Mál númer 202005088
- 24. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #764
Skipulagsnefnd samþykkti á 516. fundi nefndarinnar skipulagsferil vegna breytinga á lóðum í Vogatungu 18-24 í samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulagsgögn. Afgreiðslunni var vísað áfram þar sem bæjarráð fer með úthlutanir lóða úr landi Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1448. fundar bæjarráðs samþykkt á 764. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. júní 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1448
Skipulagsnefnd samþykkti á 516. fundi nefndarinnar skipulagsferil vegna breytinga á lóðum í Vogatungu 18-24 í samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulagsgögn. Afgreiðslunni var vísað áfram þar sem bæjarráð fer með úthlutanir lóða úr landi Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum stækkun lóða í samræmi við tillögu að breyttu deiliskipulagi og visar málinu til byggingafulltrúa til frágangs. Kostnaður vegna stækkunar lóða verður borin af lóðarhöfum.
- 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Lögð er fram til kynningar tillaga að breytingu deiliskipulags Leirvogstungu vegna stækkunar á lóðum við Vogatungu 18-24. Tillagan er unnin í samráði við deildarstjóra nýframkvæmda og í takt við óskir íbúa.
Afgreiðsla 516. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 763. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. júní 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #516
Lögð er fram til kynningar tillaga að breytingu deiliskipulags Leirvogstungu vegna stækkunar á lóðum við Vogatungu 18-24. Tillagan er unnin í samráði við deildarstjóra nýframkvæmda og í takt við óskir íbúa.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna óverulega þar sem breytingin telst minniháttar og varðar helst hagsmuni lóðarhafa og sveitarfélagsins vegna lóðarfrágangs.
Með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga um kynningarferli grenndarkynninga metur skipulagsnefnd lóðarhafa Vogatungu 18-24 og Mosfellsbæ einu hagsmunaaðila máls en þessir aðilar standa saman að breytingu. Skipulagsnefnd ákveður því að falla frá kröfum um grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Afgreiðslunni skal vísað til bæjarráðs sem fer með úthlutun lóða úr landi Mosfellsbæjar.