Mál númer 202003500
- 23. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1452
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 516. fundi nefndarinnar að deiliskipulagsbreyting fyrir dreifistöð að Sunnukrika 4 yrði auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan var kynnt með dreifibréfi grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga sem borið var út til nærliggjandi lóðarhafa, framkvæmdaraðila. Breytingin var einnig kynnt á vef sveitarfélagsins, mos.is, en uppdrættir voru bæði aðgengilegir þar sem og á upplýsingatorgi Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Athugasemdafrestur var frá 10. júní til og með 9. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust.
Afgreiðsla 42. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 1452. fundi bæjarráðs.
- 15. júlí 2020
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #42
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 516. fundi nefndarinnar að deiliskipulagsbreyting fyrir dreifistöð að Sunnukrika 4 yrði auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan var kynnt með dreifibréfi grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga sem borið var út til nærliggjandi lóðarhafa, framkvæmdaraðila. Breytingin var einnig kynnt á vef sveitarfélagsins, mos.is, en uppdrættir voru bæði aðgengilegir þar sem og á upplýsingatorgi Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Athugasemdafrestur var frá 10. júní til og með 9. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar í skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
- 24. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #764
Skipulagsnefnd samþykkti á 516. fundi nefndarinnar skipulagsferil fyrir lóð undir nýja spennistöð Veitna við Sunnukrika í samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulagsgögn. Afgreiðslunni var vísað áfram þar sem bæjarráð fer með úthlutanir lóða úr landi Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1448. fundar bæjarráðs samþykkt á 764. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. júní 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1448
Skipulagsnefnd samþykkti á 516. fundi nefndarinnar skipulagsferil fyrir lóð undir nýja spennistöð Veitna við Sunnukrika í samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulagsgögn. Afgreiðslunni var vísað áfram þar sem bæjarráð fer með úthlutanir lóða úr landi Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta lóðinni til Veitna og fela byggingafulltrúa að ganga frá samningi um lóðina.
- 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Lög er fram til kynningar deiliskipulagsbreyting fyrir nýja dreifistöð Veitna í Sunnukrika í samræmi við samþykktir skipulagsnefndar frá 24.04.2020.
Afgreiðsla 516. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 763. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. júní 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #516
Lög er fram til kynningar deiliskipulagsbreyting fyrir nýja dreifistöð Veitna í Sunnukrika í samræmi við samþykktir skipulagsnefndar frá 24.04.2020.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnenfd metur breytinguna óverulega þar sem hverfið er í miðri uppbyggingu og ný dreifistöð hluti þeirra áforma. Tillaga verður kynnt lóðarhöfum. Afgreiðslunni skal vísað til bæjarráðs sem fer með úthlutun lóða úr landi Mosfellsbæjar.
- 29. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #760
Borist hefur erindi frá Veitum þar sem óskað er eftir lóð fyrir dreifistöð við norðurenda bensínstöðvarlóðar við Sunnukrika. Lóðin þarf að vera 5m x 7m að stærð en þar væri gert ráð fyrir ca. 7,3 m2 einingadreifistöð.
Afgreiðsla 513. fundar skipurlagsnefndar samþykkt á 760. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. apríl 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #513
Borist hefur erindi frá Veitum þar sem óskað er eftir lóð fyrir dreifistöð við norðurenda bensínstöðvarlóðar við Sunnukrika. Lóðin þarf að vera 5m x 7m að stærð en þar væri gert ráð fyrir ca. 7,3 m2 einingadreifistöð.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.