Mál númer 202005288
- 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Lagt fram erindi landeigenda að Egilsmóa 12 um uppsetningu tímabundinna hundabyrgja á lóð innan hverfisverndar.
Afgreiðsla 209. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 763. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Erindi landeiganda að Egilsmóa 12 vegna framkvæmda og girðinga innan hverfisverndar lagt fram. Erindið var einnig tekið fyrir á 209. fundi umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.
Bókun bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar felur umhverfissviði Mosfellsbæjar að fylgjast með að framkvæmdir og starfsemi hundageymslu á lóðinni Egilsmóa 12 í Mosfellsdal séu í samræmi við hverfisvernd Suðurár. Bæjarstjórn bendir á að leyfi fyrir starfsemina er í auglýsinga- og umsagnarferli hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis en óheimilt er að hefja starfsemi áður en starfsleyfi hefur verið gefið út. Óviðunandi er að starfsemi sé hafin á lóðinni án starfsleyfis.
Talsvert hefur borið á kvörtunum vegna starfseminnar nú þegar og hvetur bæjarstjórn Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis til að fylgja málinu eftir og kanna m.a. hvort starfsemin hafi í för með sér ónæði vegna hávaða eða mengun í Suðurá vegna úrgangs frá dýrum.
Afgreiðsla 516. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 763. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum. - 5. júní 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #516
Erindi landeiganda að Egilsmóa 12 vegna framkvæmda og girðinga innan hverfisverndar lagt fram. Erindið var einnig tekið fyrir á 209. fundi umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.
Skipulagsnefnd synjar ósk um að girða lóð meðfram Suðurá og bendir á ákvæði gildandi deiliskipulags um opið svæði meðfram á. Girðing skal taka mið af reglum deiliskipulags um 10 metra fjarlægð þar sem að landfræðilegar aðstæður leyfa. Ennfremur hafnar nefndin öðrum framkvæmdum á lóðinni innan hverfisverndarsvæðis.
- 28. maí 2020
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #209
Lagt fram erindi landeigenda að Egilsmóa 12 um uppsetningu tímabundinna hundabyrgja á lóð innan hverfisverndar.
Umhverfisnefnd mælir með því að framkvæmdir við Egilsmóa 12 verði í samræmi við gildandi hverfisvernd Suðurár. Staðsetning hundaskýlis skuli vera utan hverfisverndar sé þess kostur.
Ennfremur leggur umhverfisnefnd áherslu á að staðsetning girðingar meðfram Suðurá sé í samræmi við gildandi deiliskipulag sem gerir ráð fyrir 10 metra fjarlægð frá árbakkanum.