­ir um leyfi til breyt­inga af­stöðu­mynd­ar með nýj­um skil­grein­ing­um sér­notaflata á lóð­inni Undra­land, lnr. 123747, sam­ræmi við fram­lögð gögn.
       Stærð­ir breyt­ast ekki.

      • 30.6. Vind­hóll, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202001421

       Sig­ur­dór Sig­urðs­son Vind­hóli sæk­ir um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags og notk­un­ar tækja­geymslu á lóð­inni Vind­hóll Lnr. 174418 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

      • 31. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 396202004010F

       Fundargerð lögð fram til kynningar.

       Lagt fram.

       • 31.1. Bjark­ar­holt 8-20, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201806016

        Klapp­ar­holt ehf. Turna­hvarfi 4 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Bjark­ar­holt nr. 8-20, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

       • 31.2. Bugðufljót 7, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201702113

        AB Verk ehf., Vík­ur­hvarfi 6 203 Kópa­vogi, sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 7, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

       • 31.3. Gerplustræti 14, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi Helga­fells­skóli. 201702127

        Mos­fells­bær Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta 1. og 4. áfanga skóla­hús­næð­is á lóð­inni nr. 14 við Gerplustræti í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

       • 31.4. Leiru­tangi 2 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi /breyt­ing­ar 202004048

        Kristín Ein­ars­dótt­ir Leiru­tanga 2 sæk­ir um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags ein­býl­is­húss á lóð­inni Leiru­tangi nr. 2 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

       • 31.5. Skák, sum­ar­hús í landi Hraðastaða, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202003061

        Guð­mund­ur Þór Gunn­ars­son Reið­v­aði 7 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri við­bygg­ingu við eldra frí­stunda­húsá lóð­inni Skák í landi Hraðastaða, landnr. 123664, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir: Stækk­un 126,6 m², 425,9 m³

       • 31.6. Uglugata 32-38, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201710068

        Seres bygg­inga­fé­lag Bæj­arlind 2 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Uglugata nr. 32-38, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

       • 31.7. Uglugata 62, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202002065

        Ótt­ar Karls­son Furu­ási 17 Hafnar­firði sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús á tveim­ur hæð­um með inn­byggðri bíl­geymslu lóð­inni Uglugata nr. 62 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir: 231,5 m², bíl­geymsla 59,2 m², 1070,0 m³.

       • 32. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 397202004023F

        Fundargerð lögð fram til kynningar.

        Lagt fram.

        • 32.1. Greni­byggð 36 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201911202

         Sveinn Lín­dal Jó­hanns­son Greni­byggð 36 sæk­ir um leyfi til út­lits­breyt­inga ein­býl­is­húss á lóð­inni Greni­byggð nr. 36, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

        • 32.2. Súlu­höfði 38 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202003290

         Olga Stef­áns­dótt­ir Ástu-Sóllilju­götu 1 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Súlu­höfði nr. 38, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
         Stærð­ir: Íbúð 216,9 m², bíl­geymsla 46,1 m², 915,95 m³

        • 32.3. Súlu­höfði 41 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202002175

         Magnús Freyr Ólafs­son Bröttu­hlíð 25 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Súlu­höfði nr. 41, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
         Stærð­ir: 200,0 m², 44,1 m², 774,38 m³

        • 32.4. Vefara­stræti 32-38, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 2017081229

         LL06ehf. Katrín­ar­túni 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Vefara­stræti nr. 32-38, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

        • 32.5. Vefara­stræti 40-44/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201607083

         LL06 ehf. Katrín­ar­túni 2 Reykja­vík sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Vefara­stræti nr. 40-44, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

        • 33. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 398202005012F

         Fundargerð lögð fram til kynningar.

         Lagt fram.

         • 33.1. Desja­mýri 13A / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202005054

          Veit­ur ohf. Bæj­ar­hálsi 1 Reykja­vík sækja um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um dreif­istöð á lóð­inni Desja­mýri nr. 13a, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir: 17,3 m², 52,92m³.

         • 33.2. Súlu­höfði 39, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202003244

          Elv­ar Trausti Guð­munds­son súlu­höfð 27 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Súlu­höfði nr. 39, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir: Íbúð 239,5 m², 49,7 m², 838,816 m³.

         • 34. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 399202005027F

          Fundargerð lögð fram til kynningar.

          Lagt fram.

          • 34.1. Ála­foss­veg­ur 22, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi/stöðu­leyfi 202005291

           Kjart­an Sveins­son Brekkustíg 7, 101 Reykja­vík, sæk­ir um stöðu­leyfi fyr­ir gám á lóð­inni Ála­foss­veg­ur nr. 22 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

          • 34.2. Furu­byggð 18-28 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202004329

           Fyr­ir hönd íbúa við Furu­byggð 18-28 sæk­ir Jón­ína Sig­ur­geirs­dótt­ir Furu­byggð 28 um leyfi til breyttr­ar út­færslu þaka sól­skála á lóð­un­um Furu­byggð nr.18-28 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

          • 34.3. Sveins­stað­ir - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202005147

           Guð­björg Magnús­dótt­ir Sveins­stöð­um sæk­ir um leyfi til að byggja við nú­ver­andi ein­býl­is­hús við­bygg­ingu úr stein­steypu og timbri á lóð­inni Sveins­stað­ir í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
           Stærð­ir: Stækk­un 24,4 m², 100,7 m³.

          • 35. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 400202005040F

           Fundargerð lögð fram til kynningar.

           Lagt fram.

           • 35.1. Reykja­hvoll 8, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 2018084786

            Eyj­ólf­ur Sig­ur­jóns­son Dverg­holti 16 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Reykja­hvoll nr. 8, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

           • 35.2. Asp­ar­lund­ur 11, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202004066

            Reykja­mel­ur ehf. Engja­vegi 10 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða par­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um Asp­ar­lund­ur nr. 11-13, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Asp­ar­lund­ur 11, 165,5 m², 543,0 m³. Asp­ar­lund­ur 13, 165,5 m², 543,0 m³.

           Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30