Mál númer 202005366
- 23. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1452
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 516. fundi nefndarinnar að deiliskipulagsbreyting vegna lóðamarka í Vogatungu 58 og 60 yrði auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan var kynnt með dreifibréfi grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga sem borið var út til nærliggjandi lóðarhafa og íbúa. Breytingin var einnig kynnt á vef sveitarfélagsins, mos.is, en uppdrættir voru bæði aðgengilegir þar sem og á upplýsingatorgi Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Athugasemdafrestur var frá 10. júní til og með 9. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust.
Afgreiðsla 42. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 1452. fundi bæjarráðs.
- 15. júlí 2020
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #42
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 516. fundi nefndarinnar að deiliskipulagsbreyting vegna lóðamarka í Vogatungu 58 og 60 yrði auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan var kynnt með dreifibréfi grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga sem borið var út til nærliggjandi lóðarhafa og íbúa. Breytingin var einnig kynnt á vef sveitarfélagsins, mos.is, en uppdrættir voru bæði aðgengilegir þar sem og á upplýsingatorgi Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Athugasemdafrestur var frá 10. júní til og með 9. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar í skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
- 24. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #764
Skipulagsnefnd samþykkti á 516. fundi nefndarinnar skipulagsferil vegna breytinga á lóðum í Vogatungi 58-60 samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulagsgögn. Afgreiðslunni var vísað áfram þar sem bæjarráð fer með úthlutanir lóða úr landi Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1448. fundar bæjarráðs samþykkt á 764. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. júní 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1448
Skipulagsnefnd samþykkti á 516. fundi nefndarinnar skipulagsferil vegna breytinga á lóðum í Vogatungi 58-60 samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulagsgögn. Afgreiðslunni var vísað áfram þar sem bæjarráð fer með úthlutanir lóða úr landi Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum stækkun lóðar í samræmi við tillögu að breyttu deiliskipulagi og vísar málinu til byggingafulltrúa til frágangs. Kostnaður vegna stækkunar lóðar verður borin af lóðarhafa.
- 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Borist hefur erindi frá Halldóri Albertssyni, Vogatungu 60, þar sem óskað er eftir breyttum lóðarmörkum sökum þess að búið er að leggja göngustíg að hluta til innan lóðar
Afgreiðsla 516. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 763. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. júní 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #516
Borist hefur erindi frá Halldóri Albertssyni, Vogatungu 60, þar sem óskað er eftir breyttum lóðarmörkum sökum þess að búið er að leggja göngustíg að hluta til innan lóðar
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna óverulega þar sem hún varðar helst hagsmuni lóðarhafa Leirvogstungu 58-60 og sveitarfélagsins vegna lóðarfrágangs. Afgreiðslunni skal vísað til bæjarráðs sem fer með úthlutun lóða úr landi Mosfellsbæjar.