Mál númer 202005279
- 13. desember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #622
Skipulagsstofnun auglýsir til umsagna umhverfismatsskýrslu, mat á umhverfisáhrifum, vegna áformaðra breytinga á götum á leið Borgarlínu lotu 1, frá Ártúnshöfða að Hamraborg. Tilgangur framkvæmdanna er að útbúa sérrými fyrir almenningssamgöngur, en einnig að byggja upp göngu- og hjólastíga meðfram leiðinni, breyta götusniði, aðlaga gatnamót og byggja nýjar brýr yfir Fossvog og Elliðaárvoga. Um er að ræða áform Vegagerðarinnar í samvinnu við Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ. Framkvæmdin fellur undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Athugasemdafrestur er til og með 15.01.2025.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi matsskýrslu.
- 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Verkefnastofa Borgarlínu kynnir drög að matsáætlun vegna fyrstu lotu Borgarlínu. Óskað er eftir ábendingum fyrir 9. júní 2020. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar af 1445. fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla 516. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 763. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
- 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Fyrsta lota Borgarlínu. Matsáætlun Ártúnshöfði - Hamraborg. Umsagnarfrestur til 9. júní nk.
Afgreiðsla 1445. fundar bæjarráðs samþykkt á 763. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. júní 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #516
Verkefnastofa Borgarlínu kynnir drög að matsáætlun vegna fyrstu lotu Borgarlínu. Óskað er eftir ábendingum fyrir 9. júní 2020. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar af 1445. fundi bæjarráðs.
Fulltrúi M lista situr hjá. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
- 28. maí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1445
Fyrsta lota Borgarlínu. Matsáætlun Ártúnshöfði - Hamraborg. Umsagnarfrestur til 9. júní nk.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar.