Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202005288

  • 10. júní 2020

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #763

    Lagt fram er­indi land­eig­enda að Eg­ils­móa 12 um upp­setn­ingu tíma­bund­inna hunda­byrgja á lóð inn­an hverf­is­vernd­ar.

    Af­greiðsla 209. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt á 763. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 10. júní 2020

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #763

      Er­indi land­eig­anda að Eg­ils­móa 12 vegna fram­kvæmda og girð­inga inn­an hverf­is­vernd­ar lagt fram. Er­ind­ið var einn­ig tek­ið fyr­ir á 209. fundi um­hverf­is­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar.

      Bók­un bæj­ar­stjórn­ar:
       
      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar fel­ur um­hverf­is­sviði Mos­fells­bæj­ar að fylgjast með að fram­kvæmd­ir og starf­semi hunda­geymslu á lóð­inni Eg­ils­móa 12 í Mos­fells­dal séu í sam­ræmi við hverf­is­vernd Suð­ur­ár. Bæj­ar­stjórn bend­ir á að leyfi fyr­ir starf­sem­ina er í aug­lýs­inga- og um­sagn­ar­ferli hjá Heil­brigðis­eft­ir­liti Kjós­ar­svæð­is en óheim­ilt er að hefja starf­semi áður en starfs­leyfi hef­ur ver­ið gef­ið út. Óvið­un­andi er að starf­semi sé hafin á lóð­inni án starfs­leyf­is.
       
      Tals­vert hef­ur bor­ið á kvört­un­um vegna starf­sem­inn­ar nú þeg­ar og hvet­ur bæj­ar­stjórn Heil­brigðis­eft­ir­lit Kjós­ar­svæð­is til að fylgja mál­inu eft­ir og kanna m.a. hvort starf­sem­in hafi í för með sér ónæði vegna há­vaða eða meng­un í Suð­urá vegna úr­gangs frá dýr­um.


      Af­greiðsla 516. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 763. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5. júní 2020

        Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #516

        Er­indi land­eig­anda að Eg­ils­móa 12 vegna fram­kvæmda og girð­inga inn­an hverf­is­vernd­ar lagt fram. Er­ind­ið var einn­ig tek­ið fyr­ir á 209. fundi um­hverf­is­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar.

        Skipu­lags­nefnd synj­ar ósk um að girða lóð með­fram Suð­urá og bend­ir á ákvæði gild­andi deili­skipu­lags um opið svæði með­fram á. Girð­ing skal taka mið af regl­um deili­skipu­lags um 10 metra fjar­lægð þar sem að land­fræði­leg­ar að­stæð­ur leyfa. Enn­frem­ur hafn­ar nefnd­in öðr­um fram­kvæmd­um á lóð­inni inn­an hverf­is­vernd­ar­svæð­is.

      • 28. maí 2020

        Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar #209

        Lagt fram er­indi land­eig­enda að Eg­ils­móa 12 um upp­setn­ingu tíma­bund­inna hunda­byrgja á lóð inn­an hverf­is­vernd­ar.

        Um­hverf­is­nefnd mæl­ir með því að fram­kvæmd­ir við Eg­ils­móa 12 verði í sam­ræmi við gild­andi hverf­is­vernd Suð­ur­ár. Stað­setn­ing hunda­skýl­is skuli vera utan hverf­is­vernd­ar sé þess kost­ur.
        Enn­frem­ur legg­ur um­hverf­is­nefnd áherslu á að stað­setn­ing girð­ing­ar með­fram Suð­urá sé í sam­ræmi við gild­andi deili­skipu­lag sem ger­ir ráð fyr­ir 10 metra fjar­lægð frá ár­bakk­an­um.