Mál númer 202003234
- 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Á 515. fundi skipulagsnefndar var skipulagsfulltrúa falið að vinna drög að svörum vegna innsendra athugasemda við grenndarkynningu byggingarleyfis að Markholti 2.
Afgreiðsla 516. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 763. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. júní 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #516
Á 515. fundi skipulagsnefndar var skipulagsfulltrúa falið að vinna drög að svörum vegna innsendra athugasemda við grenndarkynningu byggingarleyfis að Markholti 2.
Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er gerð athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi þegar umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum.
- 27. maí 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #762
Tillaga að stækkun húss að Markholti 2 var samþykkt til grenndarkynningar á 512. fundi skipulagsnefndar. Athugasemdafrestur var til 06.05.2020. Athugasemdir bárust frá Jana Nitsche, dags. 23.04.2020 og Vitalijs Lakutijevskis, dags. 04.05.2020.
Afgreiðsla 515. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 762. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. maí 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #515
Tillaga að stækkun húss að Markholti 2 var samþykkt til grenndarkynningar á 512. fundi skipulagsnefndar. Athugasemdafrestur var til 06.05.2020. Athugasemdir bárust frá Jana Nitsche, dags. 23.04.2020 og Vitalijs Lakutijevskis, dags. 04.05.2020.
Skipulagsfulltrúa falið að upplýsa málsaðila um efni umsagna og athugasemda ásamt því að vinna drög að svörum við innsendum athugasemdum og leggja fram á næsta fundi skipulagsnefndar.
- 1. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #758
Borist hefur erindi frá Ólafi Sigurðssyni, dags. 15. mars 2020. Hann óskar eftir að byggja við núverandi hús lageraðstöðu um 95 fermetra.
Afgreiðsla 512. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 758. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. mars 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #512
Borist hefur erindi frá Ólafi Sigurðssyni, dags. 15. mars 2020. Hann óskar eftir að byggja við núverandi hús lageraðstöðu um 95 fermetra.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna skuli erindið skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.